Örn og skrambi á fyrsta hring Ólafíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2018 09:01 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir situr í 85. sæti á Kia Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni eftir skrautlegan fyrsta hring á mótinu í nótt. Ólafía er á einu höggi yfir pari en paraði aðeins níu holur í gær. Hún fékk einn örn, þrjá fugla, fjóra skolla og einn skramba. Hún byrjaði mótið illa þar sem hún fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. Hún náði að rétta sig af með fimm pörum í röð áður en hún fékk örn á áttundu holu og svo fugl á níundu. Ólafía var því í góðri stöðu fyrir seinni níu holurnar en hún gerði sér óleik með því að leika fyrstu fjórar holurnar á seinni níu á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún náði að rétta sinn hlut með fugli á fimmtándu og sautjándu. Ólafía sló ágætlega af teig og hitti brautina í ellefu af fjórtán skiptum. Hún púttaði svo alls 32 sinnum í nótt. Hee Young Park, Jackie Stoelting og Caroline Hedwall eru efstar á mótinu á sex höggum undir pari en eftstu 70 keppendurnir komast í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 23.00 í nótt. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir situr í 85. sæti á Kia Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni eftir skrautlegan fyrsta hring á mótinu í nótt. Ólafía er á einu höggi yfir pari en paraði aðeins níu holur í gær. Hún fékk einn örn, þrjá fugla, fjóra skolla og einn skramba. Hún byrjaði mótið illa þar sem hún fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. Hún náði að rétta sig af með fimm pörum í röð áður en hún fékk örn á áttundu holu og svo fugl á níundu. Ólafía var því í góðri stöðu fyrir seinni níu holurnar en hún gerði sér óleik með því að leika fyrstu fjórar holurnar á seinni níu á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún náði að rétta sinn hlut með fugli á fimmtándu og sautjándu. Ólafía sló ágætlega af teig og hitti brautina í ellefu af fjórtán skiptum. Hún púttaði svo alls 32 sinnum í nótt. Hee Young Park, Jackie Stoelting og Caroline Hedwall eru efstar á mótinu á sex höggum undir pari en eftstu 70 keppendurnir komast í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 23.00 í nótt.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira