Innlent

Jóhann útskýrir milljarðamál sitt gegn Universal

Birgir Olgeirsson skrifar
Jóhann Helgason, tónlistarmaður.
Jóhann Helgason, tónlistarmaður. Vísir/Anton Brink
Tónlistarmaðurinn Jóhann Helgason hefur boðað til blaðamannafundar í Hljóðrita í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðrar málsóknar hans gegn Universal Music og norska lagahöfundinum Rolf Løvland vegna meints hugverkastuldar. Vill Jóhann meina að lagði Söknuður, sem hann samdi við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar, hafi verið stolið og selt í um hundrað milljónum eintaka á undanförnum árum undir heitinu „You Raise Me Up“.

Blaðamannafundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi en hann hefst klukkan 14. 

Á fundinum verður kynnt ný ensk útgáfa lagsins, "Into The Light", en henni er ætlað að undirstrika hinn mikla skyldleika laganna. Á fundinum verður einnig kynnt sérfræðiálit sem unnið var fyrir STEF þar sem tónskylt efni laganna er metið allt að 97%.

Gert er ráð fyrir að kostnaður við málaferlin verði á annað hundrað milljónir króna og að kröfur um ógreidd höfundarlaun og skaðabætur geti hlaupið á milljörðum króna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×