Leggur fram frumvörp um bann við allri mismunun Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2018 16:03 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra Vísir/Eyþór Frumvörp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra um jafna meðferð á vinnumarkaði og um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna hafa verið lögð fram á Alþingi. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins. Ásmundur segir fagnaðarefni að frumvörpin séu nú komin fyrir þingið og efni þeirra sé mikilvægt þar sem það varði virðingu fyrir mannréttindum og vernd gegn brotum á þeim. „Stjórnarsáttmálinn er skýr hvað þetta varðar og ég treysti því að þessi frumvörp fái gott brautargengi á Alþingi.“ Þá bendir Ásmundur á að hinar Norðurlandaþjóðirnar og önnur Evrópuríki hafi þegar innleitt tilskipun Evrópusambandsins um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna eða endurspeglað efni hennar í landsrétti sínum. Ásmundur segir jafnframt ótækt að Ísland verði eftirbátur vestrænna ríkja þegar kemur að vernd einstaklinga gegn mismunun. „Nú verðum við að koma þessum málum í höfn.“Jöfn meðferð á öllum sviðum Með frumvarpi um jafna meðferð á vinnumarkaði eru lögð til skýr ákvæði sem banna alla mismunun fólks á vinnumarkaði, hvort heldur beina eða óbeina, á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Síðarnefnda frumvarpið kveður svo á um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar. Með skýru banni við mismunun er horft til þess að stuðla að virkri þátttöku sem flestra í íslensku samfélagi óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og koma í veg fyrir félagslega einangrun einstaklinga af sömu ástæðum, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Þá er markmiðið einnig að sporna við því að skoðanir á mismunandi verðleikum kynþátta festi hér rætur. Frumvarp um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna má nálgast hér og frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði má nálgast hér. Stj.mál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira
Frumvörp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra um jafna meðferð á vinnumarkaði og um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna hafa verið lögð fram á Alþingi. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins. Ásmundur segir fagnaðarefni að frumvörpin séu nú komin fyrir þingið og efni þeirra sé mikilvægt þar sem það varði virðingu fyrir mannréttindum og vernd gegn brotum á þeim. „Stjórnarsáttmálinn er skýr hvað þetta varðar og ég treysti því að þessi frumvörp fái gott brautargengi á Alþingi.“ Þá bendir Ásmundur á að hinar Norðurlandaþjóðirnar og önnur Evrópuríki hafi þegar innleitt tilskipun Evrópusambandsins um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna eða endurspeglað efni hennar í landsrétti sínum. Ásmundur segir jafnframt ótækt að Ísland verði eftirbátur vestrænna ríkja þegar kemur að vernd einstaklinga gegn mismunun. „Nú verðum við að koma þessum málum í höfn.“Jöfn meðferð á öllum sviðum Með frumvarpi um jafna meðferð á vinnumarkaði eru lögð til skýr ákvæði sem banna alla mismunun fólks á vinnumarkaði, hvort heldur beina eða óbeina, á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Síðarnefnda frumvarpið kveður svo á um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar. Með skýru banni við mismunun er horft til þess að stuðla að virkri þátttöku sem flestra í íslensku samfélagi óháð kynþætti og þjóðernisuppruna og koma í veg fyrir félagslega einangrun einstaklinga af sömu ástæðum, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Þá er markmiðið einnig að sporna við því að skoðanir á mismunandi verðleikum kynþátta festi hér rætur. Frumvarp um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna má nálgast hér og frumvarp um jafna meðferð á vinnumarkaði má nálgast hér.
Stj.mál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira