Einbeitingin á okkur sjálfum Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2018 08:30 Íslensku stelpurnar vilja komast á annað stórmót. Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur áfram vegferð sinni í átt að því að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti í sögunni þegar liðið mætir Færeyjum í undankeppni mótsins á Þórsvelli í Gundadal í Þórshöfn í Færeyjum. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir að rúm sé til þess að bæta spilamennsku liðsins frá sigrinum gegn Slóveníu í síðustu umferð undankeppninnar. „Ég geri miklar kröfur til liðsins og ég og leikmenn liðsins vorum sammála um það, eftir að hafa horft á leikinn gegn Slóveníu saman, að við getum gert mun betur. Við erum að einblína á sjálf okkur í undirbúningi fyrir þennan leik, það er að hver og einn leikmaður skili eins góðri frammistöðu og mögulegt er. Ef það gerist þá fáum við jákvæð úrslit og getum gengið sátt frá borði,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið.Breytingar á byrjunarliðinu „Það eru allir leikmenn liðsins klárir í slaginn. Við munum gera nokkrar breytingar á byrjunarliði liðsins frá leiknum gegn Slóveníu, en það er hvorki vegna frammistöðu leikmanna né taktískar breytingar. Þetta eru breytingar sem eru gerðar þar sem við förum með aðrar áherslur inn í þennan leik en í leikinn gegn Slóveníu. Það verður lögð áhersla á það að nýta breidd vallarins og finna stöðuna maður á mann eins oft og auðið er í þessum leik,“ sagði Freyr um liðsskipan í leiknum í dag. Ísland mætti Færeyjum í fyrri leik liðanna í undankeppninni á Laugardalsvellinum um miðjan september á síðasta ári. Einstefna var að marki færeyska liðsins í þeim leik og loktatölurnar urðu 8-0 Íslandi í vil. Elín Metta Jensen, Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoruðu tvö mörk hver í þeim leik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir sitt markið hvor. Búast má við því að svipuð leikmynd verði uppi á teningnum í leik liðanna í dag. „Markatala gæti skipt máli, en við erum ekki að velta því fyrir okkur á þessum tímapunkti. Við höfum markatöluna bak við eyrað. Við reynum að skora eins mikið og við getum, en við berum virðingu fyrir andstæðingum og því verkefni sem við erum að fara út í,“ sagði Freyr aðspurður um það hvernig hann hygðist nálgast leikinn í dag.Barátta við Þjóðverja fram undan Ísland er í öðru sæti riðilsins með 10 stig fyrir leikinn gegn Færeyjum, en íslenska liðið er taplaust eftir að hafa leikið fjóra leiki í undankeppninni. Þýskaland, sem trónir á toppi riðilsins með 12 stig eftir fimm leiki, mætir Slóveníu í dag. Eina tap þýska liðsins í undankeppninni er 3-2 tap liðsins fyrir Íslandi í október á síðasta ári. Takist Íslandi að hafa betur gegn Færeyjum í dag og Slóveníu þegar liðin mætast á Laugardalsvellinum í júní í sumar verður íslenska liðið á toppi riðilsins þegar Ísland og Þýskaland mætast í toppslag riðilsins á Laugardalsvellinum í september næsta haust. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu heldur áfram vegferð sinni í átt að því að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts í fyrsta skipti í sögunni þegar liðið mætir Færeyjum í undankeppni mótsins á Þórsvelli í Gundadal í Þórshöfn í Færeyjum. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska liðsins, segir að rúm sé til þess að bæta spilamennsku liðsins frá sigrinum gegn Slóveníu í síðustu umferð undankeppninnar. „Ég geri miklar kröfur til liðsins og ég og leikmenn liðsins vorum sammála um það, eftir að hafa horft á leikinn gegn Slóveníu saman, að við getum gert mun betur. Við erum að einblína á sjálf okkur í undirbúningi fyrir þennan leik, það er að hver og einn leikmaður skili eins góðri frammistöðu og mögulegt er. Ef það gerist þá fáum við jákvæð úrslit og getum gengið sátt frá borði,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið.Breytingar á byrjunarliðinu „Það eru allir leikmenn liðsins klárir í slaginn. Við munum gera nokkrar breytingar á byrjunarliði liðsins frá leiknum gegn Slóveníu, en það er hvorki vegna frammistöðu leikmanna né taktískar breytingar. Þetta eru breytingar sem eru gerðar þar sem við förum með aðrar áherslur inn í þennan leik en í leikinn gegn Slóveníu. Það verður lögð áhersla á það að nýta breidd vallarins og finna stöðuna maður á mann eins oft og auðið er í þessum leik,“ sagði Freyr um liðsskipan í leiknum í dag. Ísland mætti Færeyjum í fyrri leik liðanna í undankeppninni á Laugardalsvellinum um miðjan september á síðasta ári. Einstefna var að marki færeyska liðsins í þeim leik og loktatölurnar urðu 8-0 Íslandi í vil. Elín Metta Jensen, Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoruðu tvö mörk hver í þeim leik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir sitt markið hvor. Búast má við því að svipuð leikmynd verði uppi á teningnum í leik liðanna í dag. „Markatala gæti skipt máli, en við erum ekki að velta því fyrir okkur á þessum tímapunkti. Við höfum markatöluna bak við eyrað. Við reynum að skora eins mikið og við getum, en við berum virðingu fyrir andstæðingum og því verkefni sem við erum að fara út í,“ sagði Freyr aðspurður um það hvernig hann hygðist nálgast leikinn í dag.Barátta við Þjóðverja fram undan Ísland er í öðru sæti riðilsins með 10 stig fyrir leikinn gegn Færeyjum, en íslenska liðið er taplaust eftir að hafa leikið fjóra leiki í undankeppninni. Þýskaland, sem trónir á toppi riðilsins með 12 stig eftir fimm leiki, mætir Slóveníu í dag. Eina tap þýska liðsins í undankeppninni er 3-2 tap liðsins fyrir Íslandi í október á síðasta ári. Takist Íslandi að hafa betur gegn Færeyjum í dag og Slóveníu þegar liðin mætast á Laugardalsvellinum í júní í sumar verður íslenska liðið á toppi riðilsins þegar Ísland og Þýskaland mætast í toppslag riðilsins á Laugardalsvellinum í september næsta haust.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira