Aron Sigurðarson skoraði þrennu í stórsigri Start á Vigör í norsku bikarkeppninni í fótbolta í dag.
Start fór með 8-1 sigur og er því komið örruglega áfram í 2. umferð keppninnar. Aron gerði eins og áður segir þrjú mörk í leiknum.
Fyrsta mark Arons kom á 33. mínútu. Það var aðeins mínútu eftir að Lars-Jörgen Salvesen hafði komið Start í 3-0.
Annað mark Arons og fimmta mark Start kom á fertugustu mínútu og hann fullkomnaði svo þrennuna á 63. mínútu.
Leikurinn fór úr öskunni í eldinn fyrir Vigör á 72. mínútu þegar Aron Abrahamsen var sendur út af á 72. mínútu og Lars-Jörgen Salvesen bætti áttunda marki Start við úr vítaspyrnu.
Heimamenn náðu sér þó í sárabótamark á 88. mínútu en það var allt of lítið og allt of seint, leiknum lauk með 8-1 stórsigri Start.
Guðmundur Andri Tryggvason var í byrjunarliði Start en Kristján Flóki Finnnbogason sat á bekknum.
Aron með þrennu í stórsigri Start
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

