Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 10:15 Björgvin dreif sig á staðinn eftir ábendingu bróður síns en hann sést hér ræða við fólk á vettvangi. Vísir Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. Hann segir að í geymslunni sé m.a. að finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu.Tilfinningaþrungin stund „Ég var heima að vinna í tölvunni og þá sendir bróðir minn mér skilaboð og spyr: Ert þú með eitthvað í geymslum sem eru að brenna núna?“ sagði Björgvin en hann rakti söguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björgvin dreif sig á staðinn eftir ábendingu bróður síns og var staddur á vettvangi brunans við Miðhraun 4 þegar Bylgjan náði tali af honum. Hann sagði stundina tilfinningaþrungna. „Ég er nú staddur hérna og þetta er ekkert smávegis. Þetta er tilfinningaþrungið hjá mér því ég er með geymslu þarna. Ég er með geymslu þarna á fyrstu hæð og í enda gangs í áttina að Icewear, þar sem fólk talar um að bruninn hafi byrjað með sprengingu.“Verður ekki endurbætt Aðspurður sagðist Björgvin telja að hann hlyti nokkurt tjón af brunanum. Hann sagðist nýbúinn að hreinsa út úr hljóðveri sínu og koma ýmsum græjum fyrir í geymslunni í Miðhrauni. Þá sagði hann hluta af búslóð dóttur sinnar Svölu Björgvinsdóttur, söngkonu, einnig í geymslunni auk hljóðupptaka og svokallaðra „mastera“ frá fyrri tíð. „Það er fullt af stöffi þarna sem er tilfinningalegt og verður ekki endurbætt.“Á fullu að „rjúfa hurðir“ Þá sagði Björgvin múg og margmenni á staðnum. Lögregla og slökkvilið ynnu auk þess ötult starf á vettvangi. „Þeir eru á fullu að rjúfa hurðir og maður sér í eldinn, þetta er svakalegt.“ Björgvin var með beina útsendingu frá brunanum á Facebook-síðu sinni þar sem hann fylgdist með því sem fyrir augu bar. Þó er vert að nefna að lögregla biður fólk um að mæta ekki á vettvang. Eldur kviknaði á níunda tímanum í Miðhrauni 4 í Garðabæ, þar sem fyrirtækin Icewear og Geymslur.is eru til húsa. Fjöldi slökkviliðsmanna vinna á vettvangi en mikinn reyk leggur frá húsinu. Hægt er að fylgjast með brunanum í beinni útsendingu hér á Vísi. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. Hann segir að í geymslunni sé m.a. að finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu.Tilfinningaþrungin stund „Ég var heima að vinna í tölvunni og þá sendir bróðir minn mér skilaboð og spyr: Ert þú með eitthvað í geymslum sem eru að brenna núna?“ sagði Björgvin en hann rakti söguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björgvin dreif sig á staðinn eftir ábendingu bróður síns og var staddur á vettvangi brunans við Miðhraun 4 þegar Bylgjan náði tali af honum. Hann sagði stundina tilfinningaþrungna. „Ég er nú staddur hérna og þetta er ekkert smávegis. Þetta er tilfinningaþrungið hjá mér því ég er með geymslu þarna. Ég er með geymslu þarna á fyrstu hæð og í enda gangs í áttina að Icewear, þar sem fólk talar um að bruninn hafi byrjað með sprengingu.“Verður ekki endurbætt Aðspurður sagðist Björgvin telja að hann hlyti nokkurt tjón af brunanum. Hann sagðist nýbúinn að hreinsa út úr hljóðveri sínu og koma ýmsum græjum fyrir í geymslunni í Miðhrauni. Þá sagði hann hluta af búslóð dóttur sinnar Svölu Björgvinsdóttur, söngkonu, einnig í geymslunni auk hljóðupptaka og svokallaðra „mastera“ frá fyrri tíð. „Það er fullt af stöffi þarna sem er tilfinningalegt og verður ekki endurbætt.“Á fullu að „rjúfa hurðir“ Þá sagði Björgvin múg og margmenni á staðnum. Lögregla og slökkvilið ynnu auk þess ötult starf á vettvangi. „Þeir eru á fullu að rjúfa hurðir og maður sér í eldinn, þetta er svakalegt.“ Björgvin var með beina útsendingu frá brunanum á Facebook-síðu sinni þar sem hann fylgdist með því sem fyrir augu bar. Þó er vert að nefna að lögregla biður fólk um að mæta ekki á vettvang. Eldur kviknaði á níunda tímanum í Miðhrauni 4 í Garðabæ, þar sem fyrirtækin Icewear og Geymslur.is eru til húsa. Fjöldi slökkviliðsmanna vinna á vettvangi en mikinn reyk leggur frá húsinu. Hægt er að fylgjast með brunanum í beinni útsendingu hér á Vísi.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28