Ferðaþjónustan viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2018 11:20 Bandarískir ferðamenn eru fyrirferðamiklir á Íslandi. Vísir/Eyþór Um fjórðungur allra ferðamanna sem koma til Íslands eru bandarískir. Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka sem kynnt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að hægt hafi á fjölgun á komu bandarískra ferðamanna hingað til lands sé fjölgunin engu að síður hröð, en þeim þeim fjölgaði um 39 prósent á síðasta ári. Segir í skýrslunni að hægt hafi á fjölgun ferðamanna frá flestum löndum, þá sérstaklega Bretlandi þar sem breskum ferðamönnum fjölgaði aðeins um tvö prósent á síðasta ári.Sjá einnig:Mesti vöxturinn er í Airbnb „Þessi þróun er í takt við þróun í utanlandsferðum Breta almennt um þessar mundir. Skertur kaupmáttur Breta á erlendri grundu vegna gengisfalls pundsins virðist því hafa haft talsverð áhrif á utanlandsferðir Breta,“ segir í skýrslunni. Þá er einnig varað við því að hlutfall ferðamanna frá Bandaríkjunum hér á landi sé orðið svo hátt að ferðaþjónustan sé viðkvæm fyrir áföllum vegna breytinga á ferðatilhögum bandarískra ferðamanna.„Í ljósi þess hve stórt hlutverk ferðaþjónustan skipar í íslensku hagkerfi má í framhaldinu segja að ferðatilhögun bandarískra ferðamanna geti haft umtalsverð áhrif á skammtímaþróun í hérlendu hagkerfi,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimiÍ skýrslunni er bent á að árið 2010 hafi þjóðerni erlendra ferðamanna sem hingað komu verið dreifðara en það er nú. Engin ein þjóð hafi verið með yfir þrettán prósent hlutdeild. Nú séu þær tvær, Bandaríkin með 26 prósent og Bretland með fimmtán prósent. Byggja þurfi á fjölbreyttari grunni til þess að koma í veg fyrir áfall.„Í þessu samhengi er æskilegt að ferðaþjónustan byggi á fjölbreyttum grunni þannig að áfall í efnahag ákveðinnar þjóðar hafi ekki of veigamikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu og íslenska hagkerfið í heild.“Tengd skjöl:Skýrsla Íslandsbanka um ferðaþjónustuna Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Sjá meira
Um fjórðungur allra ferðamanna sem koma til Íslands eru bandarískir. Mikilvægi bandarískra ferðamanna fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur aukist umtalsvert á síðastliðnum árum. Ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir áföllum í efnahagi annarra ríkja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka sem kynnt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að hægt hafi á fjölgun á komu bandarískra ferðamanna hingað til lands sé fjölgunin engu að síður hröð, en þeim þeim fjölgaði um 39 prósent á síðasta ári. Segir í skýrslunni að hægt hafi á fjölgun ferðamanna frá flestum löndum, þá sérstaklega Bretlandi þar sem breskum ferðamönnum fjölgaði aðeins um tvö prósent á síðasta ári.Sjá einnig:Mesti vöxturinn er í Airbnb „Þessi þróun er í takt við þróun í utanlandsferðum Breta almennt um þessar mundir. Skertur kaupmáttur Breta á erlendri grundu vegna gengisfalls pundsins virðist því hafa haft talsverð áhrif á utanlandsferðir Breta,“ segir í skýrslunni. Þá er einnig varað við því að hlutfall ferðamanna frá Bandaríkjunum hér á landi sé orðið svo hátt að ferðaþjónustan sé viðkvæm fyrir áföllum vegna breytinga á ferðatilhögum bandarískra ferðamanna.„Í ljósi þess hve stórt hlutverk ferðaþjónustan skipar í íslensku hagkerfi má í framhaldinu segja að ferðatilhögun bandarískra ferðamanna geti haft umtalsverð áhrif á skammtímaþróun í hérlendu hagkerfi,“ segir í skýrslunni.Sjá einnig: Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimiÍ skýrslunni er bent á að árið 2010 hafi þjóðerni erlendra ferðamanna sem hingað komu verið dreifðara en það er nú. Engin ein þjóð hafi verið með yfir þrettán prósent hlutdeild. Nú séu þær tvær, Bandaríkin með 26 prósent og Bretland með fimmtán prósent. Byggja þurfi á fjölbreyttari grunni til þess að koma í veg fyrir áfall.„Í þessu samhengi er æskilegt að ferðaþjónustan byggi á fjölbreyttum grunni þannig að áfall í efnahag ákveðinnar þjóðar hafi ekki of veigamikil áhrif á íslenska ferðaþjónustu og íslenska hagkerfið í heild.“Tengd skjöl:Skýrsla Íslandsbanka um ferðaþjónustuna
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00 Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09 Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Sjá meira
Tíu tekjuhæstu á Airbnb veltu 1.300 milljónum Leiguvefurinn Airbnb er orðinn næstumfangsmesta gistiþjónusta landsins með um 30 prósenta hlutdeild. Gistinóttum á vegum Airbnb fjölgaði um 1,6 milljónir í fyrra. Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu samtals 1,3 milljörðum króna. 11. apríl 2018 06:00
Ísland líklega dýrasti áfangastaður í heimi Verðlag á Íslandi er 28 prósent hærra en annars staðar á Norðurlöndunum að meðaltali. 11. apríl 2018 10:09
Mesti vöxturinn er í Airbnb Vöxtur ferðaþjónustunnar er aðallega í deilihagkerfinu gegnum Airbnb samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka. Airbnb er með fjórðung af gistimarkaðnum. Teymi bankans á sviði ferðaþjónustu reiknar með minni fjárfestingu í hótelum á næstu fjórum árum. 11. apríl 2018 10:17