Formaður Ljósmæðrafélagsins vísar í ýmsar hækkanir kjararáðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2018 15:30 Áslaug Valsdóttir er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. vísir/gva Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét þau ummæli falla á Alþingi í gær að kröfur ljósmæðra væru algjörlega óaðgengilegar af hálfu ríkisins. Áslaug segir fordæmi fyrir kröfum ljósmæðra en spurð út í það hvaða fordæmi hún sé að vísa í nefnir hún ýmsar launahækkanir kjararáðs. „Prestarnir hækkuðu til dæmis um 26 prósent og svo voru það þeir sem eru í kjararáði sem sendu einn tölvupóst og fengu 7,3 prósent hækkun með einu pennastriki. Það er allt mögulegt svona og þegar það er verið að tala um að við setjum allt á hliðina þá er ekkert verið að tala um það að aðrir setji allt á hliðina þó að þeir hækki um fleiri prósentur. Ljósmæður eru fáar þannig að þetta er klink. Staða ríkissjóðs hefur aldrei verið jafngóð og ef einhvern tímann á að leiðrétta laun fólks þá er tíminn til þess núna,“ segir Áslaug.Átti alltaf von á því að Bjarni yrði harður í horn að taka Fyrir liggur að ljósmæður eru að fara fram á meiri launahækkun en önnur félög innan BHM fengu á árinu. Sú hækkun nam 4,21 prósenti en á móti hafa ljósmæður bent á að þær hafi dregist aftur úr í launaþróun. Launaþróun þeirra sé 17 prósent frá árinu 2013 en innan SALEK-rammans sé miðað við 32 prósent.En eru ljósmæður þá að fara fram á þennan mismun, 15 prósent, í hækkun á grunnlaunum? „Við erum að fara fram á hækkun á grunnlaunum og að við lækkum ekki við útskriftina, það er nú kannski krafa númer eitt. Svo viljum við auðvitað líka hagræðingu á vinnutíma og bætingu á aðbúnaði. Ég veit ekki hvernig maður reiknar það í prósentum en ég viðurkenni það alveg að þetta er dýrara en sá kostnaðarrammi sem búið var að setja utan um BHM-félögin,“ segir Áslaug og kveðst ekki vilja ræða nákvæmar um prósentutölur, meðal annars vegna beiðni frá ríkissáttasemjara til deiluaðila þar um. Hún segist alltaf hafa átt von á því að fjármálaráðherra yrði harður í horn að taka. „Og að hann myndi vísa í stöðugleika á vinnumarkaði. Það er bara ekki hægt að segja það í einu orðinu og hækka alls konar annað fólk í hinu orðinu. Mér finnst þetta skrýtin harka að leyfa sér þetta við okkur meðan hin höndin hækkar með einu pennastriki,“ segir Áslaug.Segir deiluna snúast um margt annað en laun Aðspurð segir hún að afstaða ljósmæðra á aðalfundi félagsins hafi komið sér á óvart. Greint hafi verið frá því fyrir fundinn að lítið bæri á milli deiluaðila og segir Áslaug að hún hafi haldið að verið væri að fara að landa nýjum kjarasamningi. „Það kom mér á óvart hvað félagsmenn voru ákveðnir og ég fann það bara að þolinmæði þeirra er á þrotum. Þær ætla ekki að vinna undir svona kjörum lengur.“ Hún segir að þungt hljóð í ljósmæðrum og að þær séu algjörlega tilbúnar til að hætta í faginu. Sú staða sé hrikaleg þar sem ekki sé aðeins um uppsagnir að ræða heldur einnig séu margar ljósmæður að komast á aldur. Þá snúist deilan um margt annað en laun. Þannig snúist hún líka um vinnutíma, starfsumhverfi og svo framkomu ríkisins. Það sitji til að mynda enn í mörgum ljósmæðrum að hafa ekki enn fengið greidd laun frá ríkinu vegna vinnu sem þær inntu af hendi í verkfallinu 2015. Héraðsdómur dæmdi ríkið til að greiða þeim umrædd laun en ríkið áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir. „En það þarf að fara að klára þetta á einhvern hátt og leysa þetta þannig að allir geti gengið sáttir frá borði,“ segir Áslaug um kjaradeiluna. Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Spyr sig hvort heilbrigðisráðherra vilji eitt ríkisrekið stéttarfélag Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. 10. apríl 2018 20:30 Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að sér finnist það skrýtin harka af hálfu ríkisins að segja kröfur ljósmæðra óaðgengilegar í ljósi hækkana sem aðrir hafa fengið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lét þau ummæli falla á Alþingi í gær að kröfur ljósmæðra væru algjörlega óaðgengilegar af hálfu ríkisins. Áslaug segir fordæmi fyrir kröfum ljósmæðra en spurð út í það hvaða fordæmi hún sé að vísa í nefnir hún ýmsar launahækkanir kjararáðs. „Prestarnir hækkuðu til dæmis um 26 prósent og svo voru það þeir sem eru í kjararáði sem sendu einn tölvupóst og fengu 7,3 prósent hækkun með einu pennastriki. Það er allt mögulegt svona og þegar það er verið að tala um að við setjum allt á hliðina þá er ekkert verið að tala um það að aðrir setji allt á hliðina þó að þeir hækki um fleiri prósentur. Ljósmæður eru fáar þannig að þetta er klink. Staða ríkissjóðs hefur aldrei verið jafngóð og ef einhvern tímann á að leiðrétta laun fólks þá er tíminn til þess núna,“ segir Áslaug.Átti alltaf von á því að Bjarni yrði harður í horn að taka Fyrir liggur að ljósmæður eru að fara fram á meiri launahækkun en önnur félög innan BHM fengu á árinu. Sú hækkun nam 4,21 prósenti en á móti hafa ljósmæður bent á að þær hafi dregist aftur úr í launaþróun. Launaþróun þeirra sé 17 prósent frá árinu 2013 en innan SALEK-rammans sé miðað við 32 prósent.En eru ljósmæður þá að fara fram á þennan mismun, 15 prósent, í hækkun á grunnlaunum? „Við erum að fara fram á hækkun á grunnlaunum og að við lækkum ekki við útskriftina, það er nú kannski krafa númer eitt. Svo viljum við auðvitað líka hagræðingu á vinnutíma og bætingu á aðbúnaði. Ég veit ekki hvernig maður reiknar það í prósentum en ég viðurkenni það alveg að þetta er dýrara en sá kostnaðarrammi sem búið var að setja utan um BHM-félögin,“ segir Áslaug og kveðst ekki vilja ræða nákvæmar um prósentutölur, meðal annars vegna beiðni frá ríkissáttasemjara til deiluaðila þar um. Hún segist alltaf hafa átt von á því að fjármálaráðherra yrði harður í horn að taka. „Og að hann myndi vísa í stöðugleika á vinnumarkaði. Það er bara ekki hægt að segja það í einu orðinu og hækka alls konar annað fólk í hinu orðinu. Mér finnst þetta skrýtin harka að leyfa sér þetta við okkur meðan hin höndin hækkar með einu pennastriki,“ segir Áslaug.Segir deiluna snúast um margt annað en laun Aðspurð segir hún að afstaða ljósmæðra á aðalfundi félagsins hafi komið sér á óvart. Greint hafi verið frá því fyrir fundinn að lítið bæri á milli deiluaðila og segir Áslaug að hún hafi haldið að verið væri að fara að landa nýjum kjarasamningi. „Það kom mér á óvart hvað félagsmenn voru ákveðnir og ég fann það bara að þolinmæði þeirra er á þrotum. Þær ætla ekki að vinna undir svona kjörum lengur.“ Hún segir að þungt hljóð í ljósmæðrum og að þær séu algjörlega tilbúnar til að hætta í faginu. Sú staða sé hrikaleg þar sem ekki sé aðeins um uppsagnir að ræða heldur einnig séu margar ljósmæður að komast á aldur. Þá snúist deilan um margt annað en laun. Þannig snúist hún líka um vinnutíma, starfsumhverfi og svo framkomu ríkisins. Það sitji til að mynda enn í mörgum ljósmæðrum að hafa ekki enn fengið greidd laun frá ríkinu vegna vinnu sem þær inntu af hendi í verkfallinu 2015. Héraðsdómur dæmdi ríkið til að greiða þeim umrædd laun en ríkið áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem enn á eftir að taka málið fyrir. „En það þarf að fara að klára þetta á einhvern hátt og leysa þetta þannig að allir geti gengið sáttir frá borði,“ segir Áslaug um kjaradeiluna.
Kjaramál Tengdar fréttir Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00 Spyr sig hvort heilbrigðisráðherra vilji eitt ríkisrekið stéttarfélag Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. 10. apríl 2018 20:30 Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Sanngjarnar launakröfur ljósmæðra eða ógn við stöðugleika á vinnumarkaði? Það er stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins og næsti samningafundur er ekki fyrr en rúma viku. Óljóst er hverjar kröfur ljósmæðra nákvæmlega eru en þó er ljóst að þær vilja meiri hækkun en önnur aðildarfélög BHM sömdu um við ríkið fyrr á árinu. 8. apríl 2018 07:00
Spyr sig hvort heilbrigðisráðherra vilji eitt ríkisrekið stéttarfélag Stjórnarþingmaður segir hið opinbera refsa ljósmæðrum fyrir að bæta við sig námi. Ekkert gengur í yfirstandandi kjaradeilu við ríkið, en ljósmæðrafélagið segir heilbrigðisráðherra senda ljósmæðrum kaldar kveðjur með orðræðu sinni á Alþingi. 10. apríl 2018 20:30
Alvarlegt ástand skapast á Landspítalanum hætti ljósmæður í sumar Nítján af þeim þrjátíu ljósmæðrum sem þegar hafa sagt upp störfum, starfa á Landspítalanum 9. apríl 2018 18:45