Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Kortaþjónustan þurfti á hlutafjáraukningu að halda til að koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði sett í slitameðferð eða færi í gjaldþrot. Vísir/stefán Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. Hluthafafundur Kortaþjónustunnar samþykkti í janúar að veita stjórn fyrirtækisins heimild til þess að gefa út nýtt hlutafé fyrir ríflega 481 milljón króna að nafnverði til þess að efna áskriftarréttindi til handa félögunum Gikk, sem er í eigu Gunnars M. Gunnarssonar, fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs, og Ortak, sem er í eigu hjónanna Jóhannesar Inga Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Andreu Kristínar Jónsdóttur. Stjórnin getur nýtt umrædda heimild innan fimm ára í einu lagi eða hlutum, eins og segir í samþykktum Kortaþjónustunnar. Sem kunnugt er keypti fjárfestingabankinn Kvika og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í nóvember í fyrra. Var þá um það samið að fyrrverandi eigendur fyrirtækisins gætu mögulega, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, nýtt sér kauprétt seinna meir og eignast hlut í fyrirtækinu. Ef hlutafé færsluhirðingarfyrirtækisins verður aukið um 480 milljónir króna að nafnverði, líkt og kveðið er á um í heimild stjórnarinnar, gætu fyrrverandi eigendur þannig eignast 25 prósenta hlut í fyrirtækinu.Jóhannes Ingi Kolbeinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KortaþjónustunnarÞeir Jóhannes Ingi og Gunnar eru titlaðir sem sérstakir ráðgjafar Kortaþjónustunnar á vef fyrirtækisins. Eins og greint var frá í Markaðinum í janúar kom fram í kaupsamningi milli Kviku og Kortaþjónustunnar að með „hliðsjón af núverandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins“ hefði verið ákveðið að seljendur fengju eina krónu fyrir hlut sinn í félaginu. Samtímis kaupunum lögðu Kvika og fjárfestahópurinn Kortaþjónustunni einnig til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé, en fyrirtækið stóð, eins og kunnugt er, frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch í byrjun október á síðasta ári. Kortaþjónustan var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Í kaupsamningnum segir meðal annars að kaup og hlutafjáraukning fjárfestahópsins hafi verið nauðsynleg til að „koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði sett í slitameðferð eða lögþvingað gjaldþrot“. Eftir greiðslustöðvun Monarch hafi Kortaþjónustan fengið á sig endurgreiðslukröfur (e. chargebacks) sem námu „verulegum fjárhæðum“ og ollu fyrirtækinu „alvarlegum fjárhagslegum erfiðleikum“. Svo Kortaþjónustan gæti haldið áfram rekstri var því þörf á hlutafjáraukningu og eins samkomulagi við alþjóðlegu kortafyrirtækin Mastercard og Visa um áframhaldandi aðild að uppgjörskerfum þeirra. Fjárfestingafélagið Óskabein, sem er meðal annars stór hluthafi í VÍS, er næststærsti einstaki eigandi Kortaþjónustunnar, á eftir Kviku banka, með tíu prósenta hlut. Hlutur Kviku í fyrirtækinu nemur um 41 prósenti en á meðal annarra hluthafa er félagið Res Limited, sem er í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, með tæplega sex prósenta hlut og þá eiga bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, í gegnum eignarhaldsfélagið Frigus, liðlega fimm prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir Kortaþjónustuna ekki hafa stefnt í lausafjárvanda Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda. 4. nóvember 2017 07:00 Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. Hluthafafundur Kortaþjónustunnar samþykkti í janúar að veita stjórn fyrirtækisins heimild til þess að gefa út nýtt hlutafé fyrir ríflega 481 milljón króna að nafnverði til þess að efna áskriftarréttindi til handa félögunum Gikk, sem er í eigu Gunnars M. Gunnarssonar, fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs, og Ortak, sem er í eigu hjónanna Jóhannesar Inga Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Andreu Kristínar Jónsdóttur. Stjórnin getur nýtt umrædda heimild innan fimm ára í einu lagi eða hlutum, eins og segir í samþykktum Kortaþjónustunnar. Sem kunnugt er keypti fjárfestingabankinn Kvika og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í nóvember í fyrra. Var þá um það samið að fyrrverandi eigendur fyrirtækisins gætu mögulega, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, nýtt sér kauprétt seinna meir og eignast hlut í fyrirtækinu. Ef hlutafé færsluhirðingarfyrirtækisins verður aukið um 480 milljónir króna að nafnverði, líkt og kveðið er á um í heimild stjórnarinnar, gætu fyrrverandi eigendur þannig eignast 25 prósenta hlut í fyrirtækinu.Jóhannes Ingi Kolbeinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KortaþjónustunnarÞeir Jóhannes Ingi og Gunnar eru titlaðir sem sérstakir ráðgjafar Kortaþjónustunnar á vef fyrirtækisins. Eins og greint var frá í Markaðinum í janúar kom fram í kaupsamningi milli Kviku og Kortaþjónustunnar að með „hliðsjón af núverandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins“ hefði verið ákveðið að seljendur fengju eina krónu fyrir hlut sinn í félaginu. Samtímis kaupunum lögðu Kvika og fjárfestahópurinn Kortaþjónustunni einnig til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé, en fyrirtækið stóð, eins og kunnugt er, frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch í byrjun október á síðasta ári. Kortaþjónustan var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Í kaupsamningnum segir meðal annars að kaup og hlutafjáraukning fjárfestahópsins hafi verið nauðsynleg til að „koma í veg fyrir að fyrirtækið yrði sett í slitameðferð eða lögþvingað gjaldþrot“. Eftir greiðslustöðvun Monarch hafi Kortaþjónustan fengið á sig endurgreiðslukröfur (e. chargebacks) sem námu „verulegum fjárhæðum“ og ollu fyrirtækinu „alvarlegum fjárhagslegum erfiðleikum“. Svo Kortaþjónustan gæti haldið áfram rekstri var því þörf á hlutafjáraukningu og eins samkomulagi við alþjóðlegu kortafyrirtækin Mastercard og Visa um áframhaldandi aðild að uppgjörskerfum þeirra. Fjárfestingafélagið Óskabein, sem er meðal annars stór hluthafi í VÍS, er næststærsti einstaki eigandi Kortaþjónustunnar, á eftir Kviku banka, með tíu prósenta hlut. Hlutur Kviku í fyrirtækinu nemur um 41 prósenti en á meðal annarra hluthafa er félagið Res Limited, sem er í eigu Sigurðar Bollasonar fjárfestis, með tæplega sex prósenta hlut og þá eiga bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, í gegnum eignarhaldsfélagið Frigus, liðlega fimm prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir Kortaþjónustuna ekki hafa stefnt í lausafjárvanda Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda. 4. nóvember 2017 07:00 Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Segir Kortaþjónustuna ekki hafa stefnt í lausafjárvanda Risavaxið gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch Airlines leiddi til þess að félagið Kortaþjónustan var selt til Kviku og annarra fjárfesta. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en samkvæmt heimildum voru áhyggjur af því að gjaldþrotið gæti leitt til lausafjárvanda. 4. nóvember 2017 07:00
Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30