Sport

Ætluðu að myrða maraþonhlaupara í Berlín

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr hlaupinu í Berlín um síðustu helgi.
Úr hlaupinu í Berlín um síðustu helgi. vísir/getty
Þýska blaðið Die Welt segir að lögreglan í Þýskalandi hefði stöðvað yfirvofandi árás á maraþonhlaupara í Berlín um nýliðna helgi.

Sérsveit lögreglunnar handtók fjóra menn sem voru að undirbúa árás á hálfmaraþonhlaup í borginni. Þeir ætluðu sér að stinga maraþonhlauparana til dauða.

Búið er að staðfesta handtökurnar en að öðru leyti hafa lögregluyfirvöld ekki viljað gefa mikið upp um málið. Þökk sé lögreglunni fór hlaupið fram áfallalaust.

Höfuðpaurinn er sagður vera vinur Túnisbúans Anis Amri sem myrti tólf manns er hann keyrði í gegnum jólamarkað í Berlín árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×