Þróaði app úr ævistarfinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. maí 2018 10:00 Herdís hefur helgað líf sitt því að fræða foreldra um hvernig megi gera heimili sem öruggust fyrir börn. „Ég hef unnið við slysavarnir barna frá árinu 1991 og vann í mörg ár í verkefni sem heyrði undir ríkið,“ segir Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna. „Fyrir um fjórum árum ákváðu stjórnvöld að hætta að setja fé í verkefni um slysavarnir barna. Þrátt fyrir að mikill árangur hefði náðst í málaflokknum. Mér fannst það ekki vera hægt að gefast upp,“ segir Herdís sem hafði áhyggjur af því að foreldrar gætu hvergi leitað að upplýsingum um öryggi barna. „Ég stofnaði frjáls félagasamtök og hélt áfram starfi mínu í sjálfboðavinnu. Ég var með ákveðnar hugmyndir, vildi geta sýnt foreldrum hvernig öruggt heimili lítur út og hafði samband við Þórarin Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA. Hann tók vel í hugmyndir mínar og gaf mér húsgögn. Ég útbjó sýniaðstöðu fyrir foreldra og býð þeim upp á ókeypis námskeið,“ segir Herdís frá. „Einasta ástæðan fyrir því að ég get haldið úti rekstri er stuðningur tveggja fyrirtækja við mig, Sjóvár og IKEA á Íslandi,“ útskýrir hún. Starfsfólk höfuðstöðva IKEA í Svíþjóð heyrði af uppátækinu á Íslandi. „Þeir komu til Íslands og vildu kynnast starfi mínu betur, urðu hrifin af hugmyndunum og aðferðafræðinni sem ég nota í kennslunni. Þeir buðu mér starf og nú hef ég unnið fyrir IKEA í rúm tvö ár. Það kom upp sú hugmynd að gera app fyrir foreldra sem byggir á námskeiðunum mínum. Nú er það tilbúið. Það kallast: Öruggara heimili. Í því má kanna mismunandi herbergi heimilisins og fá ráð um hvar er hægt að auka öryggið,“ segir Herdís frá. „Við munum prófa þetta fyrst á Íslandi en síðan verður appinu dreift út um allan heim ef vel gengur,“ segir Herdís frá og er ánægð með afraksturinn. „Ekki síst vegna þess hversu erfið staðan var þegar ríkið skar þjónustuna niður. Ég hefði ekki staðið í þessu nema fyrir þá staðreynd hversu glaðir og þakklátir foreldrar eru. Svo hefur þetta undið upp á sig. Höfuðstöðvarnar eru í Suður-Svíþjóð. Ég bý hins vegar enn á Íslandi og get unnið heima. Ég fer svo reglulega út. Þetta hefur verið algjört ævintýri sem hefur falið í sér samstarf við sérfræðinga um allan heim,“ segir Herdís frá. IKEA Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
„Ég hef unnið við slysavarnir barna frá árinu 1991 og vann í mörg ár í verkefni sem heyrði undir ríkið,“ segir Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna. „Fyrir um fjórum árum ákváðu stjórnvöld að hætta að setja fé í verkefni um slysavarnir barna. Þrátt fyrir að mikill árangur hefði náðst í málaflokknum. Mér fannst það ekki vera hægt að gefast upp,“ segir Herdís sem hafði áhyggjur af því að foreldrar gætu hvergi leitað að upplýsingum um öryggi barna. „Ég stofnaði frjáls félagasamtök og hélt áfram starfi mínu í sjálfboðavinnu. Ég var með ákveðnar hugmyndir, vildi geta sýnt foreldrum hvernig öruggt heimili lítur út og hafði samband við Þórarin Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA. Hann tók vel í hugmyndir mínar og gaf mér húsgögn. Ég útbjó sýniaðstöðu fyrir foreldra og býð þeim upp á ókeypis námskeið,“ segir Herdís frá. „Einasta ástæðan fyrir því að ég get haldið úti rekstri er stuðningur tveggja fyrirtækja við mig, Sjóvár og IKEA á Íslandi,“ útskýrir hún. Starfsfólk höfuðstöðva IKEA í Svíþjóð heyrði af uppátækinu á Íslandi. „Þeir komu til Íslands og vildu kynnast starfi mínu betur, urðu hrifin af hugmyndunum og aðferðafræðinni sem ég nota í kennslunni. Þeir buðu mér starf og nú hef ég unnið fyrir IKEA í rúm tvö ár. Það kom upp sú hugmynd að gera app fyrir foreldra sem byggir á námskeiðunum mínum. Nú er það tilbúið. Það kallast: Öruggara heimili. Í því má kanna mismunandi herbergi heimilisins og fá ráð um hvar er hægt að auka öryggið,“ segir Herdís frá. „Við munum prófa þetta fyrst á Íslandi en síðan verður appinu dreift út um allan heim ef vel gengur,“ segir Herdís frá og er ánægð með afraksturinn. „Ekki síst vegna þess hversu erfið staðan var þegar ríkið skar þjónustuna niður. Ég hefði ekki staðið í þessu nema fyrir þá staðreynd hversu glaðir og þakklátir foreldrar eru. Svo hefur þetta undið upp á sig. Höfuðstöðvarnar eru í Suður-Svíþjóð. Ég bý hins vegar enn á Íslandi og get unnið heima. Ég fer svo reglulega út. Þetta hefur verið algjört ævintýri sem hefur falið í sér samstarf við sérfræðinga um allan heim,“ segir Herdís frá.
IKEA Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira