Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 08:19 Facebook hefur einnig átt í vök að verjast eftir uppljóstranir um hvernig Cambridge Analytica gat notað persónuupplýsingar um tugi milljóna notenda. Vísir/AFP Fyrirtækið sem varð síðar að Cambridge Analytica, greiningarfyrirtækinu umdeilda sem er sakað um að hafa nýtt illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook, stærði sig af því að hafa átt við kosningar í löndum eins og Nígeríu. Í bæklingi frá fyrirtækinu SCL Elections, sem síðar varð að Cambridge Analytica, fullyrðir það að það hafi skipulagt kosningafundi í Nígeríu til að fæla stuðningsfólk stjórnarandstöðu landsins frá því að kjósa árið 2007. Evrópskir kosningaeftirlitsmenn sögðu á þeim tíma að kosningarnar hefðu verið einar þær minnst trúverðugu sem þeir hefðu fylgst með.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að bæklingurinn sé frá því fyrir árið 2014 en þá byrjaði Cambridge Analytica að nota gögn um fimmtíu milljónir Facebook-notenda. Í bæklingnum er einnig að finna fullyrðingar um afskipti af kosningum í Lettlandi árið 2006 og í Trinidad og Tobago árið 2010. SCL Elections fullyrti einnig að viðskiptavinir gætu komist í samband við fyrirtækið í gegnum bresk sendiráð og að það væri með öryggisheimild frá breska varnarmálaráðuneytinu til að sýsla með trúnaðargögn.Fékk verktakasamninga við bresk stjórnvöldUtanríkisráðuneyti Bretlands segist ekki hafa vitað af þessum ásökunum þegar SCL Elections fékk verktakaverkefni fyrir bresku ríkisstjórnina árið 2008. BBC segir að flest af því sem fyrirtækið talar um í bæklingnum hafi átt sér stað fyrir þá samninga. Persónuvernd Bretlands rannsakar nú Cambridge Analytica vegna uppljóstrana um notkun fyrirtækisins á Facebook-gögnunum. Dómari veitti heimild til húsleitar á skrifstofum þess í London á föstudag. Cambridge Analytica var stofnað árið 2013 á grunni SCL Elections sem hafði þá starfað mun lengur. Alexander Nix, forstjóri fyrirtækisins, var vikið tímabundið í starfi í vikunni á meðan ásakanirnar eru rannsakaðar. Á upptökum sem Channel 4-sjónvarpsstöðin gerði á laun og birtar voru i vikunni heyrðist Nix og annar stjórnandi fyrirtækisins meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hefði unnið í fjölda kosninga um allan heim með leynd. Sögðu þeir einnig frá hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum. Trínidad og Tóbagó Tengdar fréttir Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Sjá meira
Fyrirtækið sem varð síðar að Cambridge Analytica, greiningarfyrirtækinu umdeilda sem er sakað um að hafa nýtt illa fengnar persónuupplýsingar af Facebook, stærði sig af því að hafa átt við kosningar í löndum eins og Nígeríu. Í bæklingi frá fyrirtækinu SCL Elections, sem síðar varð að Cambridge Analytica, fullyrðir það að það hafi skipulagt kosningafundi í Nígeríu til að fæla stuðningsfólk stjórnarandstöðu landsins frá því að kjósa árið 2007. Evrópskir kosningaeftirlitsmenn sögðu á þeim tíma að kosningarnar hefðu verið einar þær minnst trúverðugu sem þeir hefðu fylgst með.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að bæklingurinn sé frá því fyrir árið 2014 en þá byrjaði Cambridge Analytica að nota gögn um fimmtíu milljónir Facebook-notenda. Í bæklingnum er einnig að finna fullyrðingar um afskipti af kosningum í Lettlandi árið 2006 og í Trinidad og Tobago árið 2010. SCL Elections fullyrti einnig að viðskiptavinir gætu komist í samband við fyrirtækið í gegnum bresk sendiráð og að það væri með öryggisheimild frá breska varnarmálaráðuneytinu til að sýsla með trúnaðargögn.Fékk verktakasamninga við bresk stjórnvöldUtanríkisráðuneyti Bretlands segist ekki hafa vitað af þessum ásökunum þegar SCL Elections fékk verktakaverkefni fyrir bresku ríkisstjórnina árið 2008. BBC segir að flest af því sem fyrirtækið talar um í bæklingnum hafi átt sér stað fyrir þá samninga. Persónuvernd Bretlands rannsakar nú Cambridge Analytica vegna uppljóstrana um notkun fyrirtækisins á Facebook-gögnunum. Dómari veitti heimild til húsleitar á skrifstofum þess í London á föstudag. Cambridge Analytica var stofnað árið 2013 á grunni SCL Elections sem hafði þá starfað mun lengur. Alexander Nix, forstjóri fyrirtækisins, var vikið tímabundið í starfi í vikunni á meðan ásakanirnar eru rannsakaðar. Á upptökum sem Channel 4-sjónvarpsstöðin gerði á laun og birtar voru i vikunni heyrðist Nix og annar stjórnandi fyrirtækisins meðal annars lýsa því hvernig fyrirtækið hefði unnið í fjölda kosninga um allan heim með leynd. Sögðu þeir einnig frá hvernig þeir gætu leitt pólitíska andstæðinga í gildru með mútum og vændiskonum.
Trínidad og Tóbagó Tengdar fréttir Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38 Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30 Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16 Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45 Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45 Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Sjá meira
Vilja rannsaka Cambridge Analytica Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að fara fram á leitarheimild til þess að rannsaka gagnagrunna og gagnaver fyrirtækisins Cambridge Analytica. 20. mars 2018 07:38
Ráðgjafar Trump-framboðsins beita mútum og vændiskonum gegn stjórnmálamönnum Forsvarsmenn Cambridge Analytica lýstu óheiðarlegum aðferðum sem þeir notuðu til að hafa áhrif á kosningar um allan heim við fréttamann sem þóttist vera áhugasamur viðskiptavinur fyrirtækisins. 19. mars 2018 20:30
Húsleit heimiluð á skrifstofum Cambridge Analytica Persónuvernd Bretlands sækist eftir gögnum sem geta varpað ljósi á hvort að persónuupplýsingar af Facebook hafi verið notaðar til að sérsníða auglýsingar að kjósendum. 23. mars 2018 20:16
Stofnandi Facebook gengst við mistökum og lofar að vernda gögn notenda Mark Zuckerberg rýfur þögnina um Cambridge Analytica í færslu á Facebook. 21. mars 2018 20:45
Nýr ráðgjafi Trump sagður hafa nýtt Facebook-gögn Cambridge Analytica Fyrrverandi starfsmaður CA segir að pólitísk aðgerðanefnd Johns Bolton, nýs þjóðaröryggisráðgjafa Trump, hafi vitað af því að fyrirtækið notaði gögn frá Facebook þegar það vann fyrir hana. 23. mars 2018 22:45
Forstjóra umdeilda greiningarfyrirtækisins vikið úr starfi eftir hneyksli Uppljóstranir um misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og leynilegar upptökur eru ástæða þess að Alexander Nix hefur verið settur til hliðar tímabundið sem forstjóri Cambridge Analytica. 20. mars 2018 20:45