Ætlum að vera í bílstjórasætinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2018 10:30 Stelpurnar verða að vinna í dag. vísir/eyþór Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu ytra klukkan 15.00 í dag í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Frakklandi. Er þetta fyrri leikur liðsins af tveimur í þessu landsleikjahléi. Verður þetta í 5. sinn sem þessi lið mætast í A-landsleik en Slóvenar hafa aðeins unnið einn þeirra, fyrir ellefu árum. Í undankeppninni fyrir EM 2017 mættust liðin tvívegis og vann Ísland 6-0 sigur á vellinum sem leikurinn fer fram á. Eiga Stelpurnar okkar því góðar minningar þaðan.Hungur í hópnum Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, fann fyrir mikilli spennu hjá hópnum að hefja leik, ekki aðeins hjá þeim sem leika á Íslandi, en hópurinn hefur beðið í eftirvæntingu allt frá síðasta keppnisleik í lok október. „Undirbúningurinn hefur gengið vel, það eru allar klárar og ég finn fyrir miklu hungri að byrja aftur í þessari undankeppni. Við vildum helst spila næsta leik strax síðasta haust. Það er mikil eftirvænting að þetta sé að fara aftur af stað eftir fimm mánaða hlé.“ Freyr sagði að upplegg Slóvena hefði ekki breyst á þessum þremur árum síðan liðin mættust á sama velli. „Það eru ekki margar breytingar, þær eru með sterkt varnarlið sem spilar góða pressu og við vitum hvað þarf til. Markvarslan er ennþá vandamál hjá þeim og við ætlum okkur að nýta okkur það. Þær eru sterkar í skyndisóknum og föstum leikatriðum en við vitum af því og ætlum að reyna að loka á það,“ sagði Freyr og bætti við: „Síðast náðum við að brjóta þær niður með tveimur mörkum strax í upphafi, þá þurftu þær að færa sig framar og við gátum nýtt okkur veikleikana í varnarlínu þeirra.“Fögnum því að fá Hörpu aftur Freyr tók því fagnandi að fá Hörpu Þorsteinsdóttur aftur inn í hópinn en hún hefur skorað átján mörk fyrir íslenska landsliðið, þar af tvö í 6-0 sigrinum á Slóveníu árið 2015. „Það yrði mikill kostur að skora snemma í leiknum en við gerum það sem þarf til að fá stigin þrjú. Það er frábært að fá Hörpu aftur inn í liðið, við fögnum því að sjá hana. Við áttum ekki í vandræðum með að skora í lokaleikjum undankeppni Evrópumótsins en meiðsli og fjarvera lykilmanna gerðu okkur erfitt fyrir að skora í æfingarleikjum undanfarið.“ Freyr sagði hópinn vera ákveðinn í að taka fullt hús stiga í næstu þremur leikjum og hafa örlögin í eigin höndum í lokalandsleikjahléinu gegn Tékklandi og Þýskalandi. „Við ætlum okkur að komast í bílstjórasætið í riðlinum og spila úrslitaleiki næsta haust. Við gerum þá kröfu til okkar að ná í þrjú stig í dag. Ef við klárum okkar leiki verðum við í bílstjórasætinu í haust,“ sagði Freyr. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu ytra klukkan 15.00 í dag í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Frakklandi. Er þetta fyrri leikur liðsins af tveimur í þessu landsleikjahléi. Verður þetta í 5. sinn sem þessi lið mætast í A-landsleik en Slóvenar hafa aðeins unnið einn þeirra, fyrir ellefu árum. Í undankeppninni fyrir EM 2017 mættust liðin tvívegis og vann Ísland 6-0 sigur á vellinum sem leikurinn fer fram á. Eiga Stelpurnar okkar því góðar minningar þaðan.Hungur í hópnum Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, fann fyrir mikilli spennu hjá hópnum að hefja leik, ekki aðeins hjá þeim sem leika á Íslandi, en hópurinn hefur beðið í eftirvæntingu allt frá síðasta keppnisleik í lok október. „Undirbúningurinn hefur gengið vel, það eru allar klárar og ég finn fyrir miklu hungri að byrja aftur í þessari undankeppni. Við vildum helst spila næsta leik strax síðasta haust. Það er mikil eftirvænting að þetta sé að fara aftur af stað eftir fimm mánaða hlé.“ Freyr sagði að upplegg Slóvena hefði ekki breyst á þessum þremur árum síðan liðin mættust á sama velli. „Það eru ekki margar breytingar, þær eru með sterkt varnarlið sem spilar góða pressu og við vitum hvað þarf til. Markvarslan er ennþá vandamál hjá þeim og við ætlum okkur að nýta okkur það. Þær eru sterkar í skyndisóknum og föstum leikatriðum en við vitum af því og ætlum að reyna að loka á það,“ sagði Freyr og bætti við: „Síðast náðum við að brjóta þær niður með tveimur mörkum strax í upphafi, þá þurftu þær að færa sig framar og við gátum nýtt okkur veikleikana í varnarlínu þeirra.“Fögnum því að fá Hörpu aftur Freyr tók því fagnandi að fá Hörpu Þorsteinsdóttur aftur inn í hópinn en hún hefur skorað átján mörk fyrir íslenska landsliðið, þar af tvö í 6-0 sigrinum á Slóveníu árið 2015. „Það yrði mikill kostur að skora snemma í leiknum en við gerum það sem þarf til að fá stigin þrjú. Það er frábært að fá Hörpu aftur inn í liðið, við fögnum því að sjá hana. Við áttum ekki í vandræðum með að skora í lokaleikjum undankeppni Evrópumótsins en meiðsli og fjarvera lykilmanna gerðu okkur erfitt fyrir að skora í æfingarleikjum undanfarið.“ Freyr sagði hópinn vera ákveðinn í að taka fullt hús stiga í næstu þremur leikjum og hafa örlögin í eigin höndum í lokalandsleikjahléinu gegn Tékklandi og Þýskalandi. „Við ætlum okkur að komast í bílstjórasætið í riðlinum og spila úrslitaleiki næsta haust. Við gerum þá kröfu til okkar að ná í þrjú stig í dag. Ef við klárum okkar leiki verðum við í bílstjórasætinu í haust,“ sagði Freyr.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira