Salah ánægður með að vera líkt við Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 12:30 Mohamed Salah er mjög trúaður sem sést á fögnum hans. Vísir/Getty Mohamed Salah er mættur heim til Egyptalands til að taka þátt í verkefnum landsliðsins. Það hefur ekkert farið framhjá löndum hans að knattspyrnuspekingar hafa verið að líkja Liverpool framherjanum við sjálfan Lionel Messi. Salah var mættur á blaðamannafund á vegum landsliðsins í gær en Egyptar eru á leiðinni á HM í Rússlandi og verða þar í riðli með Rússum, Úrúgvæum og Sádum. Fyrsti leikurinn á HM er á móti Úrúgvæ. Næst á dagskrá eru aftur á móti tveir vináttulandsleikir í Zürich í Sviss þar sem Egyptar leika við Portúgal 23. mars og Grikki 27. mars. Egypskir blaðamenn fengu tækifæri til að spyrja stórstjörnuuna sína spjörunum úr á blaðamannafundinum en Salah fór á kostum í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og skoraði þá fernu á móti Watford. Mohamed Salah var meðal annars spurður út í samanburðinn við Lionel Messi en eins um það hvernig hann líti á samfélagsmiðla.Mohamed Salah has no problem with being compared to Lionel Messi. As for social media... pic.twitter.com/3sVf0YWrMS — ESPN FC (@ESPNFC) March 19, 2018 „Það er auðvitað mjög gott fyrir mig að vera líkt við svo stóran leikmann. Menn voru að bera saman mörkin hans og mín, sagði Mohamed Salah og var greinilega ánægður með að vera líkt við Lionel Messi. Mohamed Salah hefur sex stiga forystu á Lionel Messi í baráttunni um Gullskó Evrópu, hefur skorað 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni á móti 25 mörkum messi í spænsku deildinni. Mohamed Salah hefur heldur ekki miklar áhyggjur af samfélagsmiðlunum sem hann notar bara sér til skemmtunnar. „Ég get ekki látið samfélagsmiðlana hafa áhrif á mig hvort það er að breyta skapinu mínu eða breyta sýn mini á lífið. Ég læt þá ekki trufla mig,“ sagði Salah. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Enski boltinn Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Handbolti Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Enski boltinn „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfubolti Fleiri fréttir Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Sjá meira
Mohamed Salah er mættur heim til Egyptalands til að taka þátt í verkefnum landsliðsins. Það hefur ekkert farið framhjá löndum hans að knattspyrnuspekingar hafa verið að líkja Liverpool framherjanum við sjálfan Lionel Messi. Salah var mættur á blaðamannafund á vegum landsliðsins í gær en Egyptar eru á leiðinni á HM í Rússlandi og verða þar í riðli með Rússum, Úrúgvæum og Sádum. Fyrsti leikurinn á HM er á móti Úrúgvæ. Næst á dagskrá eru aftur á móti tveir vináttulandsleikir í Zürich í Sviss þar sem Egyptar leika við Portúgal 23. mars og Grikki 27. mars. Egypskir blaðamenn fengu tækifæri til að spyrja stórstjörnuuna sína spjörunum úr á blaðamannafundinum en Salah fór á kostum í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og skoraði þá fernu á móti Watford. Mohamed Salah var meðal annars spurður út í samanburðinn við Lionel Messi en eins um það hvernig hann líti á samfélagsmiðla.Mohamed Salah has no problem with being compared to Lionel Messi. As for social media... pic.twitter.com/3sVf0YWrMS — ESPN FC (@ESPNFC) March 19, 2018 „Það er auðvitað mjög gott fyrir mig að vera líkt við svo stóran leikmann. Menn voru að bera saman mörkin hans og mín, sagði Mohamed Salah og var greinilega ánægður með að vera líkt við Lionel Messi. Mohamed Salah hefur sex stiga forystu á Lionel Messi í baráttunni um Gullskó Evrópu, hefur skorað 28 mörk í ensku úrvalsdeildinni á móti 25 mörkum messi í spænsku deildinni. Mohamed Salah hefur heldur ekki miklar áhyggjur af samfélagsmiðlunum sem hann notar bara sér til skemmtunnar. „Ég get ekki látið samfélagsmiðlana hafa áhrif á mig hvort það er að breyta skapinu mínu eða breyta sýn mini á lífið. Ég læt þá ekki trufla mig,“ sagði Salah.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Enski boltinn Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Handbolti Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Enski boltinn „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfubolti Fleiri fréttir Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Sjá meira