Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 12:48 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra. vísir/eyþór Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Næsti samningafundur hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi klukkan 15. Boðað hefur verið til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem meðal annars verður kynnt fyrir félagsmönnum umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar. Ljósmæður á heilsugæslum veittu umboðið á milli samningafunda að sögn Katrínar. Slíkt verkfall myndi setja mæðravernd í landinu í uppnám en Katrín segir enga ákvörðun liggja fyrir um það hvort boðað verði til verkfalls. Það verði rætt á félagsfundinum í kvöld hver vilji ljósmæðra sé auk þess sem staðan í kjaraviðræðunum eftir fundinn í dag verði kynnt félagsmönnum. Katrín segir að engar stórar fréttir hafi komið fram á samningafundinum í morgun. Ljósmæður hafi hins vegar átt mjög gott samtal vð samninganefndina sem þær hafi saknað hingað til í viðræðunum.Kallar eftir viðbrögðum frá Katrínu og Bjarna „En það er ekkert að koma frá samninganefndinni og ríkisstjórninni, ekkert tilboð eða neitt slíkt,“ segir Katrín og bætir við að samninganefndin hafi sagt að hún hafi ekki umboð til að semja við ljósmæður umfram það sem aðrir innan BHM hafa fengið. Aðspurð hvort að ljósmæður þurfi ekki einfaldlega að draga úr kröfum sínum segir Katrín svo ekki vera. Hún segir kröfur þeirra hófstilltar og sanngjarnar og ekki umfram launaþróun hjá öðrum. Þá kannast Katrín ekki við að ljósmæður séu að fara fram á 200 þúsund króna launahækkun eins og hún segir að nefnt hafi verið í umræðunni. Katrín segir að á fundinum í kvöld verði púlsinn tekinn á félagsmönnum. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og kynna það fyrir öllum félagsmönnum að þetta umboð til að boða til verkfalls sé fyrir hendi. Við viljum taka púlsinn á hver er vilji félagsmanna.“ Katrín segist finna fyrir vaxandi reiði og gremju innan raða ljósmæðra. Hún kallar eftir viðbrögðum frá ráðamönnum og nefnir sérstaklega Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. „Manni langar mest bara að standa uppi á steini og hrópa og kalla eftir viðbrögðum frá þessum ráðherrum sem bera ábyrgð. Nú hefur maður ekkert heyrt, ekki bofs, hvorki frá Bjarna né Katrínu, ekkert. En ástandið er alvarlegt og verður enn alvarlegra.“ Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélagsins bjartsýn fyrir samningafund Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í dag en kjaradeila ljósmæðra og ríkis er enn óleyst. 26. apríl 2018 08:47 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira
Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Næsti samningafundur hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi klukkan 15. Boðað hefur verið til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem meðal annars verður kynnt fyrir félagsmönnum umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar. Ljósmæður á heilsugæslum veittu umboðið á milli samningafunda að sögn Katrínar. Slíkt verkfall myndi setja mæðravernd í landinu í uppnám en Katrín segir enga ákvörðun liggja fyrir um það hvort boðað verði til verkfalls. Það verði rætt á félagsfundinum í kvöld hver vilji ljósmæðra sé auk þess sem staðan í kjaraviðræðunum eftir fundinn í dag verði kynnt félagsmönnum. Katrín segir að engar stórar fréttir hafi komið fram á samningafundinum í morgun. Ljósmæður hafi hins vegar átt mjög gott samtal vð samninganefndina sem þær hafi saknað hingað til í viðræðunum.Kallar eftir viðbrögðum frá Katrínu og Bjarna „En það er ekkert að koma frá samninganefndinni og ríkisstjórninni, ekkert tilboð eða neitt slíkt,“ segir Katrín og bætir við að samninganefndin hafi sagt að hún hafi ekki umboð til að semja við ljósmæður umfram það sem aðrir innan BHM hafa fengið. Aðspurð hvort að ljósmæður þurfi ekki einfaldlega að draga úr kröfum sínum segir Katrín svo ekki vera. Hún segir kröfur þeirra hófstilltar og sanngjarnar og ekki umfram launaþróun hjá öðrum. Þá kannast Katrín ekki við að ljósmæður séu að fara fram á 200 þúsund króna launahækkun eins og hún segir að nefnt hafi verið í umræðunni. Katrín segir að á fundinum í kvöld verði púlsinn tekinn á félagsmönnum. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og kynna það fyrir öllum félagsmönnum að þetta umboð til að boða til verkfalls sé fyrir hendi. Við viljum taka púlsinn á hver er vilji félagsmanna.“ Katrín segist finna fyrir vaxandi reiði og gremju innan raða ljósmæðra. Hún kallar eftir viðbrögðum frá ráðamönnum og nefnir sérstaklega Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. „Manni langar mest bara að standa uppi á steini og hrópa og kalla eftir viðbrögðum frá þessum ráðherrum sem bera ábyrgð. Nú hefur maður ekkert heyrt, ekki bofs, hvorki frá Bjarna né Katrínu, ekkert. En ástandið er alvarlegt og verður enn alvarlegra.“
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélagsins bjartsýn fyrir samningafund Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í dag en kjaradeila ljósmæðra og ríkis er enn óleyst. 26. apríl 2018 08:47 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira
Formaður Ljósmæðrafélagsins bjartsýn fyrir samningafund Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í dag en kjaradeila ljósmæðra og ríkis er enn óleyst. 26. apríl 2018 08:47