Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 12:48 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra. vísir/eyþór Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Næsti samningafundur hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi klukkan 15. Boðað hefur verið til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem meðal annars verður kynnt fyrir félagsmönnum umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar. Ljósmæður á heilsugæslum veittu umboðið á milli samningafunda að sögn Katrínar. Slíkt verkfall myndi setja mæðravernd í landinu í uppnám en Katrín segir enga ákvörðun liggja fyrir um það hvort boðað verði til verkfalls. Það verði rætt á félagsfundinum í kvöld hver vilji ljósmæðra sé auk þess sem staðan í kjaraviðræðunum eftir fundinn í dag verði kynnt félagsmönnum. Katrín segir að engar stórar fréttir hafi komið fram á samningafundinum í morgun. Ljósmæður hafi hins vegar átt mjög gott samtal vð samninganefndina sem þær hafi saknað hingað til í viðræðunum.Kallar eftir viðbrögðum frá Katrínu og Bjarna „En það er ekkert að koma frá samninganefndinni og ríkisstjórninni, ekkert tilboð eða neitt slíkt,“ segir Katrín og bætir við að samninganefndin hafi sagt að hún hafi ekki umboð til að semja við ljósmæður umfram það sem aðrir innan BHM hafa fengið. Aðspurð hvort að ljósmæður þurfi ekki einfaldlega að draga úr kröfum sínum segir Katrín svo ekki vera. Hún segir kröfur þeirra hófstilltar og sanngjarnar og ekki umfram launaþróun hjá öðrum. Þá kannast Katrín ekki við að ljósmæður séu að fara fram á 200 þúsund króna launahækkun eins og hún segir að nefnt hafi verið í umræðunni. Katrín segir að á fundinum í kvöld verði púlsinn tekinn á félagsmönnum. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og kynna það fyrir öllum félagsmönnum að þetta umboð til að boða til verkfalls sé fyrir hendi. Við viljum taka púlsinn á hver er vilji félagsmanna.“ Katrín segist finna fyrir vaxandi reiði og gremju innan raða ljósmæðra. Hún kallar eftir viðbrögðum frá ráðamönnum og nefnir sérstaklega Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. „Manni langar mest bara að standa uppi á steini og hrópa og kalla eftir viðbrögðum frá þessum ráðherrum sem bera ábyrgð. Nú hefur maður ekkert heyrt, ekki bofs, hvorki frá Bjarna né Katrínu, ekkert. En ástandið er alvarlegt og verður enn alvarlegra.“ Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélagsins bjartsýn fyrir samningafund Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í dag en kjaradeila ljósmæðra og ríkis er enn óleyst. 26. apríl 2018 08:47 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Næsti samningafundur hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi klukkan 15. Boðað hefur verið til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem meðal annars verður kynnt fyrir félagsmönnum umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar. Ljósmæður á heilsugæslum veittu umboðið á milli samningafunda að sögn Katrínar. Slíkt verkfall myndi setja mæðravernd í landinu í uppnám en Katrín segir enga ákvörðun liggja fyrir um það hvort boðað verði til verkfalls. Það verði rætt á félagsfundinum í kvöld hver vilji ljósmæðra sé auk þess sem staðan í kjaraviðræðunum eftir fundinn í dag verði kynnt félagsmönnum. Katrín segir að engar stórar fréttir hafi komið fram á samningafundinum í morgun. Ljósmæður hafi hins vegar átt mjög gott samtal vð samninganefndina sem þær hafi saknað hingað til í viðræðunum.Kallar eftir viðbrögðum frá Katrínu og Bjarna „En það er ekkert að koma frá samninganefndinni og ríkisstjórninni, ekkert tilboð eða neitt slíkt,“ segir Katrín og bætir við að samninganefndin hafi sagt að hún hafi ekki umboð til að semja við ljósmæður umfram það sem aðrir innan BHM hafa fengið. Aðspurð hvort að ljósmæður þurfi ekki einfaldlega að draga úr kröfum sínum segir Katrín svo ekki vera. Hún segir kröfur þeirra hófstilltar og sanngjarnar og ekki umfram launaþróun hjá öðrum. Þá kannast Katrín ekki við að ljósmæður séu að fara fram á 200 þúsund króna launahækkun eins og hún segir að nefnt hafi verið í umræðunni. Katrín segir að á fundinum í kvöld verði púlsinn tekinn á félagsmönnum. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og kynna það fyrir öllum félagsmönnum að þetta umboð til að boða til verkfalls sé fyrir hendi. Við viljum taka púlsinn á hver er vilji félagsmanna.“ Katrín segist finna fyrir vaxandi reiði og gremju innan raða ljósmæðra. Hún kallar eftir viðbrögðum frá ráðamönnum og nefnir sérstaklega Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. „Manni langar mest bara að standa uppi á steini og hrópa og kalla eftir viðbrögðum frá þessum ráðherrum sem bera ábyrgð. Nú hefur maður ekkert heyrt, ekki bofs, hvorki frá Bjarna né Katrínu, ekkert. En ástandið er alvarlegt og verður enn alvarlegra.“
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélagsins bjartsýn fyrir samningafund Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í dag en kjaradeila ljósmæðra og ríkis er enn óleyst. 26. apríl 2018 08:47 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Formaður Ljósmæðrafélagsins bjartsýn fyrir samningafund Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í dag en kjaradeila ljósmæðra og ríkis er enn óleyst. 26. apríl 2018 08:47