Fótbolti

Liverpool boðar fund vegna öryggismála í Róm

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stuðningsmenn Liverpool voru ekki beint til fyrirmyndar þegar þeir mættu Manchester City í 8-liða úrslitunum.
Stuðningsmenn Liverpool voru ekki beint til fyrirmyndar þegar þeir mættu Manchester City í 8-liða úrslitunum. vísir/getty
Liverpool hefur beðið forráðamenn Roma, lögregluna í Róm og fulltrúa evrópska knattspyrnusambandsins UEFA um áríðandi fund vegna öryggismála.

Um fimm þúsund stuðningsmanna enska liðsins hafa keypt sér miða á seinni leik liðanna tveggja í Róm í næstu viku en þar er Liverpool í kjörstöðu með að tryggja sér í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í áratug eftir 5-2 sigur í fyrri leiknum á Anfield í vikunni.

Forráðamenn Liverpool eru enn að bíða eftir svörum frá stjórnvöldum í Ítalíu vegna nokkurra öryggisatriða og hafa því kallað til fundarins þar sem áhyggjur af öryggi stuðningsmanna þeirra fara vaxandi.

Það hvenær stuðningsmenn fá að fara inn á völlinn og hvort taka megi töskur með sér er meðal þess sem félaginu vantar upplýsingar um, sem og hvaða hverfi borgarinnar ætti að forðast og hvaða leið sé öruggust til og frá vellinum.

Einn stuðningsmaður Liverpool liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að ráðist var á hann fyrir utan Anfield á þriðjudag. Tveir stuðningsmenn Roma hafa verið ákærðir vegna málsins.


Tengdar fréttir

Í lífshættu eftir árás stuðningsmanna Roma

Karlmaður á sextugsaldri liggur þungt haldinn eftir að ráðist var á hann fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool sem mætti Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×