Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 10:57 Björn Leví (t.h.) segist ekki telja árásirnar í Sýrlandi réttlætanlegar. Vísir/Anton Brink Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur áhyggjur af ósamræmi í yfirlýsingu Nató annars vegar og íslenskra ráðamanna hins vegar um stuðning Íslands við loftárásirnar í Sýrlandi um helgina. Hann segist telja það afsagnarsök ef ráðherrar hafi ekki sagt satt um stuðning Íslands. Atlantshafsbandalagið (NATO) sagði í gær að öll aðildarríki þess hefðu lýst stuðningi við loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi á aðfaranótt laugardags. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði hins vegar að íslensk stjórnvöld hefðu ekki lýst við sérstökum stuðningi við árásirnar í viðtali við RÚV í gær. Af þessu ósamræmi sagðist Björn Leví hafa áhyggjur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Það væri mjög alvarlegt ef annað hvort Nató eða íslenskir ráðherrar væru að segja ósátt um stuðninginn. „Ef að íslenskir ráðamenn tóku þá ákvörðun að segja já við þessum árásum og segja svo ekki satt um það finnst mér það vera afsagnarsök,“ sagði Björn Leví sem líkti stuðningnum við ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að styðja innrásina í Írak árið 2003. Um árásirnar sjálfar sagði Björn Leví að hann teldi þær örugglega ekki réttlætanlegar. Sjálfur væri hann friðarsinni og teldi ofbeldi aldrei svar við neinu, óháð því hver hafi átt upptökin að átökunum. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar réðust á skotmörk sem þeir segja tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar. Með þeim vildu ríkin bregðast við efnavopnaárás í bænum Douma um síðustu helgi sem þau segja ríkisstjórn Bashars al-Assad bera ábyrgð á. Sýrland Tengdar fréttir Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur áhyggjur af ósamræmi í yfirlýsingu Nató annars vegar og íslenskra ráðamanna hins vegar um stuðning Íslands við loftárásirnar í Sýrlandi um helgina. Hann segist telja það afsagnarsök ef ráðherrar hafi ekki sagt satt um stuðning Íslands. Atlantshafsbandalagið (NATO) sagði í gær að öll aðildarríki þess hefðu lýst stuðningi við loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi á aðfaranótt laugardags. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði hins vegar að íslensk stjórnvöld hefðu ekki lýst við sérstökum stuðningi við árásirnar í viðtali við RÚV í gær. Af þessu ósamræmi sagðist Björn Leví hafa áhyggjur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Það væri mjög alvarlegt ef annað hvort Nató eða íslenskir ráðherrar væru að segja ósátt um stuðninginn. „Ef að íslenskir ráðamenn tóku þá ákvörðun að segja já við þessum árásum og segja svo ekki satt um það finnst mér það vera afsagnarsök,“ sagði Björn Leví sem líkti stuðningnum við ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að styðja innrásina í Írak árið 2003. Um árásirnar sjálfar sagði Björn Leví að hann teldi þær örugglega ekki réttlætanlegar. Sjálfur væri hann friðarsinni og teldi ofbeldi aldrei svar við neinu, óháð því hver hafi átt upptökin að átökunum. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar réðust á skotmörk sem þeir segja tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar. Með þeim vildu ríkin bregðast við efnavopnaárás í bænum Douma um síðustu helgi sem þau segja ríkisstjórn Bashars al-Assad bera ábyrgð á.
Sýrland Tengdar fréttir Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22 Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sarín- og klórgas sagt notað í Douma Loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka eru sagðar hafa náð markmiðum sínum um að laska efnavopnagetu sýrlenskra stjórnvalda. 15. apríl 2018 08:22
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25