Erlent

Slíta tengslin við Corbyn vegna gyðingaandúðar

Kjartan Kjartansson skrifar
Corbyn hefur lengi verið sakaður um að umbera gyðingahatur innan flokksins og stuðningshópa sinna.
Corbyn hefur lengi verið sakaður um að umbera gyðingahatur innan flokksins og stuðningshópa sinna. Vísir/AFP
Ísraelski Verkamannaflokkurinn hefur ákveðið að slíta tengsl við Jeremy Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins. Ástæðan er sögð sú að Corbyn hafi umborið gyðingaandúð og hatast út í stefnu ísraelskra stjórnvalda.

Corbyn hefur lengi legið undir gagnrýni vegna andúðar í garð gyðinga innan flokks hans og stuðningshópa hans sem hann er sakaður um að hafa látið viðgangast átölulaust.

Avi Gabbay, formaður Verkamannaflokksins í Ísrael, skrifaði Corbyn opið bréf í dag þar sem hann les honum pistilinn vegna þessa, að því er segir í frétt Reuters.

„Það er á minni ábyrgð að viðurkenna andúðina sem þú hefur sýnt samfélagi gyðinga og andgyðinleg ummæli og aðgerðir sem þú hefur leyft sem leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands,“ skrifar Gabbay til Corbyn.

Því hafi hann ákvaðið að slíta öll formleg tengsl á milli flokksins og Corbyn. Tengls á milli flokkanna tveggja verði þó áfram til staðar. Verkamannaflokkurinn í Ísraeli er miðvinstriflokkur sem er jafnframt stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á ísraelska þinginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×