Lífið

Oddvitaáskorunin: Hermdi heimabrugg upp á deildastjóra Fjármálaráðuneytisins

Samúel Karl Ólason skrifar
Að bera út stefnurit Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.
Að bera út stefnurit Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 



Haraldur Sverrisson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum.

Um þessar mundir á sér stað mikil uppbygging í Mosfellsbæ á öllum sviðum. Fordæmalaus fjölgun varð í bæjarfélaginu á síðasta ári en þá fjölgaði bæjarbúum um 8,2%. Þetta er langmesta fjölgun á höfuðborgarsvæðinu og ein sú mesta á landinu. Mosfellsbær er vinsælt sveitarfélag til búsetu. Í þjónustukönnunum Gallup sem gerðar eru meðal 19 stærstu sveitarfélaganna ár hvert hefur Mosfellsbær ávallt verið í 1. eða 2. sæti á undanförnum árum þegar ánægja íbúanna er mæld.

Svona mikil uppbygging kallar á fjárfestingar í innviðum. Eins og byggingu Helgafellsskóla og byggingu knatthúss að Varmá sem dæmi. Um milljarða framkvæmdir er að ræða.

Samt hafa álögur á íbúa lækkað í Mosfellsbæ og samt er samanlagður rekstrarafgangur á kjörtímabilinu um 1.040 milljónir.

Ábyrgur rekstur gerir það að verkum að svona er hægt að standa að málum hjá Mosfellsbæ.

Framtíðin er björt í Mosfellsbæ og með gildi bæjarins VIRÐINGU – JÁKVÆÐNI - FRAMSÆKNI og UMHYGGJU að leiðarljósi eru Mosfellingum allir vegir færir. Við Sjálfstæðisfólk höfum verið við stjórnvölinn í Mosfellsbæ síðan árið 2002. Á þeim tíma hefur þjónusta og rekstur sveitarfélagsins tekið stakkaskiptum. Við ætlum að halda áfram á sömu braut og gera enn betur og sjá til þess að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ, fáum við til þess umboð í kosningunum 26. Maí.

Áfram Mosfellsbær!

Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?

Gjáin í Þjórsárdal.

Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag)

Eskifirði.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Nautalund bernaise.

Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda?

Allan mat.

Uppáhalds „guilty pleasure“ lag?

Veit ekki hvað það er?

Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá?

Ég reyni alltaf að gleyma vandræðalegum stundum, ef ég fer að segja frá þeim á prenti að þá mun það markmið mistakast og vandræðalegu stundirnar lifa að eilífu í huga mér.

Draumaferðalagið?

Um Ísland í sumarblíðu.

Trúir þú á líf eftir dauðann?

Já.

Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í?

Þegar ég fékk Palla Ben fréttamann til að hringja í deildarstjórann í fjármálaráðuneytinu sem hafði umsjón með áfengis löggjöfinni sem hermdi upp á hann að hann stundaði heimabrugg. Þetta var síðan spilað á árshátíðinni.

Hundar eða kettir?

Bæði.

Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd?

Veit ekki hvað þetta er?

Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd?

Brad Pitt.

Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju?

Veit ekkert um Game of thrones.

Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni?

Já.

Uppáhalds tónlistarmaður?

Duke Ellington.

Uppáhalds bókin?

Saga Mosfellsbæjar.

Uppáhalds föstudagsdrykkur?

Kók eða vatn. Blanda samt kók og vatni aldrei saman.

Uppáhalds þynnkumatur?

Mér finnst bara alltaf gott að fá mér brauð á morgnanna eða egg og beikon, sama hvað ég var að gera daginn áður.

Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning?

Menning.

Hefur þú pissað í sundlaug?

Minnist þess ekki.

Hvaða lag kemur þér í gírinn?

Eye in the Sky með Alan Parsons Project.

Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga?

Einbeiti mér að því að hlusta á bæjarbúa og þeirra pirring, en það er ekki hægt að bregðast við öllum pirring.

Á að banna flugelda?

Nei.

Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju?

Gylfi Þór Sigurðsson af því að mér finnst gaman að því að skapa.

Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×