Páskapistill Óttar Guðmundsson skrifar 31. mars 2018 09:30 Nú líður að páskum. Í kirkjum landsins safnast saman þeir sem enn eru eftir í þjóðkirkjunni til að rifja upp píslargöngu frelsarans. Sögusviðið er Jerúsalem fyrir 2000 árum. Kristur kemur ríðandi inn í borgina umkringdur lærisveinum sínum. Hann er úthrópaður sem falsspámaður af virtum stjórnmálamönnum, prestum og þekktum álitsgjöfum. Áhrifamenn krefjast þess að hann verði krossfestur enda sé hann hættulegur yfirvöldum. Fjölmargir skynjar hvernig vindurinn blæs og ákveða „að hoppa á vagninn“ og taka undir með kórnum. Múgsefjun grípur um sig þar sem allir keppast við að æpa sem hæst. Jafnvel rómverskum embættismönnum ofbýður þessi ofstækisfulla hjarðhegðun og hvetja til hófsemi. Fylgismenn Jesú eru uggandi enda er andrúmsloftið lævi blandið. Kristur sjálfur óttast um staðfestu stuðningsmanna sinna og sér svikara á hverju strái. Þegar hatursstemmingin nær hámarki er Símon Pétur yfirlærisveinn þráspurður hvort hann sé einn af fylgismönnum Krists. Hann segir nei, nei og aftur nei og fyrr en varir er Pétur genginn í lið með andstæðingum frelsarans og sjálfs sín. Þetta er alvanalegt í netmiðlum nútímans. Menn efast um eigin dómgreind og láta fyrirsjáanlega álitsgjafa og viðhlæjendur þeirra snúa sér í fjölmörgum málum. Þeir týna sjálfum sér eins og Símon Pétur gerir og ganga í lið með óvinum sínum. Áður en varir eru menn þátttakendur í opinberum aftökum á netinu. Minnumst sr. Hallgríms á þessum páskum sem endranær þegar hann segir: Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Gleðilega páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Nú líður að páskum. Í kirkjum landsins safnast saman þeir sem enn eru eftir í þjóðkirkjunni til að rifja upp píslargöngu frelsarans. Sögusviðið er Jerúsalem fyrir 2000 árum. Kristur kemur ríðandi inn í borgina umkringdur lærisveinum sínum. Hann er úthrópaður sem falsspámaður af virtum stjórnmálamönnum, prestum og þekktum álitsgjöfum. Áhrifamenn krefjast þess að hann verði krossfestur enda sé hann hættulegur yfirvöldum. Fjölmargir skynjar hvernig vindurinn blæs og ákveða „að hoppa á vagninn“ og taka undir með kórnum. Múgsefjun grípur um sig þar sem allir keppast við að æpa sem hæst. Jafnvel rómverskum embættismönnum ofbýður þessi ofstækisfulla hjarðhegðun og hvetja til hófsemi. Fylgismenn Jesú eru uggandi enda er andrúmsloftið lævi blandið. Kristur sjálfur óttast um staðfestu stuðningsmanna sinna og sér svikara á hverju strái. Þegar hatursstemmingin nær hámarki er Símon Pétur yfirlærisveinn þráspurður hvort hann sé einn af fylgismönnum Krists. Hann segir nei, nei og aftur nei og fyrr en varir er Pétur genginn í lið með andstæðingum frelsarans og sjálfs sín. Þetta er alvanalegt í netmiðlum nútímans. Menn efast um eigin dómgreind og láta fyrirsjáanlega álitsgjafa og viðhlæjendur þeirra snúa sér í fjölmörgum málum. Þeir týna sjálfum sér eins og Símon Pétur gerir og ganga í lið með óvinum sínum. Áður en varir eru menn þátttakendur í opinberum aftökum á netinu. Minnumst sr. Hallgríms á þessum páskum sem endranær þegar hann segir: Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Gleðilega páska.