Eigandi British Airways skoðar kaup á Norwegian Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2018 13:47 Norwegian Air hefur vaxið hratt undanfarin ár. Vísir/Getty IAG SA, eigandi breska flugfélagsins British Airways, hefur keypt rúman fjögurra prósenta hlut í norska flugfélaginu Norwegian Air. Félagið er sagt vera að íhuga yfirtöku á Norwegian. Félagið hefur keypt alls 4,61 prósent hlut í Norwegian, sem vaxið hefur gríðarlega undanfarin ár en glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu vegna hraðs vaxtar og harðrar samkeppni. Á félagið meðal annars í harðri samkeppni við íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og WOW air. Markaðsvirði Norwegian er metið á milljarð dollara, um hundrað milljarða króna, en möguleg kaup IAG á félaginu eru metin á þrjá milljarða dollara, um þrjú hundruð milljarða króna.Í frétt Bloomberg segir að IAG hafi á undanförnum mánuðum fylgst náið með Norwegian og muni nýta sér nýtilkomið eignarhald sitt í flugfélaginu til þess að hefja viðræður um kaup. Gengi hlutabréfa í Norwegian hafa hækkað mjög það sem af er degi í kjölfar tíðindanna, eða um 40 prósent þegar þetta er skrifað. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
IAG SA, eigandi breska flugfélagsins British Airways, hefur keypt rúman fjögurra prósenta hlut í norska flugfélaginu Norwegian Air. Félagið er sagt vera að íhuga yfirtöku á Norwegian. Félagið hefur keypt alls 4,61 prósent hlut í Norwegian, sem vaxið hefur gríðarlega undanfarin ár en glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu vegna hraðs vaxtar og harðrar samkeppni. Á félagið meðal annars í harðri samkeppni við íslensku flugfélögin tvö, Icelandair og WOW air. Markaðsvirði Norwegian er metið á milljarð dollara, um hundrað milljarða króna, en möguleg kaup IAG á félaginu eru metin á þrjá milljarða dollara, um þrjú hundruð milljarða króna.Í frétt Bloomberg segir að IAG hafi á undanförnum mánuðum fylgst náið með Norwegian og muni nýta sér nýtilkomið eignarhald sitt í flugfélaginu til þess að hefja viðræður um kaup. Gengi hlutabréfa í Norwegian hafa hækkað mjög það sem af er degi í kjölfar tíðindanna, eða um 40 prósent þegar þetta er skrifað.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. 1. febrúar 2018 07:00