Bubbi og Gylfi takast á um Séra Davíð Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2018 11:03 Meðan Gylfi finnur Séra Davíð flest til foráttu vill Bubbi koma presti til varnar. Kveðskapur Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, sem væntanlegur er á plötu austfirsku pönkhljómsveitarinnar Austurvígstöðvarnar, ætla heldur betur að draga dilk á eftir sér. En, einkum er það kvæðið „Arnþrúður er full“ þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur og Útvarpi Sögu, sem ýfir öldur.Kæra á borði biskupsFyrir liggur að á annan tug kvartana vegna kvæðisins hafa borist Biskupsstofu auk kæru, að sögn Þorvaldar Víðissonar biskupsritara. „Biskup er þessa dagana að uppfylla rannsóknarskyldu sína samkvæmt stjórnsýslulögum, varðandi innkomið erindi er varðar séra Davíð Þór Jónsson sóknarprest í Laugarneskirkju og Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra. Í því ljósi verður síðan metið hvert framhald málsins verður,“ segir Þorvaldur. Víst er að kirkjunni er nokkur vandi á höndum.Frumstæð skrumskæld mynd af Séra DavíðDeilurnar hafa teygt anga sína inn í hið íslenska tónlistarlíf og takast þeir á um séra Davíð þeir Gylfi Ægisson og Bubbi Morthens.Hin frumstæða mynd Gylfa Ægissonar. Séra Satan Satan.Víst er að Gylfi, sem er mikill aðdáandi Útvarps Sögu og þeirra sjónarmiða sem þar hafa verið viðruð, sjónarmiða sem eru einmitt eitur í beinum Séra Davíðs Þórs og snúa að málefnum innflytjenda, er enginn aðdáandi prests nema síður sé. Hann, eða einhver vinur hans, hefur dundað sér við að skrumskæla mynd Vísis af Davíð á fremur frumstæðan hátt. Búið er að teikna tungu snáks í andlit Séra Davíðs, eiga við augu hans og setja á hann vígtennur. Auk þess er búið að skrifa inná myndina: „Séra Satan Satan“. Þessa mynd birtir Gylfi og segir: „Séra Satan í stuði plata á leiðinni“.Bubbi til varnarVinir Gylfi úthúða Séra Davíð með athugasemdum sem vart er hafandi eftir. Og bent á að bloggsíða Séra Davíðs heiti Silfurgeitin, en geitin sé einmitt merki Kölska. Nema, Bubbi Morthens hættir sér inná þennan vígvöll og reynir að verja Davíð með orðunum: „Davíð Þór Jónson er kjarkaður með hjartað á réttum stað og flottur Prestur“. Þessi orð Bubba hitta menn misvel fyrir, eftir því hvar þeir standa í þessari sérkennilegu deilu. Þannig er víst að hvergi nærri er fyrir endann á þessari deilu séð. Hins vegar hefur hún vakið athygli á fyrirhugaðri plötu Austurvígstöðvarinnar, en tekist hefur að safna fyrir upptökukostnaði á Karlolina Fund. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Niðurstöður skoðanakönnunar liggja fyrir. 13. mars 2018 12:30 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Kveðskapur Séra Davíðs Þórs Jónssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju, sem væntanlegur er á plötu austfirsku pönkhljómsveitarinnar Austurvígstöðvarnar, ætla heldur betur að draga dilk á eftir sér. En, einkum er það kvæðið „Arnþrúður er full“ þar sem spjótum er beint að Arnþrúði Karlsdóttur og Útvarpi Sögu, sem ýfir öldur.Kæra á borði biskupsFyrir liggur að á annan tug kvartana vegna kvæðisins hafa borist Biskupsstofu auk kæru, að sögn Þorvaldar Víðissonar biskupsritara. „Biskup er þessa dagana að uppfylla rannsóknarskyldu sína samkvæmt stjórnsýslulögum, varðandi innkomið erindi er varðar séra Davíð Þór Jónsson sóknarprest í Laugarneskirkju og Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra. Í því ljósi verður síðan metið hvert framhald málsins verður,“ segir Þorvaldur. Víst er að kirkjunni er nokkur vandi á höndum.Frumstæð skrumskæld mynd af Séra DavíðDeilurnar hafa teygt anga sína inn í hið íslenska tónlistarlíf og takast þeir á um séra Davíð þeir Gylfi Ægisson og Bubbi Morthens.Hin frumstæða mynd Gylfa Ægissonar. Séra Satan Satan.Víst er að Gylfi, sem er mikill aðdáandi Útvarps Sögu og þeirra sjónarmiða sem þar hafa verið viðruð, sjónarmiða sem eru einmitt eitur í beinum Séra Davíðs Þórs og snúa að málefnum innflytjenda, er enginn aðdáandi prests nema síður sé. Hann, eða einhver vinur hans, hefur dundað sér við að skrumskæla mynd Vísis af Davíð á fremur frumstæðan hátt. Búið er að teikna tungu snáks í andlit Séra Davíðs, eiga við augu hans og setja á hann vígtennur. Auk þess er búið að skrifa inná myndina: „Séra Satan Satan“. Þessa mynd birtir Gylfi og segir: „Séra Satan í stuði plata á leiðinni“.Bubbi til varnarVinir Gylfi úthúða Séra Davíð með athugasemdum sem vart er hafandi eftir. Og bent á að bloggsíða Séra Davíðs heiti Silfurgeitin, en geitin sé einmitt merki Kölska. Nema, Bubbi Morthens hættir sér inná þennan vígvöll og reynir að verja Davíð með orðunum: „Davíð Þór Jónson er kjarkaður með hjartað á réttum stað og flottur Prestur“. Þessi orð Bubba hitta menn misvel fyrir, eftir því hvar þeir standa í þessari sérkennilegu deilu. Þannig er víst að hvergi nærri er fyrir endann á þessari deilu séð. Hins vegar hefur hún vakið athygli á fyrirhugaðri plötu Austurvígstöðvarinnar, en tekist hefur að safna fyrir upptökukostnaði á Karlolina Fund.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Útvarp Satan mun koma út Austurvígstöðvunum tókst að safna fyrir upptökum. 6. apríl 2018 14:50 Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Niðurstöður skoðanakönnunar liggja fyrir. 13. mars 2018 12:30 „Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Hlustendur Útvarps Sögu vilja ekki reka séra Davíð Þór Niðurstöður skoðanakönnunar liggja fyrir. 13. mars 2018 12:30
„Er búið að breyta þjóðkirkjunni í kirkju Satans?“ Pétur Gunnlaugsson krefst þess að biskup reki séra Davíð Þór Jónsson. 12. mars 2018 12:09