Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Sunna Sæmundsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 22. apríl 2018 12:54 Rannveig Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Eldingar. Vísir/Stefán Á þriðjudag var greint frá því að Hvalur hf. í eigu Kristjáns Loftssonar ætli að hefja hvalveiðar á ný. Framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar hefur áhyggjur af því hvaða áhrif veiðarnar munu hafa á orðspor Íslands í alþjóðasamfélaginu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona Íslandsstofu, að stofnuninni væru þegar farnar að berast fyrirspurnir frá ferðamönnum vegna fyrirhugaðra veiða Hvals hf. á langreyð í sumar. Hefur utanríkisráðuneytið séð um að svara þessum fyrirspurnum. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segist einnig hafa fengið fyrirspurnir. „Það að Kristján hafi ákveðið að fara í langreyðarnar aftur, eftir tveggja ára hlé, það voru mikil vonbrigði og við erum strax farin að fá tölvupósta, um leið og það fréttist að langreyðaveiðarnar væru byrjaðar aftur. Ég held að fyrst við erum hvalaskoðunarfyrirtæki þá beinist kastljósið á okkur varðandi þetta,“ segir Rannveig. Hún segir að fólk hafi sent þeim tölvupóst bæði til þess að tilkynna að það ætli ekki að koma til landsins, en einnig segja sumir að þau muni koma hingað til þess að mótmæla hvalveiðunum. Þá sé erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif þetta muni hafa. „Maður veit auðvitað ekki hvað verður“, segir Rannveig. Í gegnum tíðina hafa hvalaskoðunarfyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar mótmælt hvalveiðum vegna áhrifa þeirra á greinina. Rannveig telur óvíst hvaða áhrif þessar veiðar munu hafa. „Hrefnuveiðarnar hafa auðvitað bein áhrif á ferðirnar okkar því það er verið að skjóta hrefnurnar út í flóa en við langreyðaveiðarnar valda okkur meiri áhyggjum í alþjóðasamfélaginu. Ég held að þetta hafi áhrif á Ísland yfir höfuð, á alþjóðavettvangi.“ Rannveig segir að alþjóðasamfélagið eigi erfitt með að skilja af hverju Íslendingar haldi hvalveiðum áfram. „Þetta er eitthvað sem var bara gert í gamla daga. Það er ekki mikill áhugi á hvalaafurðum í heiminum, það einskorðast sennilega við þrjú lönd.“ Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Á þriðjudag var greint frá því að Hvalur hf. í eigu Kristjáns Loftssonar ætli að hefja hvalveiðar á ný. Framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar hefur áhyggjur af því hvaða áhrif veiðarnar munu hafa á orðspor Íslands í alþjóðasamfélaginu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona Íslandsstofu, að stofnuninni væru þegar farnar að berast fyrirspurnir frá ferðamönnum vegna fyrirhugaðra veiða Hvals hf. á langreyð í sumar. Hefur utanríkisráðuneytið séð um að svara þessum fyrirspurnum. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segist einnig hafa fengið fyrirspurnir. „Það að Kristján hafi ákveðið að fara í langreyðarnar aftur, eftir tveggja ára hlé, það voru mikil vonbrigði og við erum strax farin að fá tölvupósta, um leið og það fréttist að langreyðaveiðarnar væru byrjaðar aftur. Ég held að fyrst við erum hvalaskoðunarfyrirtæki þá beinist kastljósið á okkur varðandi þetta,“ segir Rannveig. Hún segir að fólk hafi sent þeim tölvupóst bæði til þess að tilkynna að það ætli ekki að koma til landsins, en einnig segja sumir að þau muni koma hingað til þess að mótmæla hvalveiðunum. Þá sé erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif þetta muni hafa. „Maður veit auðvitað ekki hvað verður“, segir Rannveig. Í gegnum tíðina hafa hvalaskoðunarfyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar mótmælt hvalveiðum vegna áhrifa þeirra á greinina. Rannveig telur óvíst hvaða áhrif þessar veiðar munu hafa. „Hrefnuveiðarnar hafa auðvitað bein áhrif á ferðirnar okkar því það er verið að skjóta hrefnurnar út í flóa en við langreyðaveiðarnar valda okkur meiri áhyggjum í alþjóðasamfélaginu. Ég held að þetta hafi áhrif á Ísland yfir höfuð, á alþjóðavettvangi.“ Rannveig segir að alþjóðasamfélagið eigi erfitt með að skilja af hverju Íslendingar haldi hvalveiðum áfram. „Þetta er eitthvað sem var bara gert í gamla daga. Það er ekki mikill áhugi á hvalaafurðum í heiminum, það einskorðast sennilega við þrjú lönd.“
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45 Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Hvalur hf. stefnir á veiðar á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé. 17. apríl 2018 19:45
Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis. 19. apríl 2018 08:00
Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?