Klukkan gæti slegið sitt síðasta slag Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. apríl 2018 12:00 Klukkan telur hversu lengi HSV hefur verið í efstu deild. Vísir/Getty Fótbolti Hamburger Sport-Verein, HSV, berst fyrir lífi sínu í Bundesliga, efstu deild Þýskalands, þessa dagana en liðið þarf á kraftaverki að halda á lokametrum deildarinnar. Á hverjum heimaleik hangir það yfir leikmönnum að þeir séu að leika fyrir félag sem hefur aldrei fallið úr deild þeirra bestu. Stoltir stuðningsmenn liðsins vitna í það afrek þar sem árangurinn er lítill innan sem utan vallar undanfarin ár en að sama skapi leggst þetta þungt á leikmenn liðsins í fallbaráttunni. Stærsti minnisvarðinn er klukka í horni Volksparkstadion, heimavallar liðsins, þar sem talið er upp á sekúndu hversu lengi liðið hefur dvalið í deild þeirra bestu. Sama klukka sést einnig framan á liðsrútu liðsins til að minna á forna frægð. Er það heiður sem ekkert annað lið í Þýskalandi getur státað af, ekki einu sinni stórveldin tvö. Dortmund féll niður úr deild þeirra bestu árið 1972 og Bayern München var ekki eitt af stofnliðunum en Bæjarar hafa verið í deildinni frá því þeir komu inn í hana 1965, tveimur árum eftir stofnun hennar.Stutt gullöld HSV Bundesliga-deildin var stofnuð árið 1964 en hún tók við af Oberliga þar sem Hamburg hafði átt góðu gengi að fagna. Var það gert til að sameina eina sterka deild yfir allt Vestur-Þýskaland í stað þess að lið kepptu innan héraða og úrslitakeppni væri meðal bestu liða hvers landshluta. Með markahrókinn Uwe Seeler fremstan í flokki vann HSV norðurriðilinn fimmtán sinnum á sextán árum og þýska Oberliga-titilinn í fyrsta og eina sinn vorið 1960. Það tók HSV sextán ár í Bundesliga að vinna fyrsta þýska meistaratitil sinn, árið 1979, en þá hófst stutt gullöld liðsins. Þrír meistaratitlar á fimm árum ásamt því að verða annað þýska liðið til að vinna Evrópukeppni meistaraliða vorið 1983. Bikarmeistaratitill vannst fjórum árum síðar, sá þriðji í sögu félagsins, en síðan þá hefur ekkert unnist.Slær klukkan loksins 12? Um helgina fer fram 31. umferð þýsku deildarinnar af 34 og þegar þetta er skrifað er Hamburg átta stigum frá liðunum í 15. og 16. sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir. Tekur liðið á móti Freiburg í dag og allt annað en sigur þýðir að HSV er svo gott sem fallið úr efstu deild eftir 54 ára dvöl. Takist Freiburg og Mainz að ná þremur stigum um helgina verður munurinn orðinn ellefu stig þegar þrjár umferðir verða eftir og örlög þeirra ráðin. Spurningin er svo hvort félagið láti fjarlægja klukkuna ef HSV fellur úr deild þeirra bestu og veiti liðinu andrými til að byggja upp að nýju í stað þess að burðast með sögu félagsins á bakinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Fótbolti Hamburger Sport-Verein, HSV, berst fyrir lífi sínu í Bundesliga, efstu deild Þýskalands, þessa dagana en liðið þarf á kraftaverki að halda á lokametrum deildarinnar. Á hverjum heimaleik hangir það yfir leikmönnum að þeir séu að leika fyrir félag sem hefur aldrei fallið úr deild þeirra bestu. Stoltir stuðningsmenn liðsins vitna í það afrek þar sem árangurinn er lítill innan sem utan vallar undanfarin ár en að sama skapi leggst þetta þungt á leikmenn liðsins í fallbaráttunni. Stærsti minnisvarðinn er klukka í horni Volksparkstadion, heimavallar liðsins, þar sem talið er upp á sekúndu hversu lengi liðið hefur dvalið í deild þeirra bestu. Sama klukka sést einnig framan á liðsrútu liðsins til að minna á forna frægð. Er það heiður sem ekkert annað lið í Þýskalandi getur státað af, ekki einu sinni stórveldin tvö. Dortmund féll niður úr deild þeirra bestu árið 1972 og Bayern München var ekki eitt af stofnliðunum en Bæjarar hafa verið í deildinni frá því þeir komu inn í hana 1965, tveimur árum eftir stofnun hennar.Stutt gullöld HSV Bundesliga-deildin var stofnuð árið 1964 en hún tók við af Oberliga þar sem Hamburg hafði átt góðu gengi að fagna. Var það gert til að sameina eina sterka deild yfir allt Vestur-Þýskaland í stað þess að lið kepptu innan héraða og úrslitakeppni væri meðal bestu liða hvers landshluta. Með markahrókinn Uwe Seeler fremstan í flokki vann HSV norðurriðilinn fimmtán sinnum á sextán árum og þýska Oberliga-titilinn í fyrsta og eina sinn vorið 1960. Það tók HSV sextán ár í Bundesliga að vinna fyrsta þýska meistaratitil sinn, árið 1979, en þá hófst stutt gullöld liðsins. Þrír meistaratitlar á fimm árum ásamt því að verða annað þýska liðið til að vinna Evrópukeppni meistaraliða vorið 1983. Bikarmeistaratitill vannst fjórum árum síðar, sá þriðji í sögu félagsins, en síðan þá hefur ekkert unnist.Slær klukkan loksins 12? Um helgina fer fram 31. umferð þýsku deildarinnar af 34 og þegar þetta er skrifað er Hamburg átta stigum frá liðunum í 15. og 16. sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir. Tekur liðið á móti Freiburg í dag og allt annað en sigur þýðir að HSV er svo gott sem fallið úr efstu deild eftir 54 ára dvöl. Takist Freiburg og Mainz að ná þremur stigum um helgina verður munurinn orðinn ellefu stig þegar þrjár umferðir verða eftir og örlög þeirra ráðin. Spurningin er svo hvort félagið láti fjarlægja klukkuna ef HSV fellur úr deild þeirra bestu og veiti liðinu andrými til að byggja upp að nýju í stað þess að burðast með sögu félagsins á bakinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira