Sport

Armstrong greiðir ríkinu 500 milljónir króna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fall Armstrong var hátt og síðust ár hafa verið erfið.
Fall Armstrong var hátt og síðust ár hafa verið erfið. vísir/getty
Hjólreiðakappinn fyrrverandi, Lance Armstrong, hefur náð sáttum í máli gegn yfirvöldum í Bandaríkjunum sem vildu fá mikla peninga frá Armstrong.

Hinn 46 ára gamli Armstrong er svindlari. Hann vann Tour de France sjö sinnum en allir titlarnir voru teknir af honum er upp komst að hann hefði verið á ólöglegum lyfjum.

Hann keppti fyrir Póstliðið í Bandaríkjunum en það var styrkt með opinberu fé. Því fór ríkið í mál við Armstrong fyrir svindl.

Málið átti að fara fyrir rétt þann 7. maí en Armstrong hefur nú samþykkt að greiða 502 milljónir króna til þess að ljúka málinu. Hann átti á hættu að fá á sig kröfu upp á 10 milljarða króna þannig að hann sleppur nokkuð vel miðað við það.

„Ég er feginn að hafa náð sáttum í þessu máli svo ég geti haldið áfram með líf mitt,“ sagði Armstrong.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×