Lífið

Friðrik krónprins staddur á Íslandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hér sést Friðrik krónprins sinna opinberum erindum þann 13. apríl síðastliðinn. Degi síðar var hann mættur á Snaps í miðborg Reykjavíkur.
Hér sést Friðrik krónprins sinna opinberum erindum þann 13. apríl síðastliðinn. Degi síðar var hann mættur á Snaps í miðborg Reykjavíkur. Vísir/AFP
Friðrik krónpins af Danmörku er staddur á Íslandi en hann fékk sér kvöldmat á veitingastaðnum Snaps í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi.

Að sögn blaðamanns Vísis, sem var á staðnum í gær, var prinsinn afslappaður og skemmti sér vel. Þá tók hann vel í myndatöku með áhugasömum Íslendingum sem gáfu sig á tal við hann og báðu um mynd.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Friðrik heimsækir Íslendinga en hann kom hingað til lands í boði forseta Íslands fyrir tæpum tíu árum síðan ásamt Mary krónprinsessu, eiginkonu sinni. Þá komu þau m.a. við á Þingvöllum, Gullfossi og Geysi auk þess sem þau kynntu sér dönskukennslu í grunnskólum landsins.

Stutt er í að Friðrik verði fimmtugur en hann fagnar áfanganum þann 26. maí næstkomandi, Haldið verður upp á afmælið með mikilli viðhöfn víðsvegar um Danmörku.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×