Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. mars 2018 19:15 Velferðarráðuneytið á í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku og rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi en stjórnvöld slitu nýverið samstarfssamningi um verkefnið við Rauða kross Íslands, sem hefur sinnt því í áratugi. Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn í betri höndum hjá hinu opinbera. Þeir opinberu aðilar sem ráðuneytið hefur átt í viðræðum við, hafa bæði áhuga og getu til þess til þess að taka við rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi en auk þeirra hafa einstakir rekstraraðilar lýst yfir áhuga á að koma með markvissari hætti að rekstrinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar þessara aðila Neyðarlínan ohf. sem á og rekur meðal annars neyðarnúmerið Einn-einn-tveir. Frá árinu 1996 hefur fyrirtækið, sem er opinbert einkahlutafélag, séð um flæðistýringu sjúkraflutninga um allt land og innheimtu vegna þeirra í mörg ár. Eigendur Neyðarlínunnar ohf. eru ríkissjóður, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur og var málið tekið fyrir á stjórnarfundi hjá fyrirtækinu í dag. Rauði kross Íslands hefur séð um rekstur sjúkrabílaflotans en samningur um reksturinn við ríkið, rann út fyrir þremur árum og síðan þá hefur verið samið til eins mánaðar í einu. Velferðarráðuneytið tók svo ákvörðun um að hætta samstarfinu og vildi gera það í þrepaskiptum áföngum á þremur árum. Rauði krossinn, sem vildi halda samstarfinu og rekstrinum áfram, sá hins vegar ekki hag sinn í að gera það og vill hætt strax og gaf ráðuneytinu mánuð til þess að koma með tillögur að yfirtöku á rekstrinum. Vegna þessa hefur sjúkrabílaflotinn elst hratt og tafir orðið á endurnýjun. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að til séu nægir fjármunir í bílakaupasjóði sem nýttir verða í fyrsta áfanga fyrirhugaðrar endurnýjunar. Unnið sé að gerð útboðsgagna og því hraðað eins og kostur er. Til að tryggja öryggi bílaflotans verður tafarlaust farið í fyrirbyggjandi viðhald eldri bíla þar til nýir bílar verða tilbúnir. Athygli vekur að ríkið hættir áratuga löngu samstarfi við Rauða krossinn án formlegra skýringa, annarra en þeirra að Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn betur kominn í höndum opinberra aðila, rekstri sem Rauði krossinn hefur sinnt í næstum 90 ár.Uppfært klukkan 21:27Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að Neyðarlínan ohf. hafi séð um innheimtu sjúkraflutninga í mörg ár. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum á Íslandi segir það ekki alveg rétt. Hið rétta er að Neyðarlínan safnar saman upplýsingum um þá sem nota þjónustuna og er þeim upplýsingum komið til RKÍ sem sjá alfarið um innheimtu vegna sjúkraflutninga og hafa alltaf gert. Leiðréttist þetta hér með. Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Velferðarráðuneytið á í viðræðum við tvo aðila um yfirtöku og rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi en stjórnvöld slitu nýverið samstarfssamningi um verkefnið við Rauða kross Íslands, sem hefur sinnt því í áratugi. Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn í betri höndum hjá hinu opinbera. Þeir opinberu aðilar sem ráðuneytið hefur átt í viðræðum við, hafa bæði áhuga og getu til þess til þess að taka við rekstri sjúkrabílaflotans á Íslandi en auk þeirra hafa einstakir rekstraraðilar lýst yfir áhuga á að koma með markvissari hætti að rekstrinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar þessara aðila Neyðarlínan ohf. sem á og rekur meðal annars neyðarnúmerið Einn-einn-tveir. Frá árinu 1996 hefur fyrirtækið, sem er opinbert einkahlutafélag, séð um flæðistýringu sjúkraflutninga um allt land og innheimtu vegna þeirra í mörg ár. Eigendur Neyðarlínunnar ohf. eru ríkissjóður, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur og var málið tekið fyrir á stjórnarfundi hjá fyrirtækinu í dag. Rauði kross Íslands hefur séð um rekstur sjúkrabílaflotans en samningur um reksturinn við ríkið, rann út fyrir þremur árum og síðan þá hefur verið samið til eins mánaðar í einu. Velferðarráðuneytið tók svo ákvörðun um að hætta samstarfinu og vildi gera það í þrepaskiptum áföngum á þremur árum. Rauði krossinn, sem vildi halda samstarfinu og rekstrinum áfram, sá hins vegar ekki hag sinn í að gera það og vill hætt strax og gaf ráðuneytinu mánuð til þess að koma með tillögur að yfirtöku á rekstrinum. Vegna þessa hefur sjúkrabílaflotinn elst hratt og tafir orðið á endurnýjun. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að til séu nægir fjármunir í bílakaupasjóði sem nýttir verða í fyrsta áfanga fyrirhugaðrar endurnýjunar. Unnið sé að gerð útboðsgagna og því hraðað eins og kostur er. Til að tryggja öryggi bílaflotans verður tafarlaust farið í fyrirbyggjandi viðhald eldri bíla þar til nýir bílar verða tilbúnir. Athygli vekur að ríkið hættir áratuga löngu samstarfi við Rauða krossinn án formlegra skýringa, annarra en þeirra að Velferðarráðuneytið og heilbrigðisráðherra telja reksturinn betur kominn í höndum opinberra aðila, rekstri sem Rauði krossinn hefur sinnt í næstum 90 ár.Uppfært klukkan 21:27Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að Neyðarlínan ohf. hafi séð um innheimtu sjúkraflutninga í mörg ár. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossinum á Íslandi segir það ekki alveg rétt. Hið rétta er að Neyðarlínan safnar saman upplýsingum um þá sem nota þjónustuna og er þeim upplýsingum komið til RKÍ sem sjá alfarið um innheimtu vegna sjúkraflutninga og hafa alltaf gert. Leiðréttist þetta hér með.
Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30
Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04
Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46