Undirrituðu viljayfirlýsingu um nýja lausn í fráveitumálum við Mývatn Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. apríl 2018 13:02 Fjármála-og efnahagsráðherra, umhverfis-og auðlindaráðherra, ásamt fulltrúum Skútustaðahrepps og forstjóra Landgræðslunnar undirrituðu í morgun viljayfirlýsingu um samstarf í fráveitumálum Umhverfis-og auðlindaráðuneytið Fráveitumál við Mývatn hafa verið í deiglunni um nokkra hríð en á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að í ljósi óvenjulegra aðstæðna við Mývatn hafi ríkisstjórnin samþykkt, skömmu fyrir jól, aðkomu að málinu, þrátt fyrir þá almennu lagareglu að sveitarfélög beri straum af rekstri veitna innan sinna vébanda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis og auðlindaráðherra segir að verkefnið feli í sér miklar úrbætur; „um það að taka seyru hérna frá atvinnustarfsemi og sveitarfélaginu sem keyrð verður og notuð í landgræðslu upp á Hólasandi, það er verið að leysa, vonandi, þessi frárennslismál sem hér hafa verið í nokkru ólagi í Mývatnssveitinni. Þarna vinnst kannski þrennt; það er verið að stuðla að frekari vernd lífríkisins Mývatns og Laxár, þetta nýtist í landgræðslu og sparar þá áburð á meðan og síðan er þetta mun ódýrari lausn heldur en aðrar lausnir sem skoðaðar voru.“ Aðspurður um hversu miklum fjármunum verði varið í verkefnið svarar Guðmundur: „Af hálfu stjórnvalda verða þetta um 180 milljónir sem fara þá í að byggja aðstöðu upp á Hólasandi til þess að geyma seyruna og síðan er það rekstrarkostnaður fyrir landgræðsluna til þess að bera þetta á, á næstu árum.“ Í tilkynningu frá Umhverfis-og auðlindaráðuneytinu segir að samhliða umbótum í fráveitu verði vöktun á Mývatni efld, einkum á innstreymi næringarefna í vatnið. Um viljayfirlýsinguna hefur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, þetta að segja: „Með þessari viljayfirlýsingu er staðfestur ríkur vilji ríkisstjórnarinnar til að koma að þessu mikilvæga verkefni með heimamönnum.“ Skútustaðahreppur Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira
Fráveitumál við Mývatn hafa verið í deiglunni um nokkra hríð en á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að í ljósi óvenjulegra aðstæðna við Mývatn hafi ríkisstjórnin samþykkt, skömmu fyrir jól, aðkomu að málinu, þrátt fyrir þá almennu lagareglu að sveitarfélög beri straum af rekstri veitna innan sinna vébanda. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis og auðlindaráðherra segir að verkefnið feli í sér miklar úrbætur; „um það að taka seyru hérna frá atvinnustarfsemi og sveitarfélaginu sem keyrð verður og notuð í landgræðslu upp á Hólasandi, það er verið að leysa, vonandi, þessi frárennslismál sem hér hafa verið í nokkru ólagi í Mývatnssveitinni. Þarna vinnst kannski þrennt; það er verið að stuðla að frekari vernd lífríkisins Mývatns og Laxár, þetta nýtist í landgræðslu og sparar þá áburð á meðan og síðan er þetta mun ódýrari lausn heldur en aðrar lausnir sem skoðaðar voru.“ Aðspurður um hversu miklum fjármunum verði varið í verkefnið svarar Guðmundur: „Af hálfu stjórnvalda verða þetta um 180 milljónir sem fara þá í að byggja aðstöðu upp á Hólasandi til þess að geyma seyruna og síðan er það rekstrarkostnaður fyrir landgræðsluna til þess að bera þetta á, á næstu árum.“ Í tilkynningu frá Umhverfis-og auðlindaráðuneytinu segir að samhliða umbótum í fráveitu verði vöktun á Mývatni efld, einkum á innstreymi næringarefna í vatnið. Um viljayfirlýsinguna hefur Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, þetta að segja: „Með þessari viljayfirlýsingu er staðfestur ríkur vilji ríkisstjórnarinnar til að koma að þessu mikilvæga verkefni með heimamönnum.“
Skútustaðahreppur Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira