Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego 13. apríl 2018 23:30 Sigurjón og Birgir Örn. Snorri Björns. Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. Þeir Diego Björn Valencia, Birgir Örn Tómasson og Sigurjón Rúnar Vikarsson berjast allir á Fightstar 14 bardagakvöldinu á morgun. Eftir að Bjarki Ómarsson þurfti að draga sig úr sínum bardaga vegna meiðsla benti ekki til annars en að tveir Íslendingar myndu berjast á kvöldinu. Það breyttist hins vegar á þriðjudaginn þegar Diego Björn fékk óvænt bardaga. Hinum pólska Dawid Panfil vantaði þá andstæðing eftir að andstæðingur hans meiddist og stökk Diego inn með aðeins nokkurra daga fyrirvara. Diego var hvergi banginn þegar bardaginn kom til hans og sagði umsvifalaust já. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diego tekur bardaga með svo skömmum fyrirvara en hann hefur margoft sýnt að hann er tilbúinn að berjast hvenær sem er. Þegar bardaginn var staðfestur fyrr í vikunni hófst kapphlaup við tímann fyrir Diego til að vera eins vel tilbúinn og mögulegt er á svo skömmum tíma. Þetta verður fimmti atvinnubardagi Diego en hann er með tvo sigra og tvö töp sem atvinnumaður. Diego var svo í tilsettri þyngd í vigtuninni í morgun sem og þeir Birgir og Sigurjón. Birgir Örn Tómasson hefur unnið báða atvinnubardaga sína með rothöggi og stefnir að klára þann þriðja einnig með rothöggi. Birgir mætir Stelios Theo á morgun en Theo er fyrrum léttvigtarmeistari áhugamanna hjá Fightstar bardagasamtökunum. Sigurjón Rúnar Vikarsson vann sinn fyrsta áhugamannabardaga síðasta haust og verður þetta hans annar áhugamannabardagi. Sigurjón mætir Christian Knight en þetta verður fyrsti MMA bardagi hins síðarnefnda. Mjölnismennirnir þrír munu slaka vel á í kvöld fyrir átök morgundagsins en hægt er að kaupa streymi á bardagana á vef MMA TV hér. MMA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira
Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. Þeir Diego Björn Valencia, Birgir Örn Tómasson og Sigurjón Rúnar Vikarsson berjast allir á Fightstar 14 bardagakvöldinu á morgun. Eftir að Bjarki Ómarsson þurfti að draga sig úr sínum bardaga vegna meiðsla benti ekki til annars en að tveir Íslendingar myndu berjast á kvöldinu. Það breyttist hins vegar á þriðjudaginn þegar Diego Björn fékk óvænt bardaga. Hinum pólska Dawid Panfil vantaði þá andstæðing eftir að andstæðingur hans meiddist og stökk Diego inn með aðeins nokkurra daga fyrirvara. Diego var hvergi banginn þegar bardaginn kom til hans og sagði umsvifalaust já. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diego tekur bardaga með svo skömmum fyrirvara en hann hefur margoft sýnt að hann er tilbúinn að berjast hvenær sem er. Þegar bardaginn var staðfestur fyrr í vikunni hófst kapphlaup við tímann fyrir Diego til að vera eins vel tilbúinn og mögulegt er á svo skömmum tíma. Þetta verður fimmti atvinnubardagi Diego en hann er með tvo sigra og tvö töp sem atvinnumaður. Diego var svo í tilsettri þyngd í vigtuninni í morgun sem og þeir Birgir og Sigurjón. Birgir Örn Tómasson hefur unnið báða atvinnubardaga sína með rothöggi og stefnir að klára þann þriðja einnig með rothöggi. Birgir mætir Stelios Theo á morgun en Theo er fyrrum léttvigtarmeistari áhugamanna hjá Fightstar bardagasamtökunum. Sigurjón Rúnar Vikarsson vann sinn fyrsta áhugamannabardaga síðasta haust og verður þetta hans annar áhugamannabardagi. Sigurjón mætir Christian Knight en þetta verður fyrsti MMA bardagi hins síðarnefnda. Mjölnismennirnir þrír munu slaka vel á í kvöld fyrir átök morgundagsins en hægt er að kaupa streymi á bardagana á vef MMA TV hér.
MMA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira