Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Sylvía Hall skrifar 9. maí 2018 22:00 Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle ganga í það heilaga þann 19. maí. Vísir/Getty Aðeins tíu dagar eru í að Harry prins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga og má búast við því að öllu verði tjaldað til við veisluhöldin. Athöfnin mun fara fram í St. George‘s kapellunni í Windsor kastalanum þann 19. maí næstkomandi, en Harry var sjálfur skírður í kapellunni. Búast má við að fjöldi fólks muni fylgjast með athöfninni, hvort sem það verði á staðnum eða fylgist með sjónvarpsútsendingu. En hvaða fólk er þetta sem er að fara að gifta sig og af hverju þykir það svona merkilegt?Kynntust á blindu stefnumóti Harry er yngri sonur Karls Bretaprins og Díönu, prinsessu af Wales og hefur verið einn umtalaðasti piparsveinn heimsins síðustu ár og tíður gestur á síðum slúðurblaðanna. Meghan Markle hefur einna helst vakið athygli fyrir hlutverk sitt sem Rachel í þáttunum Suits og hefur verið mikill talsmaður kvenréttinda og verið umhugað um jafnréttisbaráttu. Hún segist ekki hafa vitað mikið um prinsinn fyrir fram og að eina skilyrðið fyrir stefnumótinu væri það að hann væri viðkunnanlegur. Parið segist hafa náð vel saman frá fyrsta stefnumóti, og hefur prinsinn sjálfur sagst hafa vitað að hann ætlaði að giftast henni frá því að hann hitti hana. Það var aðeins eftir tæpan mánuð sem Harry bauð Markle til Botsvana þar sem þau gátu fengið að kynnast fjarri áreiti fjölmiðla og aðdáenda, en það hefur vakið athygli hversu lengi þau gátu haldið sambandi sínu leyndu.Fjölmiðlaáreiti eftir opinberun sambandsins Það var ekki fyrr en í lok október sama ár sem fregnir fóru að berast af sambandi þeirra skötuhjúa. Í byrjun nóvember sendi prinsinn frá sér yfirlýsingu þar sem hann bað fjölmiðla og almenning um að láta Markle í friði. Hann sagði fjölmiðla hafa gengið of langt, reynt að kaupa upplýsingar frá fyrrum kærustum Markle og að ástvinir hennar yrðu fyrir miklu áreiti. Einnig sagði hann bresku pressuna sýna henni kvenfyrirlitningu og rasisma. Þrátt fyrir mikið áreiti frá fjölmiðlum sýndi breska konungsfjölskyldan parinu mikinn stuðning, og var drottningin sögð vera himinlifandi að sjá Harry í svo hamingjusömu sambandi. Rúmlega ári eftir að sambandið var opinberað bað prinsinn Markle um að giftast sér, og hún sagði já.Konungleg brúðkaup vekja alla jafna mikla athygli og má búast við því að milljónir muni fylgjast með brúðkaupi Harry og Markle.Vísir/GettyHvernig verður brúðkaupsdagurinn? Undirbúningur fyrir konunglega brúðkaupið er í fullum gangi, enda aðeins 10 dagar til stefnu. Athöfnin sjálf verður í St. George‘s kapellunni og mun drottningin svo bjóða til hádegisverðar í St. George‘s Hall, sem einnig er í Windsor kastalanum. Hjónin bjóða svo til veislu í Frogmore húsinu, en þau tóku einmitt trúlofunarmyndir sínar við húsið. Prinsinn sjálfur mun mæta í kirkjuna klukkan 11:45 á breskum tíma ásamt Vilhjálmi bróður sínum, en athöfnin er áætluð klukkan 12. Elísabet drottning er síðasti gestur sem mun mæta í kapelluna áður en sjálf brúðurinn gengur kirkjugólfið. Markle hefur sagst vilja að báðir foreldrar sínir taki þátt í athöfninni og því mun móðir hennar ferðast með henni að kapellunni, sem gengur þvert á breskar hefðir, og faðir hennar leiða hana svo niður kirkjugólfið. Það er svo erkibiskupinn af Kantaraborg, Justin Welby, sem gefur hjónin saman.Kunnuleg andlit á gestalista Í apríl var gefið út að engum stjórnmálamönnum yrði boðið í brúðkaupið, sem útilokar Donald Trump Bandaríkjaforseta, og Barack Obama sem er góðvinur prinsins. Það sama gildir um breska stjórnmálamenn, en ákvörðunin var tekin í ljósi þess að St. George‘s kapellan er töluvert minni en Westminister Abbey, þar sem síðasta konunglega brúðkaup fór fram. Einnig spilaði það inn í að Harry er aðeins sá sjötti í röðinni að krúnunni, en hann féll neðar í goggunarröðina eftir fæðingu Loðvíks prins. Mel B hefur ýjað að því að Spice Girls hafi fengið boð, og talið er að Elton John sé á gestalista eftir að hafa aflýst tveimur tónleikum í kringum dagsetninguna vegna „áreksturs við skipulagningu“. Markle er einnig góðvinkona tennisstjörnunnar Serenu Williams, og má búast við því að hún verði á meðal gesta. Rúmlega þúsund almennir borgarar hafa fengið boð um að fylgjast með athöfninni við Windsor-kastala, en margir þeirra hafa lagt sitt af mörkum til góðgerðarmála eða samfélagsins.Drottningin klæddist gulu við brúðkaup Vilhjálms og Katrínar, en veðbankar spá því að blár verði fyrir valinu í þetta skiptið.Vísir/GettySkrautlegir hattar að sjálfsögðu á sínum stað Það hefur oft vakið athygli margra að sjá konur með skrautlega hatta við hátíðleg tilefni í Bretlandi, en sú hefð að konur hyldu hár sitt á almannafæri var lengi ríkjandi í Bretlandi allt til ársins 1950. Í dag lifir hefðin einungis við hátíðleg tilefni, en reglur konungsfjölskyldunnar skylda kvenmenn innan hennar að bera höfuðföt við opinber tilefni. Þess má geta að veðbankar eru byrjaðir að leyfa fólki að veðja á hvernig höfuðfat Elísabetar drottningar verði á litinn, en samkvæmt veðbönkunum þykir líklegast að drottningin velji sér blátt eða bleikt höfuðfat. Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan vilja ekki brúðkaupsgjafir Harry Bretaprins og unnusta hans Meghan Markle, hafa beðið brúðkaupsgesti að gefa til góðgerðarmála frekar en að færa þeim brúðkaupsgjafir 9. apríl 2018 15:10 Harry og Meghan ganga í það heilaga þann 19. maí Harry Bretaprins og bandaríska leikkona Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí 2018. 15. desember 2017 13:33 Stjórnmálamönnum ekki boðið í brúðkaupið Stjórnmálamönnum verður ekki boðið í brúðkaup Harrys Bretaprins og unnustu hans Meghan Markle, sem fer fram þann 19. maí næstkomandi. 10. apríl 2018 16:45 Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Samdi lag til bílasalans í tilefni af sambandsafmælinu Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Sjá meira
Aðeins tíu dagar eru í að Harry prins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga og má búast við því að öllu verði tjaldað til við veisluhöldin. Athöfnin mun fara fram í St. George‘s kapellunni í Windsor kastalanum þann 19. maí næstkomandi, en Harry var sjálfur skírður í kapellunni. Búast má við að fjöldi fólks muni fylgjast með athöfninni, hvort sem það verði á staðnum eða fylgist með sjónvarpsútsendingu. En hvaða fólk er þetta sem er að fara að gifta sig og af hverju þykir það svona merkilegt?Kynntust á blindu stefnumóti Harry er yngri sonur Karls Bretaprins og Díönu, prinsessu af Wales og hefur verið einn umtalaðasti piparsveinn heimsins síðustu ár og tíður gestur á síðum slúðurblaðanna. Meghan Markle hefur einna helst vakið athygli fyrir hlutverk sitt sem Rachel í þáttunum Suits og hefur verið mikill talsmaður kvenréttinda og verið umhugað um jafnréttisbaráttu. Hún segist ekki hafa vitað mikið um prinsinn fyrir fram og að eina skilyrðið fyrir stefnumótinu væri það að hann væri viðkunnanlegur. Parið segist hafa náð vel saman frá fyrsta stefnumóti, og hefur prinsinn sjálfur sagst hafa vitað að hann ætlaði að giftast henni frá því að hann hitti hana. Það var aðeins eftir tæpan mánuð sem Harry bauð Markle til Botsvana þar sem þau gátu fengið að kynnast fjarri áreiti fjölmiðla og aðdáenda, en það hefur vakið athygli hversu lengi þau gátu haldið sambandi sínu leyndu.Fjölmiðlaáreiti eftir opinberun sambandsins Það var ekki fyrr en í lok október sama ár sem fregnir fóru að berast af sambandi þeirra skötuhjúa. Í byrjun nóvember sendi prinsinn frá sér yfirlýsingu þar sem hann bað fjölmiðla og almenning um að láta Markle í friði. Hann sagði fjölmiðla hafa gengið of langt, reynt að kaupa upplýsingar frá fyrrum kærustum Markle og að ástvinir hennar yrðu fyrir miklu áreiti. Einnig sagði hann bresku pressuna sýna henni kvenfyrirlitningu og rasisma. Þrátt fyrir mikið áreiti frá fjölmiðlum sýndi breska konungsfjölskyldan parinu mikinn stuðning, og var drottningin sögð vera himinlifandi að sjá Harry í svo hamingjusömu sambandi. Rúmlega ári eftir að sambandið var opinberað bað prinsinn Markle um að giftast sér, og hún sagði já.Konungleg brúðkaup vekja alla jafna mikla athygli og má búast við því að milljónir muni fylgjast með brúðkaupi Harry og Markle.Vísir/GettyHvernig verður brúðkaupsdagurinn? Undirbúningur fyrir konunglega brúðkaupið er í fullum gangi, enda aðeins 10 dagar til stefnu. Athöfnin sjálf verður í St. George‘s kapellunni og mun drottningin svo bjóða til hádegisverðar í St. George‘s Hall, sem einnig er í Windsor kastalanum. Hjónin bjóða svo til veislu í Frogmore húsinu, en þau tóku einmitt trúlofunarmyndir sínar við húsið. Prinsinn sjálfur mun mæta í kirkjuna klukkan 11:45 á breskum tíma ásamt Vilhjálmi bróður sínum, en athöfnin er áætluð klukkan 12. Elísabet drottning er síðasti gestur sem mun mæta í kapelluna áður en sjálf brúðurinn gengur kirkjugólfið. Markle hefur sagst vilja að báðir foreldrar sínir taki þátt í athöfninni og því mun móðir hennar ferðast með henni að kapellunni, sem gengur þvert á breskar hefðir, og faðir hennar leiða hana svo niður kirkjugólfið. Það er svo erkibiskupinn af Kantaraborg, Justin Welby, sem gefur hjónin saman.Kunnuleg andlit á gestalista Í apríl var gefið út að engum stjórnmálamönnum yrði boðið í brúðkaupið, sem útilokar Donald Trump Bandaríkjaforseta, og Barack Obama sem er góðvinur prinsins. Það sama gildir um breska stjórnmálamenn, en ákvörðunin var tekin í ljósi þess að St. George‘s kapellan er töluvert minni en Westminister Abbey, þar sem síðasta konunglega brúðkaup fór fram. Einnig spilaði það inn í að Harry er aðeins sá sjötti í röðinni að krúnunni, en hann féll neðar í goggunarröðina eftir fæðingu Loðvíks prins. Mel B hefur ýjað að því að Spice Girls hafi fengið boð, og talið er að Elton John sé á gestalista eftir að hafa aflýst tveimur tónleikum í kringum dagsetninguna vegna „áreksturs við skipulagningu“. Markle er einnig góðvinkona tennisstjörnunnar Serenu Williams, og má búast við því að hún verði á meðal gesta. Rúmlega þúsund almennir borgarar hafa fengið boð um að fylgjast með athöfninni við Windsor-kastala, en margir þeirra hafa lagt sitt af mörkum til góðgerðarmála eða samfélagsins.Drottningin klæddist gulu við brúðkaup Vilhjálms og Katrínar, en veðbankar spá því að blár verði fyrir valinu í þetta skiptið.Vísir/GettySkrautlegir hattar að sjálfsögðu á sínum stað Það hefur oft vakið athygli margra að sjá konur með skrautlega hatta við hátíðleg tilefni í Bretlandi, en sú hefð að konur hyldu hár sitt á almannafæri var lengi ríkjandi í Bretlandi allt til ársins 1950. Í dag lifir hefðin einungis við hátíðleg tilefni, en reglur konungsfjölskyldunnar skylda kvenmenn innan hennar að bera höfuðföt við opinber tilefni. Þess má geta að veðbankar eru byrjaðir að leyfa fólki að veðja á hvernig höfuðfat Elísabetar drottningar verði á litinn, en samkvæmt veðbönkunum þykir líklegast að drottningin velji sér blátt eða bleikt höfuðfat.
Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan vilja ekki brúðkaupsgjafir Harry Bretaprins og unnusta hans Meghan Markle, hafa beðið brúðkaupsgesti að gefa til góðgerðarmála frekar en að færa þeim brúðkaupsgjafir 9. apríl 2018 15:10 Harry og Meghan ganga í það heilaga þann 19. maí Harry Bretaprins og bandaríska leikkona Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí 2018. 15. desember 2017 13:33 Stjórnmálamönnum ekki boðið í brúðkaupið Stjórnmálamönnum verður ekki boðið í brúðkaup Harrys Bretaprins og unnustu hans Meghan Markle, sem fer fram þann 19. maí næstkomandi. 10. apríl 2018 16:45 Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Samdi lag til bílasalans í tilefni af sambandsafmælinu Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Sjá meira
Harry og Meghan vilja ekki brúðkaupsgjafir Harry Bretaprins og unnusta hans Meghan Markle, hafa beðið brúðkaupsgesti að gefa til góðgerðarmála frekar en að færa þeim brúðkaupsgjafir 9. apríl 2018 15:10
Harry og Meghan ganga í það heilaga þann 19. maí Harry Bretaprins og bandaríska leikkona Meghan Markle munu ganga í það heilaga þann 19. maí 2018. 15. desember 2017 13:33
Stjórnmálamönnum ekki boðið í brúðkaupið Stjórnmálamönnum verður ekki boðið í brúðkaup Harrys Bretaprins og unnustu hans Meghan Markle, sem fer fram þann 19. maí næstkomandi. 10. apríl 2018 16:45