Lífið

Barnabók John Oliver um kanínu Mike Pence uppseld á Amazon

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Oliver kynnti bókina í nýjasta þætti Last Week Tonight.
Oliver kynnti bókina í nýjasta þætti Last Week Tonight. Mynd/HBO
Barnabók sem þáttastjórnandinn John Oliver lét útbúa og fjallar um kanínu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna er efst á lista á metsölulista Amazon. Bókin er uppseld og hefur selst meira en barnabókin sem bókin gerir grín að.

Í síðasta þætti Last Week Tonight, spjallþætti John Oliver, fjallaði hann sérstaklega um varaforsetann og vakti athygli á þeirri staðreynd að Pence hefur ekki stutt réttindi samkynhneigðra í gegnum tíðina.

Fjallaði hann einnig um nýja bók sem Pence-fjölskyldan gaf nýverið út, barnabók sem fjallar um gæludýr fjölskyldunnar, kanínuna Marlon Bundo.

Háðfuglinn Oliver staldraði þó ekki þar við og kynnti nýja barnabók, þar sem kanínan Marlon Bundo, er í aðalhlutverki. Munurinn er sá að í bók Oliver verður kanínan ástfanginn af annari karlkyns kanínu.

Bókin kom út á dögunum og hefur rokið úr hillunum. Hefur bókin selst svo vel að hún er uppseld á Amazon og engin bók hefur selst betur en bók Oliver. Er hún efst á metsölulista Amazon, ofar en bók Pence-fjölskyldunnar, sem situr í fjórða sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×