Leggur til áframhaldandi veggjöld í Hvalfjarðargöng til að greiða fyrir Sundabraut Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. apríl 2018 20:00 Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kynnti flokkurinn jafnframt niðurstöður skoðanakönnunar sem flokksmenn létu sjálfir gera. Þó flokkurinn bjóði aðeins fram í Reykjavík var fylgið bæði kannað á landsvísu, þar sem oddvitinn segir niðurstöður sýna um 8,1% fylgi og í borginni sjálfri þar sem fylgið mældist um 5,6 prósent að sögn flokksmanna. Loforðin á lista flokksins eru stór, en þar segir m.a. að finna skuli ný vatnsból og tryggja ekkert svifryk. „Ekkert svifryk, það er kannski svolítið sterkt til orða tekið. En við viljum að svifryk fari hér niður fyrir viðmiðunarmörk, eins og við miðum okkur við hér í þessari borg“ segir Björg Kristín Sigþórsdóttir, oddviti flokksins. Björg segir þó að strax verði gripið til aðgerða ef flokkurinn kemst til valda. „Við ætlum að byrja á að þrífa þessa borg. Við ætlum að fara hér í allar íbúðargötur, fyrir utan stofnanir og skóla, á leikvelli og svo munu stofnbrautir verða teknar í sérstaka gjörgæslu.“Rukkað í Hvalfjarðargöng til að fjármagna Sundabraut Þá eru meðal loforða að Kópavogsbær borgi fyrirhugaða brú milli Kársness og Fossvogs og að ráðist verði sem allra fyrst í byggingu Sundabrautar. Hvað fjármögnun varðar segir Björg þurfa að líta til fjölbreyttra lausna og forgangsraða, og nefnir m.a. að halda mætti áfram gjaldtöku í Hvalfjarðargöng til að fjármagna verkefnið. „Það mætti halda því áfram, að borga áfram í Hvalfjarðargöngin. Gæti það hjálpað okkur t.d. að borga að hluta til Sundabraut? Þetta eru bara svona hugmyndir sem við erum með, lausnamiðaðar hugmyndir“ segir Björg.Leggst gegn borgarlínu en vill umhverfisvænan strætó Björg leggst gegn fyrirhugaðri borgarlínu, sem hún telur verða alltof kostnaðarsama framkvæmd og vill í stað þess fjölga umhverfisvænum strætisvögnum sem gangi með stuttu millibili. Þetta er hins vegar ekki ólíkt þeirri útfærslu sem finna má á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir m.a. að borgarlínan verði hraðvagnakerfi strætisvagna sem aki á sérstökum akreinum og tíðni ferða nái 5-7 mínútum á annatíma.Hafið þið reiknað út hvað ykkar hugmyndir kosta?„Ég get allavega sagt þér að þær kosta ekki hundrað þúsund milljónir,“ segir Björg.Segir raunhæft að selja tíu þúsund íbúðir á 22-30 milljónir Stærsta loforðið er þó tvímælalaust bygging tíu þúsund nýrra íbúða í úthverfum Reykjavíkurborgar, sem seldar yrðu á 22 til 30 milljónir króna á núverandi verðlagi. „Við myndum bjóða þetta verkefni út. Við höfum rætt við sérfræðinga á þessu sviði og þetta er gerlegt.“En heldurðu að verktakar vilji ekki fá eitthvað fyrir sinn snúð?„Þeir munu fá fyrir sinn snúð, já, samkvæmt upplýsingum sem við höfum, við höfum rætt við verktaka í þessum geira og þetta er hægt,“ segir Björg að lokum. Hvalfjarðargöng Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kynnti flokkurinn jafnframt niðurstöður skoðanakönnunar sem flokksmenn létu sjálfir gera. Þó flokkurinn bjóði aðeins fram í Reykjavík var fylgið bæði kannað á landsvísu, þar sem oddvitinn segir niðurstöður sýna um 8,1% fylgi og í borginni sjálfri þar sem fylgið mældist um 5,6 prósent að sögn flokksmanna. Loforðin á lista flokksins eru stór, en þar segir m.a. að finna skuli ný vatnsból og tryggja ekkert svifryk. „Ekkert svifryk, það er kannski svolítið sterkt til orða tekið. En við viljum að svifryk fari hér niður fyrir viðmiðunarmörk, eins og við miðum okkur við hér í þessari borg“ segir Björg Kristín Sigþórsdóttir, oddviti flokksins. Björg segir þó að strax verði gripið til aðgerða ef flokkurinn kemst til valda. „Við ætlum að byrja á að þrífa þessa borg. Við ætlum að fara hér í allar íbúðargötur, fyrir utan stofnanir og skóla, á leikvelli og svo munu stofnbrautir verða teknar í sérstaka gjörgæslu.“Rukkað í Hvalfjarðargöng til að fjármagna Sundabraut Þá eru meðal loforða að Kópavogsbær borgi fyrirhugaða brú milli Kársness og Fossvogs og að ráðist verði sem allra fyrst í byggingu Sundabrautar. Hvað fjármögnun varðar segir Björg þurfa að líta til fjölbreyttra lausna og forgangsraða, og nefnir m.a. að halda mætti áfram gjaldtöku í Hvalfjarðargöng til að fjármagna verkefnið. „Það mætti halda því áfram, að borga áfram í Hvalfjarðargöngin. Gæti það hjálpað okkur t.d. að borga að hluta til Sundabraut? Þetta eru bara svona hugmyndir sem við erum með, lausnamiðaðar hugmyndir“ segir Björg.Leggst gegn borgarlínu en vill umhverfisvænan strætó Björg leggst gegn fyrirhugaðri borgarlínu, sem hún telur verða alltof kostnaðarsama framkvæmd og vill í stað þess fjölga umhverfisvænum strætisvögnum sem gangi með stuttu millibili. Þetta er hins vegar ekki ólíkt þeirri útfærslu sem finna má á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir m.a. að borgarlínan verði hraðvagnakerfi strætisvagna sem aki á sérstökum akreinum og tíðni ferða nái 5-7 mínútum á annatíma.Hafið þið reiknað út hvað ykkar hugmyndir kosta?„Ég get allavega sagt þér að þær kosta ekki hundrað þúsund milljónir,“ segir Björg.Segir raunhæft að selja tíu þúsund íbúðir á 22-30 milljónir Stærsta loforðið er þó tvímælalaust bygging tíu þúsund nýrra íbúða í úthverfum Reykjavíkurborgar, sem seldar yrðu á 22 til 30 milljónir króna á núverandi verðlagi. „Við myndum bjóða þetta verkefni út. Við höfum rætt við sérfræðinga á þessu sviði og þetta er gerlegt.“En heldurðu að verktakar vilji ekki fá eitthvað fyrir sinn snúð?„Þeir munu fá fyrir sinn snúð, já, samkvæmt upplýsingum sem við höfum, við höfum rætt við verktaka í þessum geira og þetta er hægt,“ segir Björg að lokum.
Hvalfjarðargöng Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira