Telja sig komna með tök á eldinum: „Svakalega mikið tjón“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. apríl 2018 13:41 Slökkviliðið er að störfum. Vísir/Rakel Ósk Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. Notast er við krabba til þess að hjálpa slökkviliðinu að komast í rými sem erfitt getur verið að komast að. „Við erum komnir í seinni áfangann en hann getur oft verið drjúgur í tíma,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við Vísi. Vinna slökkviliðs snýst nú að mestu um að hreinsa til og slökkva í hreiðrum þar sem eldglæður geta leynst. Til þess er notast við aðstoðar krabba þar sem ekki er þorandi að senda slökkviliðsmenn inn. „Hann fer í gegnum þakið og opnar þá fyrir okkur eða lyftir kannski upp stæðum og við getum þá slökkt í því sem er undir,“ segir Jón Viðar.Krabbinn að störfum.Vísir/Rakel ÓskÍ tilkynningu frá slökkviliðinu segir að reykmengun frá stórbrunanum sé að mestu gengin yfir en þar sem reykurinn er mjög skaðlegur sé ráðlagt að halda börnum í leik- og grunnskólum áfram innandyra. Fólki með viðkvæm öndunarfæri er einnig ráðlagt að halda sig inni. Ljóst má þykja að húsnæðið er gjörónýtt en þar var verslun og lager Icewear, geymslur á vegum Geymslna ehf, sem og hluti starfsemi Marels. Meðal þeirra sem bíða fregna af því hvort eitthvað hafi bjargast er Björgvin Halldórsson en hann var með geymslurými á leigu í húsinu, þar sem meðal annars mátti finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu. Aðspurður um hvort að eitthvað hafi sloppið segir Jón Viðar að það sé ólíklegt. „Það er svakalega mikið tjón, ef það er ekki eldurinn þá er það vatnið eða reykurinn.“ Vísir er á vettvangi en beina útsendingu frá slökkvistarfinu má sjá hér. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Slökkvilið telur sig hafa náð tökum á eldinum í verslunar- og iðnaðarhúsnæðinu í Miðhrauni í Garðabæ. Notast er við krabba til þess að hjálpa slökkviliðinu að komast í rými sem erfitt getur verið að komast að. „Við erum komnir í seinni áfangann en hann getur oft verið drjúgur í tíma,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri í samtali við Vísi. Vinna slökkviliðs snýst nú að mestu um að hreinsa til og slökkva í hreiðrum þar sem eldglæður geta leynst. Til þess er notast við aðstoðar krabba þar sem ekki er þorandi að senda slökkviliðsmenn inn. „Hann fer í gegnum þakið og opnar þá fyrir okkur eða lyftir kannski upp stæðum og við getum þá slökkt í því sem er undir,“ segir Jón Viðar.Krabbinn að störfum.Vísir/Rakel ÓskÍ tilkynningu frá slökkviliðinu segir að reykmengun frá stórbrunanum sé að mestu gengin yfir en þar sem reykurinn er mjög skaðlegur sé ráðlagt að halda börnum í leik- og grunnskólum áfram innandyra. Fólki með viðkvæm öndunarfæri er einnig ráðlagt að halda sig inni. Ljóst má þykja að húsnæðið er gjörónýtt en þar var verslun og lager Icewear, geymslur á vegum Geymslna ehf, sem og hluti starfsemi Marels. Meðal þeirra sem bíða fregna af því hvort eitthvað hafi bjargast er Björgvin Halldórsson en hann var með geymslurými á leigu í húsinu, þar sem meðal annars mátti finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu. Aðspurður um hvort að eitthvað hafi sloppið segir Jón Viðar að það sé ólíklegt. „Það er svakalega mikið tjón, ef það er ekki eldurinn þá er það vatnið eða reykurinn.“ Vísir er á vettvangi en beina útsendingu frá slökkvistarfinu má sjá hér.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13 Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Starfsfólk Icewear braut upp hurðir og flúði út um glugga Framkvæmdastjóri Icewear segir það hafa verið tæpt að starfsmenn fyrirtækisins kæmust út þegar eldur kom upp í húsnæðinu á níunda tímanum í morgun. 5. apríl 2018 12:13
Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15
Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent