Miklu meira en bara tónleikar Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. apríl 2018 07:00 Greta segir gleðina í hópnum hafa verið alveg einstaka á æfingum og hlakkar hvað mest til að sjá hana líka á stóra sviðinu. Vísir/Anton „Þetta er vægast sagt stórsýning því að við erum með alveg hundrað manns á sviði. Við erum með tólf dansara, þarna er tíu manna alveg geggjað „cast“, þetta er landsliðið í söng og leik – Gói, Örn Árna, Hera Björk, ég, Siggi Þór, Alma Rut, Sigga Eyrún og svo er Todmobile-bandið þarna auk sjötíu manna kórs og sjö bakradda?… ég get lofað því að þetta verður bara algjör sprengja!“ segir Greta Salóme en hún stendur nú í stórræðum eins og venjulega og hendir upp sýningu byggðri á söngleiknum Moulin Rouge! í Eldborgarsal Hörpu á laugardaginn. Eins og ráða má af orðum hennar er ekkert til sparað við uppsetninguna. Þarna verður áherslan á tónlistina og dansinn úr sýningunni, en einhverjar senur verða leiknar inni á milli. „Við ákváðum að fara í þetta í haust. Ég hafði samband við hana Björk Jakobsdóttur sem hafði sett þetta upp áður og hún var því búin að búa til svona beinagrind um það hvernig þetta ætti að vera. Við erum að taka öll lögin úr myndinni og leika senur inni á milli. Dans- og söngatriðin eru alveg ótrúleg, við erum búin að vera að æfa stíft í tvo mánuði og það er hver einasta hreyfing útpæld.“ Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er líka búin að taka upp tónlist fyrir sýninguna sem verður spiluð á „play-back,“ þannig að það er ekkert verið að fara stystu leiðirnar, eins og Greta orðar það. „Það er verið að ganga svo miklu lengra en fólk býst við á tónleikum – enda er þetta svo miklu meira. Þetta er blanda af tónleikum, leikriti og svo bara „mega“ danssjói líka – bara tryllt sjónarspil: það er róla, það er eitthvert flug líka, það eru lyftur, stjörnuljós og bara allur pakkinn. Þetta verður algjörlega glæsilegt. Það sem ég hlakka mest til er að sjá gleðina í fólkinu því að það er búin að vera svo mikil gleði í hópnum við að æfa þetta. Þetta eru svo geggjuð lög og það er svo stutt á milli hláturs og gráts í þessari sögu – þetta snertir allan tilfinningaskalann: þarna eru mjög dramatískar ástarballöður eins og Roxanne, sem verður eitt svakalegasta atriði sem ég bara held að hafi verið sett á svið hér á landi, og svo algjör partílög eins og Rythm of the Night og Lady Marmalade.“ Sýningin verður sýnd í Eldborg á laugardaginn, þann 21. apríl, og svo ferðast öll strollan norður til Akureyrar þar sem allt heila klabbið verður sýnt þann 28. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Þetta er vægast sagt stórsýning því að við erum með alveg hundrað manns á sviði. Við erum með tólf dansara, þarna er tíu manna alveg geggjað „cast“, þetta er landsliðið í söng og leik – Gói, Örn Árna, Hera Björk, ég, Siggi Þór, Alma Rut, Sigga Eyrún og svo er Todmobile-bandið þarna auk sjötíu manna kórs og sjö bakradda?… ég get lofað því að þetta verður bara algjör sprengja!“ segir Greta Salóme en hún stendur nú í stórræðum eins og venjulega og hendir upp sýningu byggðri á söngleiknum Moulin Rouge! í Eldborgarsal Hörpu á laugardaginn. Eins og ráða má af orðum hennar er ekkert til sparað við uppsetninguna. Þarna verður áherslan á tónlistina og dansinn úr sýningunni, en einhverjar senur verða leiknar inni á milli. „Við ákváðum að fara í þetta í haust. Ég hafði samband við hana Björk Jakobsdóttur sem hafði sett þetta upp áður og hún var því búin að búa til svona beinagrind um það hvernig þetta ætti að vera. Við erum að taka öll lögin úr myndinni og leika senur inni á milli. Dans- og söngatriðin eru alveg ótrúleg, við erum búin að vera að æfa stíft í tvo mánuði og það er hver einasta hreyfing útpæld.“ Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er líka búin að taka upp tónlist fyrir sýninguna sem verður spiluð á „play-back,“ þannig að það er ekkert verið að fara stystu leiðirnar, eins og Greta orðar það. „Það er verið að ganga svo miklu lengra en fólk býst við á tónleikum – enda er þetta svo miklu meira. Þetta er blanda af tónleikum, leikriti og svo bara „mega“ danssjói líka – bara tryllt sjónarspil: það er róla, það er eitthvert flug líka, það eru lyftur, stjörnuljós og bara allur pakkinn. Þetta verður algjörlega glæsilegt. Það sem ég hlakka mest til er að sjá gleðina í fólkinu því að það er búin að vera svo mikil gleði í hópnum við að æfa þetta. Þetta eru svo geggjuð lög og það er svo stutt á milli hláturs og gráts í þessari sögu – þetta snertir allan tilfinningaskalann: þarna eru mjög dramatískar ástarballöður eins og Roxanne, sem verður eitt svakalegasta atriði sem ég bara held að hafi verið sett á svið hér á landi, og svo algjör partílög eins og Rythm of the Night og Lady Marmalade.“ Sýningin verður sýnd í Eldborg á laugardaginn, þann 21. apríl, og svo ferðast öll strollan norður til Akureyrar þar sem allt heila klabbið verður sýnt þann 28. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið