Breytt mynd Skálmaldar í Bretlandstúr Benedikt Bóas skrifar 27. apríl 2018 05:57 Skálmöld í öllu sínu veldi en nú vantar tvo í túrinn, þá Gunna Ben og Baldur. Helga er búin að leysa Gunnar af hólmi tvisvar áður en þetta er fyrsti túr Einars. Við fengum hugmyndina um að fá Einar á miklum neyðarfundi þegar í ljós kom að Baldur og frú ættu von á sér og hann sagði nánast já áður en við spurðum hann,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassafantur Skálmaldar, en hljómsveitin er nú stödd í Bretlandi þar sem hún mun troða upp á fimm tónleikum á fimm dögum. Hljómsveitin kom fram á The Fiddlers í Bristol í gær, heldur svo til Manchester í dag og verður í Dublin á morgun. Einar er einn fremsti gítar leikari landsins og getur brugðið sér í hvaða líki sem er á sviðinu. Og nú er komið að því að reima á sig metalskóna. „Ég sagði já strax og ég var spurður. Þurfti nánast ekkert að hugsa mig um. Þetta verður stuð og mig hefur lengi langað til að spila þungarokk aftur enda hljómar það dásamlega í mínum eyrum, það var mín fyrsta ást – mín eina í svo langan tíma,“ segir Einar fullur tilhlökkunar. „Þegar maður kynntist þessum ofsalegu böndum sem gáfu út nýjar plötur á sínum tíma, Iron Maiden, Judas Priest, Dio, Metallica, át ég þetta allt upp. Á tímabili var ekkert nógu þungt fyrir mig. Mér fannst Slayer meira að segja vera of léttir,“ segir Einar. Skálmeldingar eftir lokaæfingu fyrir túrinn til Bretlands. Frá v.: Björgvin, Snæbjörn, Einar, Jón Geir, Helga og Þráinn Árni.Snæbjörn segir að það sé erfitt að fara í þungarokksskó Baldurs, þeir séu ansi stórir. „Ef einhver getur það þá er það Einar. Við ákváðum að athuga hvort hann væri laus eða hvort hann hefði hug á að gera þetta og náðum varla að spyrja áður en hann var búinn að segja já.“ Skálmöld er nýbúin að taka upp plötu en Snæbjörn segir að engin ný lög verði á rokkmatseðlinum í Bretlandi. „Sú plata kemur í september vonandi og við trúlega tísum smá með Sinfóníuhljómsveitinni en þar fyrir utan þá verður ekkert.“Tónleikar SkálmaldarManchesterRebellion 7. aprílDublinVoodoo Lounge 8. aprílBelfastLimelight 29. aprílGlasgowAudio 30. aprílNottinghamRescue Room 1. maí Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Helga er búin að leysa Gunnar af hólmi tvisvar áður en þetta er fyrsti túr Einars. Við fengum hugmyndina um að fá Einar á miklum neyðarfundi þegar í ljós kom að Baldur og frú ættu von á sér og hann sagði nánast já áður en við spurðum hann,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassafantur Skálmaldar, en hljómsveitin er nú stödd í Bretlandi þar sem hún mun troða upp á fimm tónleikum á fimm dögum. Hljómsveitin kom fram á The Fiddlers í Bristol í gær, heldur svo til Manchester í dag og verður í Dublin á morgun. Einar er einn fremsti gítar leikari landsins og getur brugðið sér í hvaða líki sem er á sviðinu. Og nú er komið að því að reima á sig metalskóna. „Ég sagði já strax og ég var spurður. Þurfti nánast ekkert að hugsa mig um. Þetta verður stuð og mig hefur lengi langað til að spila þungarokk aftur enda hljómar það dásamlega í mínum eyrum, það var mín fyrsta ást – mín eina í svo langan tíma,“ segir Einar fullur tilhlökkunar. „Þegar maður kynntist þessum ofsalegu böndum sem gáfu út nýjar plötur á sínum tíma, Iron Maiden, Judas Priest, Dio, Metallica, át ég þetta allt upp. Á tímabili var ekkert nógu þungt fyrir mig. Mér fannst Slayer meira að segja vera of léttir,“ segir Einar. Skálmeldingar eftir lokaæfingu fyrir túrinn til Bretlands. Frá v.: Björgvin, Snæbjörn, Einar, Jón Geir, Helga og Þráinn Árni.Snæbjörn segir að það sé erfitt að fara í þungarokksskó Baldurs, þeir séu ansi stórir. „Ef einhver getur það þá er það Einar. Við ákváðum að athuga hvort hann væri laus eða hvort hann hefði hug á að gera þetta og náðum varla að spyrja áður en hann var búinn að segja já.“ Skálmöld er nýbúin að taka upp plötu en Snæbjörn segir að engin ný lög verði á rokkmatseðlinum í Bretlandi. „Sú plata kemur í september vonandi og við trúlega tísum smá með Sinfóníuhljómsveitinni en þar fyrir utan þá verður ekkert.“Tónleikar SkálmaldarManchesterRebellion 7. aprílDublinVoodoo Lounge 8. aprílBelfastLimelight 29. aprílGlasgowAudio 30. aprílNottinghamRescue Room 1. maí
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4. apríl 2018 06:00