ESB bannar algengasta skordýraeitur í heimi Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2018 12:15 Býflugur er sérlega mikilvægar vistkerfinu. Þeim er talin stafa ógn af neónikótínoíðefnum. Vísir/AFP Bannað verður að nota algengasta skordýraeitur í heimi utandyra innan ríkja Evrópusambandsins frá árslokum. Ástæðan er alvarlegur skaði sem eitrið veldur býflugum sem eru nauðsynlegar til að fræva plöntur. Eitrið hefur aðeins verið flutt inn í litlu magni á Íslandi. Neónikótínoíð, sem er taugaeitur, hefur verið tengt við ýmis konar kvilla í býflugum, þar á meðal minnistap og fækkun drottninga. Á sumum svæðum hefur býflugnastofninn hrunið og hafa sérfræðingar varað við vistfræðilegum hamförum af þeim sökum. Aðildarríki ESB samþykktu í dag að banna þrjár tegundir neónikótínoíða utandyra. Aðeins verður leyfilegt að nota efnin í gróðurhúsum þegar bannið tekur gildi við árslok, að sögn The Guardian. Áður hafði notkun efnanna verið bönnuð innan ESB á plöntur sem laða að sér býflugur eins og repju árið 2013. Samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar hefur skordýraeyðir sem inniheldur virka efnið imídaklópríð verið fluttur inn og notaður hér á landi en þó ekki í miklu magni. Árið 2016 hafi þannig 1,7 kíló virka efninu verið sett á markað hér á landi. Sá skordýraeyðir sé bundinn þeim skilyrðum að varan sé eingöngu til notkunar í gróðurhúsum.Hefur fundist í hunangi Bann ESB nú byggir meðal annars á vísindaskýrslu sambandsins frá því í febrúar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að eitrið mengaði jarðveg og vatn þegar það er notað utandyra. Þannig berist það í villt blóm og nytjaplöntur. Neónikótínoíð hafa meðal annars fundist í hunangi. Býflugur fræva þrjár af hverjum fjórum nytjaplöntum og leika þannig lykilhlutverk í matvælaframleiðslu heimsins. Hrun í býflugnastofninum hefur verið skýrt með sjúkdómum, taps búsvæða og víðtækrar notkunar á skordýraeitri sem inniheldur neónikótínoíðefni.Uppfært 14:24 Upplýsingum Umhverfisstofnunar um notkun neónikótínoíðs á Ísland var bætt við fréttina. Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir ESB ætlar að banna eitt algengasta skordýraeitur heims til að vernda býflugur Niðurstaða vísindaskýrslu ESB er að notkun eitursins hafi alltaf einhver mjög hættuleg áhrif á býflugurnar. 2. mars 2018 10:52 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
Bannað verður að nota algengasta skordýraeitur í heimi utandyra innan ríkja Evrópusambandsins frá árslokum. Ástæðan er alvarlegur skaði sem eitrið veldur býflugum sem eru nauðsynlegar til að fræva plöntur. Eitrið hefur aðeins verið flutt inn í litlu magni á Íslandi. Neónikótínoíð, sem er taugaeitur, hefur verið tengt við ýmis konar kvilla í býflugum, þar á meðal minnistap og fækkun drottninga. Á sumum svæðum hefur býflugnastofninn hrunið og hafa sérfræðingar varað við vistfræðilegum hamförum af þeim sökum. Aðildarríki ESB samþykktu í dag að banna þrjár tegundir neónikótínoíða utandyra. Aðeins verður leyfilegt að nota efnin í gróðurhúsum þegar bannið tekur gildi við árslok, að sögn The Guardian. Áður hafði notkun efnanna verið bönnuð innan ESB á plöntur sem laða að sér býflugur eins og repju árið 2013. Samkvæmt upplýsingum Umhverfisstofnunar hefur skordýraeyðir sem inniheldur virka efnið imídaklópríð verið fluttur inn og notaður hér á landi en þó ekki í miklu magni. Árið 2016 hafi þannig 1,7 kíló virka efninu verið sett á markað hér á landi. Sá skordýraeyðir sé bundinn þeim skilyrðum að varan sé eingöngu til notkunar í gróðurhúsum.Hefur fundist í hunangi Bann ESB nú byggir meðal annars á vísindaskýrslu sambandsins frá því í febrúar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að eitrið mengaði jarðveg og vatn þegar það er notað utandyra. Þannig berist það í villt blóm og nytjaplöntur. Neónikótínoíð hafa meðal annars fundist í hunangi. Býflugur fræva þrjár af hverjum fjórum nytjaplöntum og leika þannig lykilhlutverk í matvælaframleiðslu heimsins. Hrun í býflugnastofninum hefur verið skýrt með sjúkdómum, taps búsvæða og víðtækrar notkunar á skordýraeitri sem inniheldur neónikótínoíðefni.Uppfært 14:24 Upplýsingum Umhverfisstofnunar um notkun neónikótínoíðs á Ísland var bætt við fréttina.
Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir ESB ætlar að banna eitt algengasta skordýraeitur heims til að vernda býflugur Niðurstaða vísindaskýrslu ESB er að notkun eitursins hafi alltaf einhver mjög hættuleg áhrif á býflugurnar. 2. mars 2018 10:52 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Fleiri fréttir Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Sjá meira
ESB ætlar að banna eitt algengasta skordýraeitur heims til að vernda býflugur Niðurstaða vísindaskýrslu ESB er að notkun eitursins hafi alltaf einhver mjög hættuleg áhrif á býflugurnar. 2. mars 2018 10:52