Adam er enn í Paradís Þórarinn Þórarinsson skrifar 26. apríl 2018 10:15 Adam er í styttra lagi, 72 mínútur, og þótt framvindan sé hæg leiðist manni aldrei enda fljótt byrjaður að finna til og gleðjast með Adam. Bíó Paradís er lítið en mikilvægt tannhjól í gangverki kvikmyndalífsins á Íslandi. Kvikmyndahúsið við Hverfisgötuna lýtur öðrum lögmálum en hin bíóhúsin í borginni. Notaleg kaffihúsastemningin í anddyrinu gerir heimsókn í Paradís að allt öðruvísi upplifun en í hefðbundnu kvikmyndahúsunum. Þá hafa sérsýningar á eldri myndum og alls konar uppákomur þeim tengdar fest sig í sessi og oft myndast skemmtileg stemning í kringum einstakar sýningar. Mikilvægi Bíós Paradísar er þó fyrst og fremst fólgið í því að þangað rata alls konar myndir, frá öllum heimshornum. Myndir sem annars yrðu aldrei sýndar á breiðtjaldi á landinu. Þessar myndir lúta sjaldnast markaðslögmálunum og geta hæglega farið fram hjá fólki. Þær eru lengi að spyrjast út og mannskapurinn er oft seinn að taka við sér þegar Hollywood-áran er ekki yfir myndunum. Kosturinn við Paradísarbíóið er sá að miðasalan er þolinmóð og sem betur fer fá myndir að lifa í sýningum þótt þær rúlli ekki alltaf fyrir fullum sal. Adam er ein þessara mynda. Hún gerist í listamannahverfinu Neukölln í Berlín og er á þýsku en þó má segja að um íslenska mynd sé að ræða og sem slík hefur hún ekki farið hátt. Adam er fyrsta kvikmynd Maríu Sólrúnar í ein fjórtán ár en hún hefur búið og starfað í Þýskalandi í rúm 30 ár. Hún skrifar handritið og leikstýrir. Sonur hennar, Magnús Maríuson, leikur titilhlutverkið og Magnea, dóttir hennar, og tengdasonurinn, Haraldur Þrastarson, sjá um tónlistina. Myndin segir frá Adam, heyrnarlausum, tvítugum strák sem býr einn í félagslegri íbúð eftir að móður hans, heilabilaðri af völdum alkóhólisma, er komið fyrir á stofnun. Hún var teknótónlistarkona og Adam kemst ekki síst í snertingu við hana, eins og hún var, með því að faðma hátalara, hækka tónlist mömmu í botn og finna bassann í rödd hennar sem að mestu er þögnuð. Áður en móðir hans hvarf inn í þoku heilabilunarinnar hafði hún látið soninn sverja þess eið að aðstoða hana við að deyja, frekar en að láta hana visna á stofnun. Einn og einangraður ákveður Adam að reyna að uppfylla ósk móður sinnar en á hann kemur hik þegar hann kynnist óléttri stúlku á Tinder. Myndin líður áfram í takti við þögnina sem ríkir í lífi Adams og lýsir ljúfsárum tilraunum hans til þess að tengja sig við umheiminn. Glímu við kerfið og skilningssljóan félagsráðgjafa og vendipunkturinn þegar lífsglöð og barnshafandi stúlkan kemur inn í líf hans. Og tekur honum eins og hann er.Mest mæðir á Magnúsi í hlutverki Adams. Leikstjórinn og handritshöfundurinn, móðir hans, þekkir greinilega sinn dreng og hann stendur svo sannarlega fyrir sínu. Adam lifir í þögn og Magnús tjáir tilfinningar hans og innri baráttu með andlitinu, augunum og látbragði, fum- og tilgerðarlaust. Það er ekki síst fyrir leik Magnúsar sem Adam nær fljótt tökum á áhorfandanum og hægt og bítandi læðist hann með fólkið í kringum sig að hjartarótum manns. Sorg og feigð svífa yfir sögu hans en vonin eflist með hverjum ramma. Adam er í styttra lagi, 72 mínútur, og þótt framvindan sé hæg leiðist manni aldrei enda fljótt byrjaður að finna til og gleðjast með Adam. Galdurinn við þessa lúmsku mynd, sem ristir mun dýpra en maður áttar sig á, er síðan fólginn í því að það er ekki fyrr en á lokamínútunum sem eitthvað smellur saman og maður gerir sér grein fyrir að maður var að horfa á eitthvað undursamlegt.Niðurstaða: Lítil, hugljúf og látlaus mynd sem ristir djúpt á mjúklegan og hlýjan hátt. Átakasaga ungs manns þar sem depurð og dauðinn svífa yfir vötnum en alltaf er von enda eru andstæðurnar líf og dauði merkingarlaus hvort án annars. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó Paradís er lítið en mikilvægt tannhjól í gangverki kvikmyndalífsins á Íslandi. Kvikmyndahúsið við Hverfisgötuna lýtur öðrum lögmálum en hin bíóhúsin í borginni. Notaleg kaffihúsastemningin í anddyrinu gerir heimsókn í Paradís að allt öðruvísi upplifun en í hefðbundnu kvikmyndahúsunum. Þá hafa sérsýningar á eldri myndum og alls konar uppákomur þeim tengdar fest sig í sessi og oft myndast skemmtileg stemning í kringum einstakar sýningar. Mikilvægi Bíós Paradísar er þó fyrst og fremst fólgið í því að þangað rata alls konar myndir, frá öllum heimshornum. Myndir sem annars yrðu aldrei sýndar á breiðtjaldi á landinu. Þessar myndir lúta sjaldnast markaðslögmálunum og geta hæglega farið fram hjá fólki. Þær eru lengi að spyrjast út og mannskapurinn er oft seinn að taka við sér þegar Hollywood-áran er ekki yfir myndunum. Kosturinn við Paradísarbíóið er sá að miðasalan er þolinmóð og sem betur fer fá myndir að lifa í sýningum þótt þær rúlli ekki alltaf fyrir fullum sal. Adam er ein þessara mynda. Hún gerist í listamannahverfinu Neukölln í Berlín og er á þýsku en þó má segja að um íslenska mynd sé að ræða og sem slík hefur hún ekki farið hátt. Adam er fyrsta kvikmynd Maríu Sólrúnar í ein fjórtán ár en hún hefur búið og starfað í Þýskalandi í rúm 30 ár. Hún skrifar handritið og leikstýrir. Sonur hennar, Magnús Maríuson, leikur titilhlutverkið og Magnea, dóttir hennar, og tengdasonurinn, Haraldur Þrastarson, sjá um tónlistina. Myndin segir frá Adam, heyrnarlausum, tvítugum strák sem býr einn í félagslegri íbúð eftir að móður hans, heilabilaðri af völdum alkóhólisma, er komið fyrir á stofnun. Hún var teknótónlistarkona og Adam kemst ekki síst í snertingu við hana, eins og hún var, með því að faðma hátalara, hækka tónlist mömmu í botn og finna bassann í rödd hennar sem að mestu er þögnuð. Áður en móðir hans hvarf inn í þoku heilabilunarinnar hafði hún látið soninn sverja þess eið að aðstoða hana við að deyja, frekar en að láta hana visna á stofnun. Einn og einangraður ákveður Adam að reyna að uppfylla ósk móður sinnar en á hann kemur hik þegar hann kynnist óléttri stúlku á Tinder. Myndin líður áfram í takti við þögnina sem ríkir í lífi Adams og lýsir ljúfsárum tilraunum hans til þess að tengja sig við umheiminn. Glímu við kerfið og skilningssljóan félagsráðgjafa og vendipunkturinn þegar lífsglöð og barnshafandi stúlkan kemur inn í líf hans. Og tekur honum eins og hann er.Mest mæðir á Magnúsi í hlutverki Adams. Leikstjórinn og handritshöfundurinn, móðir hans, þekkir greinilega sinn dreng og hann stendur svo sannarlega fyrir sínu. Adam lifir í þögn og Magnús tjáir tilfinningar hans og innri baráttu með andlitinu, augunum og látbragði, fum- og tilgerðarlaust. Það er ekki síst fyrir leik Magnúsar sem Adam nær fljótt tökum á áhorfandanum og hægt og bítandi læðist hann með fólkið í kringum sig að hjartarótum manns. Sorg og feigð svífa yfir sögu hans en vonin eflist með hverjum ramma. Adam er í styttra lagi, 72 mínútur, og þótt framvindan sé hæg leiðist manni aldrei enda fljótt byrjaður að finna til og gleðjast með Adam. Galdurinn við þessa lúmsku mynd, sem ristir mun dýpra en maður áttar sig á, er síðan fólginn í því að það er ekki fyrr en á lokamínútunum sem eitthvað smellur saman og maður gerir sér grein fyrir að maður var að horfa á eitthvað undursamlegt.Niðurstaða: Lítil, hugljúf og látlaus mynd sem ristir djúpt á mjúklegan og hlýjan hátt. Átakasaga ungs manns þar sem depurð og dauðinn svífa yfir vötnum en alltaf er von enda eru andstæðurnar líf og dauði merkingarlaus hvort án annars.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira