Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2018 11:32 Frá samstöðufundi ljósmæðra sem efnt var til fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara fyrir síðasta samningafund. Búið er að boða til annars samstöðufundar í dag klukkan 13 þegar fundur í kjaradeilunni hefst. Vísir/Rakel Ósk Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. Samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hefst klukkan 13 í dag en kjaraviðræður hafa verið í gangi síðastliðið eitt og hálft ár. Síðasti fundur í deilunni var 22. mars. Aðspurð kveðst Katrín ekki búast við löngum og ströngum fundi hjá ríkissáttasemjara. „En við erum alveg til í langan og strangan fund ef það verða einhverjar samræður, svo sannarlega,“ segir Katrín.„Maður situr alveg klökkur að lesa allar kveðjurnar“ Búið er að boða til samstöðufundar með ljósmæðrum við húsnæði ríkissáttasemjara þegar fundurinn hefst í dag og hafa um 240 manns boðað komu sína á Facebook-síðu viðburðarins. Katrín segir ljósmæður finna fyrir ótrúlegum stuðningi og það sé kannski helst það sem haldi brosinu á ljósmæðrum í baráttunni. Hún segir þennan mikla stuðning í raun hafa komið á óvart. „Maður hefur alltaf fundið fyrir velvild í samfélaginu og auðvitað fylgir okkar störfum mikið tilfinningarót og þakklæti. En þetta er alveg framar okkar björtustu vonum. Maður situr alveg klökkur að lesa allar kveðjurnar undanfarna daga. Þetta er alveg ótrúlega dýrmætt.“ Aðspurð hvort að staðan sé einfaldlega sú að of mikið beri í milli hjá deiluaðilum segir Katrín svo vera. Ljósmæður eru að krefjast leiðréttingar á launasetningunni en Katrín segir að sér finnist sem stéttin mæti ekki skilningi hjá stjórnvöldum. „Nei, mér finnst það ekki og maður upplifir í rauninni að samninganefndin sé umboðslaus til þess að semja við okkur því það kemur ekkert, því miður,“ segir Katrín.Hefur ekki trú á að ljósmæður fari í verkfall að svo stöddu Katrín vill ekki fara nákvæmlega út í tölur eða prósentur varðandi launaleiðréttinguna en greint hefur verið frá því að lægstu laun ljósmæðra séu um 430 þúsund krónur. Þá voru meðllaun ljósmæðra rúmlega 745 þúsund krónur í september í fyrra og í byrjun síðasta sumar rúmar 900 þúsund krónur, en þarna er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku. Einnig er það svo að margar ljósmæður lækka í launum samkvæmt stofnanasamningum þegar þær hafa útskrifast úr ljósmæðranáminu þar sem ljósmæður raðast í lægra launaþrep en hjúkrunarfræðingar. Ljósmæður fóru í verkfall árið 2015 til að knýja á um betri kjör en fengu á sig gerðardóm líkt og tæplega 20 önnur aðildarfélög BHM í ágúst 2015. Katrín hefur ekki trú á því að ljósmæður fari aftur í verkfalli að svo stöddu. „Það hefur ekki skilað neinu fyrir okkur. Það var settur á gerðardómur síðast og fleiri konur eiga inni laun, tugi þúsunda og sumar hundruð þúsunda, fyrir unna vinnu í síðasta verkfalli. Þannig að okkur finnst það bitlaust eins og er. En það sem er að gerasta er að stéttin er að lappast niður. Það eru fjölda margar uppsagnir komnar inn og konur eru bara að snúa sér annað. Þetta er orðin svo löng og lýjandi barátta.“ Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. Samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hefst klukkan 13 í dag en kjaraviðræður hafa verið í gangi síðastliðið eitt og hálft ár. Síðasti fundur í deilunni var 22. mars. Aðspurð kveðst Katrín ekki búast við löngum og ströngum fundi hjá ríkissáttasemjara. „En við erum alveg til í langan og strangan fund ef það verða einhverjar samræður, svo sannarlega,“ segir Katrín.„Maður situr alveg klökkur að lesa allar kveðjurnar“ Búið er að boða til samstöðufundar með ljósmæðrum við húsnæði ríkissáttasemjara þegar fundurinn hefst í dag og hafa um 240 manns boðað komu sína á Facebook-síðu viðburðarins. Katrín segir ljósmæður finna fyrir ótrúlegum stuðningi og það sé kannski helst það sem haldi brosinu á ljósmæðrum í baráttunni. Hún segir þennan mikla stuðning í raun hafa komið á óvart. „Maður hefur alltaf fundið fyrir velvild í samfélaginu og auðvitað fylgir okkar störfum mikið tilfinningarót og þakklæti. En þetta er alveg framar okkar björtustu vonum. Maður situr alveg klökkur að lesa allar kveðjurnar undanfarna daga. Þetta er alveg ótrúlega dýrmætt.“ Aðspurð hvort að staðan sé einfaldlega sú að of mikið beri í milli hjá deiluaðilum segir Katrín svo vera. Ljósmæður eru að krefjast leiðréttingar á launasetningunni en Katrín segir að sér finnist sem stéttin mæti ekki skilningi hjá stjórnvöldum. „Nei, mér finnst það ekki og maður upplifir í rauninni að samninganefndin sé umboðslaus til þess að semja við okkur því það kemur ekkert, því miður,“ segir Katrín.Hefur ekki trú á að ljósmæður fari í verkfall að svo stöddu Katrín vill ekki fara nákvæmlega út í tölur eða prósentur varðandi launaleiðréttinguna en greint hefur verið frá því að lægstu laun ljósmæðra séu um 430 þúsund krónur. Þá voru meðllaun ljósmæðra rúmlega 745 þúsund krónur í september í fyrra og í byrjun síðasta sumar rúmar 900 þúsund krónur, en þarna er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku. Einnig er það svo að margar ljósmæður lækka í launum samkvæmt stofnanasamningum þegar þær hafa útskrifast úr ljósmæðranáminu þar sem ljósmæður raðast í lægra launaþrep en hjúkrunarfræðingar. Ljósmæður fóru í verkfall árið 2015 til að knýja á um betri kjör en fengu á sig gerðardóm líkt og tæplega 20 önnur aðildarfélög BHM í ágúst 2015. Katrín hefur ekki trú á því að ljósmæður fari aftur í verkfalli að svo stöddu. „Það hefur ekki skilað neinu fyrir okkur. Það var settur á gerðardómur síðast og fleiri konur eiga inni laun, tugi þúsunda og sumar hundruð þúsunda, fyrir unna vinnu í síðasta verkfalli. Þannig að okkur finnst það bitlaust eins og er. En það sem er að gerasta er að stéttin er að lappast niður. Það eru fjölda margar uppsagnir komnar inn og konur eru bara að snúa sér annað. Þetta er orðin svo löng og lýjandi barátta.“
Kjaramál Tengdar fréttir „Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Ég hef ekki efni á að starfa sem ljósmóðir“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir sagði upp starfi sínu sem ljósmóðir og segir viðhorfið í kjaradeilunni vera vonbrigði. 29. mars 2018 16:00
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45