Innflytjendur fá röng boð um kosningarétt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. apríl 2018 08:00 Skrifstofur Sjálfstæðisflokksins eru í Valhöll við Háaleitisbraut. Vísir/Pjetur Bresk kona, búsett í Reykjavík, fékk símtal frá Sjálfstæðisflokknum um helgina og var spurð hvort sonur hennar væri heima og hvort hann væri með íslenskt ríkisfang. Þegar hún óskaði skýringa á spurningunni var henni tjáð að það væru að koma borgarstjórnarkosningar og sonur hennar gæti ekki kosið nema hann væri íslenskur ríkisborgari. Breska konan sem vissi betur vakti athygli á þessu á spjallsvæði innflytjenda á Facebook þar sem nokkrar umræður spruttu um efnið. Ólíkt alþingiskosningum þar sem eingöngu ríkisborgarar hafa kosningarétt hafa innflytjendur rétt til að kjósa til sveitarstjórna hafi þeir búið á landinu um nokkurra ára skeið; þriggja ára ef um innflytjendur frá Norðurlöndunum er að ræða en fimm ára ef þeir koma annars staðar frá.Sabine Leskopf. Vísir/Stefán„Þarftu ekki að vera með íslenskan ríkisborgararétt til að hafa kosningarétt?“ spyr Sandra Hlíf Ocares, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, blaðamann Fréttablaðsins þegar hún er innt eftir svörum um hverju þetta sæti. „Við erum náttúrulega að hringja í kjörskrána og minna fólk á kosningarnar almennt,“ segir Sandra eftir að hafa kynnt sér málið en hún var nýkomin til Valhallar þegar Fréttablaðið hafði samband. Hún segir þá sem hringja fyrir flokkinn vera sjálfboðaliða og hún hafi nú brýnt fyrir þeim að spyrja ekki persónulegra spurninga. „Það eru mjög strangar reglur um þessar úthringingar og við höfum verið alveg skýr með þær. Þetta hafa bara verið byrjendamistök hjá einum sjálfboðaliðanum okkar,“ segir Sandra. Sabine Leskopf sem skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir mjög bagalegt að flokkarnir gefi villandi upplýsingar til þessa hóps enda mikilvægt að valdefla innflytjendur og koma réttum upplýsingum á framfæri um kosningarétt þeirra. „Ég hringdi í mjög mikið af innflytjendum fyrir kosningarnar 2014 og langflestir sem ég ræddi við bara nokkrum dögum fyrir kosningar höfðu ekki hugmynd um að þeir mættu kjósa,“ segir Sabine.Hverjir mega kjósa til sveitarstjórna?Íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag,Aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Bresk kona, búsett í Reykjavík, fékk símtal frá Sjálfstæðisflokknum um helgina og var spurð hvort sonur hennar væri heima og hvort hann væri með íslenskt ríkisfang. Þegar hún óskaði skýringa á spurningunni var henni tjáð að það væru að koma borgarstjórnarkosningar og sonur hennar gæti ekki kosið nema hann væri íslenskur ríkisborgari. Breska konan sem vissi betur vakti athygli á þessu á spjallsvæði innflytjenda á Facebook þar sem nokkrar umræður spruttu um efnið. Ólíkt alþingiskosningum þar sem eingöngu ríkisborgarar hafa kosningarétt hafa innflytjendur rétt til að kjósa til sveitarstjórna hafi þeir búið á landinu um nokkurra ára skeið; þriggja ára ef um innflytjendur frá Norðurlöndunum er að ræða en fimm ára ef þeir koma annars staðar frá.Sabine Leskopf. Vísir/Stefán„Þarftu ekki að vera með íslenskan ríkisborgararétt til að hafa kosningarétt?“ spyr Sandra Hlíf Ocares, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, blaðamann Fréttablaðsins þegar hún er innt eftir svörum um hverju þetta sæti. „Við erum náttúrulega að hringja í kjörskrána og minna fólk á kosningarnar almennt,“ segir Sandra eftir að hafa kynnt sér málið en hún var nýkomin til Valhallar þegar Fréttablaðið hafði samband. Hún segir þá sem hringja fyrir flokkinn vera sjálfboðaliða og hún hafi nú brýnt fyrir þeim að spyrja ekki persónulegra spurninga. „Það eru mjög strangar reglur um þessar úthringingar og við höfum verið alveg skýr með þær. Þetta hafa bara verið byrjendamistök hjá einum sjálfboðaliðanum okkar,“ segir Sandra. Sabine Leskopf sem skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir mjög bagalegt að flokkarnir gefi villandi upplýsingar til þessa hóps enda mikilvægt að valdefla innflytjendur og koma réttum upplýsingum á framfæri um kosningarétt þeirra. „Ég hringdi í mjög mikið af innflytjendum fyrir kosningarnar 2014 og langflestir sem ég ræddi við bara nokkrum dögum fyrir kosningar höfðu ekki hugmynd um að þeir mættu kjósa,“ segir Sabine.Hverjir mega kjósa til sveitarstjórna?Íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag,Aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira