Búið að handtaka Conor | Tveir slösuðust og geta ekki barist Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2018 07:45 Conor er í mjög vondum málum eftir uppákomu gærkvöldsins. vísir/getty Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. Ástæða þess að Conor mætti í Barclays Center, ásamt föruneyti til þess að gera allt brjálað, er sögð vera sú að vinur hans, Artem Lobov, hafi lent í útistöðum við Rússann Khabib Nurmagomedov á þriðjudag. Það hefur lengi verið kalt á milli Conor og Khabib. Conor ákvað því að fljúga frá Írlandi til New York til þess að standa með vini sínum. Hann er sagður hafa brjálast við að sjá Khabib og hans menn ögra vini sínum. Hér að neðan má sjá myndband af rifrildi Khabib og Lobov en þar sést, og heyrist einnig, er Khabib, slær létt á hnakkann á Lobov. Khabib var ósáttur við að Artem hefði kallað hann aumingja í viðtali fyrir nokkru síðan en Artem neitaði því. Hann kallaði hann nú samt aumingja í viðtalinu þó hann hafi ekki þorað að viðurkenna það.Það alvarlegasta sem Conor gerði í Barclays Center var að kasta tryllu í gegnum glugga rútu þar sem fjöldi bardagakappa á UFC 223 voru í. Þar á meðal Khabib Nurmagomedov. Rúðan brotnaði og gler fór yfir tvo bardagakappa sem sátu við rúðuna. Það voru þeir Michael Chiesa og Ray Borg. Chiesa fékk skurði í andlitið er glerinu rigndi yfir hann. Borg fékk gler í andlitið. Hvorugur þeirra getur barist um helgina. Conor má í raun þakka fyrir að ekki fór verr en sjá má hann brjóta rúðuna hér að neðan. Þess utan er UFC búið að meina Lobov að berjast á morgun og því eru þrír bardagar komnir af dagskrá UFC 223. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðlamanna á Conor von á fjölda kæra upp úr hádegi og eftir þau formlegheit verður honum sleppt. Fleiri eiga örugglega eftir að kæra hann og margir dagar fram undan í dómssalnum hjá honum. UFC hefur eðlilega meinað honum frá því að mæta á bardagakvöldið á morgun og sambandið er að skoða hvort það eigi að reka hann úr UFC. Það verður að teljast afar ólíklegt enda langverðmætasti bardagakappi sambandsins sem hefur fært sambandinu miklar tekjur. MMA Tengdar fréttir Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira
Írinn Conor McGregor gekk af göflunum í Barclays Center í Brooklyn í gær og stakk svo af frá vettvangi. Hann gaf sig fram við lögregluna í nótt og situr nú í fangelsi í Brooklyn. Ástæða þess að Conor mætti í Barclays Center, ásamt föruneyti til þess að gera allt brjálað, er sögð vera sú að vinur hans, Artem Lobov, hafi lent í útistöðum við Rússann Khabib Nurmagomedov á þriðjudag. Það hefur lengi verið kalt á milli Conor og Khabib. Conor ákvað því að fljúga frá Írlandi til New York til þess að standa með vini sínum. Hann er sagður hafa brjálast við að sjá Khabib og hans menn ögra vini sínum. Hér að neðan má sjá myndband af rifrildi Khabib og Lobov en þar sést, og heyrist einnig, er Khabib, slær létt á hnakkann á Lobov. Khabib var ósáttur við að Artem hefði kallað hann aumingja í viðtali fyrir nokkru síðan en Artem neitaði því. Hann kallaði hann nú samt aumingja í viðtalinu þó hann hafi ekki þorað að viðurkenna það.Það alvarlegasta sem Conor gerði í Barclays Center var að kasta tryllu í gegnum glugga rútu þar sem fjöldi bardagakappa á UFC 223 voru í. Þar á meðal Khabib Nurmagomedov. Rúðan brotnaði og gler fór yfir tvo bardagakappa sem sátu við rúðuna. Það voru þeir Michael Chiesa og Ray Borg. Chiesa fékk skurði í andlitið er glerinu rigndi yfir hann. Borg fékk gler í andlitið. Hvorugur þeirra getur barist um helgina. Conor má í raun þakka fyrir að ekki fór verr en sjá má hann brjóta rúðuna hér að neðan. Þess utan er UFC búið að meina Lobov að berjast á morgun og því eru þrír bardagar komnir af dagskrá UFC 223. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðlamanna á Conor von á fjölda kæra upp úr hádegi og eftir þau formlegheit verður honum sleppt. Fleiri eiga örugglega eftir að kæra hann og margir dagar fram undan í dómssalnum hjá honum. UFC hefur eðlilega meinað honum frá því að mæta á bardagakvöldið á morgun og sambandið er að skoða hvort það eigi að reka hann úr UFC. Það verður að teljast afar ólíklegt enda langverðmætasti bardagakappi sambandsins sem hefur fært sambandinu miklar tekjur.
MMA Tengdar fréttir Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55 „Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Sjá meira
Búið að gefa út handtökuskipun á Conor í New York | Myndbönd af látunum Írinn kjaftfori Conor McGregor birtist óvænt á fjölmiðladeginum fyrir UFC 223 í New York í kvöld og gekk gjörsamlega af göflunum 5. apríl 2018 19:55
„Það ógeðslegasta“ sem gerst hefur í sögu UFC Dana White, yfirmaður UFC, segir að Conor McGregor verði refsað fyrir ofbeldisfulla hegðun sína. 5. apríl 2018 22:08