Vill hraðamyndavélar við alla grunn- og leikskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 27. apríl 2018 19:42 Auknar kröfur og snjallsímabann í grunnskólum, flugvöllurinn í Vatnsmýri og hraðamyndavélar í nágrenni skóla, er meðal þess sem framboðið Borgin okkar - Reykjavík ætlar að leggja áherslu á í komandi sveitastjórnarkosningum. Oddviti flokksins telur raunhæft að ná tveimur til þremur mönnum inn. Það er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sem leiðir listann, en hún kynnti helstu stefnumál framboðsins á heimili sínu í dag. Annað sæti listans vermir Edith Alvarsdóttir þáttagerðarmaður og Jóhannes Ómar Sigurðsson er í því þriðja. Það er einkum þrennt sem framboðið hyggst leggja áherslu á og vega menntamálin hvað þyngst að sögn Sveinbjargar en hún vill að gerðar séu meiri kröfur til nemenda um ákveðna grunnþekkingu. „Þar tengist inn í snjallsímabannið sem að ég hef mælt fyrir í borgarstjórn og stend algjörlega föstum fótum á. Ég vil enga farsíma í grunnskólum.“ Þá mun framboðið berjast fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri og ráðast í átak í umferðaröryggismálum. „Við viljum setja upp hraðaksturmyndavélar við alla grunn- og leikskóla í borginni í samráði við lögregluna.“ Sveinbjörg var borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina en hún sagði skilið við flokkinn í fyrra. Aðspurð segir hún augljósa ástæðu fyrir því hvers vegna hún ákvað að stofna nýtt framboð. „Ég hef unnið í minnihluta í borgarstjórn í öflugri stjórnarandstöðu og það er vinna sem ég legg til grundvallar í þessari kosningabaráttu. Hin framboðin, bæði Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, eru reynslulaus.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið "Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Moskumálið virðist líklega ástæða. 23. apríl 2018 13:18 Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Auknar kröfur og snjallsímabann í grunnskólum, flugvöllurinn í Vatnsmýri og hraðamyndavélar í nágrenni skóla, er meðal þess sem framboðið Borgin okkar - Reykjavík ætlar að leggja áherslu á í komandi sveitastjórnarkosningum. Oddviti flokksins telur raunhæft að ná tveimur til þremur mönnum inn. Það er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sem leiðir listann, en hún kynnti helstu stefnumál framboðsins á heimili sínu í dag. Annað sæti listans vermir Edith Alvarsdóttir þáttagerðarmaður og Jóhannes Ómar Sigurðsson er í því þriðja. Það er einkum þrennt sem framboðið hyggst leggja áherslu á og vega menntamálin hvað þyngst að sögn Sveinbjargar en hún vill að gerðar séu meiri kröfur til nemenda um ákveðna grunnþekkingu. „Þar tengist inn í snjallsímabannið sem að ég hef mælt fyrir í borgarstjórn og stend algjörlega föstum fótum á. Ég vil enga farsíma í grunnskólum.“ Þá mun framboðið berjast fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýri og ráðast í átak í umferðaröryggismálum. „Við viljum setja upp hraðaksturmyndavélar við alla grunn- og leikskóla í borginni í samráði við lögregluna.“ Sveinbjörg var borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina en hún sagði skilið við flokkinn í fyrra. Aðspurð segir hún augljósa ástæðu fyrir því hvers vegna hún ákvað að stofna nýtt framboð. „Ég hef unnið í minnihluta í borgarstjórn í öflugri stjórnarandstöðu og það er vinna sem ég legg til grundvallar í þessari kosningabaráttu. Hin framboðin, bæði Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, eru reynslulaus.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið "Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Moskumálið virðist líklega ástæða. 23. apríl 2018 13:18 Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Emmsjé Gauti vill ekki tengjast Sveinbjörgu vegna stjórnmálasögu hennar Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti segir að aldrei hafi komið til grein að leyfa Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur að nota lagið "Reykjavík er okkar“ til kynningar á framboði sínu í borginni. Moskumálið virðist líklega ástæða. 23. apríl 2018 13:18
Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. 26. apríl 2018 19:30