Tiger: Bilun að ég sé að spila á Masters Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. apríl 2018 08:00 Það geislar af Tiger á Augusta. vísir/getty Tiger Woods segir að það sé einfaldlega klikkun að hann sé að spila á Masters í ár og hvað þá að hann sé með sigurstranglegri mönnum. Fyrir ári síðan gat hann varla setið í matarboði meistaranna. Það er minna en ár síðan Tiger fór í sína síðustu bakaðgerð en miðað við síðustu mót virðist hún hafa heppnast fullkomlega. „Fyrir aðgerðina var ég vongóður um að geta átt nokkuð verkjalaust líf en átti aldrei von á því að geta sveiflað kylfu aftur af krafti. Svo kom þetta allt saman,“ sagði Tiger kátur eftir æfingahring með Phil Mickelson í gær. Woods hefur fengið að klæðast græna jakkanum fjórum sinnum á ferlinum en síðast gerðist það árið 2005. Síðasta risamótið vann hann svo fyrir tíu árum síðan. Það er því lyginni líkast að hann sé mættur aftur af krafti og sé talinn líklegur til afreka á Masters í ár. Mótið hefst á morgun og verður í beinni á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods segir að það sé einfaldlega klikkun að hann sé að spila á Masters í ár og hvað þá að hann sé með sigurstranglegri mönnum. Fyrir ári síðan gat hann varla setið í matarboði meistaranna. Það er minna en ár síðan Tiger fór í sína síðustu bakaðgerð en miðað við síðustu mót virðist hún hafa heppnast fullkomlega. „Fyrir aðgerðina var ég vongóður um að geta átt nokkuð verkjalaust líf en átti aldrei von á því að geta sveiflað kylfu aftur af krafti. Svo kom þetta allt saman,“ sagði Tiger kátur eftir æfingahring með Phil Mickelson í gær. Woods hefur fengið að klæðast græna jakkanum fjórum sinnum á ferlinum en síðast gerðist það árið 2005. Síðasta risamótið vann hann svo fyrir tíu árum síðan. Það er því lyginni líkast að hann sé mættur aftur af krafti og sé talinn líklegur til afreka á Masters í ár. Mótið hefst á morgun og verður í beinni á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira