Hræðileg byrjun hjá Ólafíu í LA Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. apríl 2018 20:53 Ólafía fór hrikalega af stað í dag en náði að snúa skútunni aðeins þegar leið á daginn. vísir/afp Hrikaleg byrjun fór illa með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á fyrsta hring á Hugel-JTBC mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lauk leik á fjórum höggum yfir pari. Ólafía byrjaði á skolla strax á fyrstu braut. Hún paraði næstu tvær holur en fékk svo skolla á 4. og 5. braut, tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu og skolla á sjöundu og var komin sex högg yfir parið. Íþróttamaður ársins 2017 náði að bjarga einu höggi á níundu holu og kláraði því fyrri níu á fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru mun betri hjá Ólafíu, hún fór þær allar á pari nema þá 14., þar fékk hún fugl. Því lauk hún leik á fjórum höggum yfir pari. Útlitið var þó ágætt hjá Ólafíu, hún var í kringum 70. - 80. sætið og hefði góð spilamennska á morgun alveg getað skilað henni í gegnum niðurskurðin. Eftir því sem leið á kvöldið féll hún þó neðar og neðar í töflunni, þrátt fyrir að tapa ekki höggi, því fleiri kylfingar hófu leik og röðuðu sér í sætin fyrir ofan hana. Þegar þessi frétt er skrifuð er Ólafía í 107. - 114. sæti og enn eiga 18 kylfingar eftir að fara út í brautina og fjölmargir eru enn að spila sinn hring. Miðað við stöðuna þegar þessi frétt er skrifuð ætti niðurskurðarlínan á morgun að vera í kringum parið eða eitt högg yfir pari. Því er vel möguleiki fyrir Ólafíu að komast þar í gegn, en þá þarf hún að spila mun betur en hún gerði í byrjun dags í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 22:30 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hrikaleg byrjun fór illa með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á fyrsta hring á Hugel-JTBC mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lauk leik á fjórum höggum yfir pari. Ólafía byrjaði á skolla strax á fyrstu braut. Hún paraði næstu tvær holur en fékk svo skolla á 4. og 5. braut, tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu og skolla á sjöundu og var komin sex högg yfir parið. Íþróttamaður ársins 2017 náði að bjarga einu höggi á níundu holu og kláraði því fyrri níu á fimm höggum yfir pari. Seinni níu holurnar voru mun betri hjá Ólafíu, hún fór þær allar á pari nema þá 14., þar fékk hún fugl. Því lauk hún leik á fjórum höggum yfir pari. Útlitið var þó ágætt hjá Ólafíu, hún var í kringum 70. - 80. sætið og hefði góð spilamennska á morgun alveg getað skilað henni í gegnum niðurskurðin. Eftir því sem leið á kvöldið féll hún þó neðar og neðar í töflunni, þrátt fyrir að tapa ekki höggi, því fleiri kylfingar hófu leik og röðuðu sér í sætin fyrir ofan hana. Þegar þessi frétt er skrifuð er Ólafía í 107. - 114. sæti og enn eiga 18 kylfingar eftir að fara út í brautina og fjölmargir eru enn að spila sinn hring. Miðað við stöðuna þegar þessi frétt er skrifuð ætti niðurskurðarlínan á morgun að vera í kringum parið eða eitt högg yfir pari. Því er vel möguleiki fyrir Ólafíu að komast þar í gegn, en þá þarf hún að spila mun betur en hún gerði í byrjun dags í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 22:30 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira