Enn einn draugurinn Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 27. mars 2018 07:00 Mörg eigum við einhvers konar hulduheima þar sem við hegðum okkur með allt öðrum hætti en á vettvangi dagsins. Það er ekkert nýtt. Þegar forfeður okkar fóru í víking voru þeir undir þessum huliðshjálmi. Þess vegna hélt, til dæmis, Hrútur Herjólfsson að hann gæti gamnað sér með móður Noregskonungs án þess að það setti blett á samband hans við sína trúlofuðu konu heima á Íslandi. Donald Trump fer ekki lengra en inn í búningsherbergi til að komast undir þennan hjúp þar sem hann getur hreykt sér af því hvernig hann getur gripið kvenmannssköp hér og þar rétt eins og við ófrægu grípum okkur samloku. Svo eru það sumir sem telja að Bakkus geti veitt þessa friðhelgi. Ef við værum peningar væru þetta okkar aflandseyjar. Þar erum við ónæm fyrir siðleysinu um sinn og finnst við því koma þaðan hvítþvegin út þó við höfum öslað aurinn. Stór partur af pólitíkinni og viðskiptalífinu fer fram undir slíkum huliðshjúpi en svo villast þaðan innmúraðir uppvakningar í hversdagsleikanum. Eða þannig virka á mig fréttir af óhóflegum forstjóralaunum, pólitískum ráðningum og yfirgengilegri þjónustulund stjórnmálamanna við áhrifamenn til dæmis með því að þjóðnýta skuldir þeirra og passa upp á að þjóðin hafi ekki af þeim auðlindirnar. Auðvitað bregður fólki við draugsa en reynslan hefur sýnt mér að það er líka býsna fljótt að finna frið í reimleikunum. Kannski erum við farin að læra af skrímslaleiðbeiningum Gísla á Uppsölum en hann batt þær í þetta mál: Mætirðu skrímsli máttu ei trega, maður þá vex þín neyð. Heilsaðu bara hæversklega, haltu svo þína leið. Þetta eru fín viðbrögð þegar þú mætir Fjörulallanum en á þetta við þegar enn einn draugurinn verður á vegi þínum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Mörg eigum við einhvers konar hulduheima þar sem við hegðum okkur með allt öðrum hætti en á vettvangi dagsins. Það er ekkert nýtt. Þegar forfeður okkar fóru í víking voru þeir undir þessum huliðshjálmi. Þess vegna hélt, til dæmis, Hrútur Herjólfsson að hann gæti gamnað sér með móður Noregskonungs án þess að það setti blett á samband hans við sína trúlofuðu konu heima á Íslandi. Donald Trump fer ekki lengra en inn í búningsherbergi til að komast undir þennan hjúp þar sem hann getur hreykt sér af því hvernig hann getur gripið kvenmannssköp hér og þar rétt eins og við ófrægu grípum okkur samloku. Svo eru það sumir sem telja að Bakkus geti veitt þessa friðhelgi. Ef við værum peningar væru þetta okkar aflandseyjar. Þar erum við ónæm fyrir siðleysinu um sinn og finnst við því koma þaðan hvítþvegin út þó við höfum öslað aurinn. Stór partur af pólitíkinni og viðskiptalífinu fer fram undir slíkum huliðshjúpi en svo villast þaðan innmúraðir uppvakningar í hversdagsleikanum. Eða þannig virka á mig fréttir af óhóflegum forstjóralaunum, pólitískum ráðningum og yfirgengilegri þjónustulund stjórnmálamanna við áhrifamenn til dæmis með því að þjóðnýta skuldir þeirra og passa upp á að þjóðin hafi ekki af þeim auðlindirnar. Auðvitað bregður fólki við draugsa en reynslan hefur sýnt mér að það er líka býsna fljótt að finna frið í reimleikunum. Kannski erum við farin að læra af skrímslaleiðbeiningum Gísla á Uppsölum en hann batt þær í þetta mál: Mætirðu skrímsli máttu ei trega, maður þá vex þín neyð. Heilsaðu bara hæversklega, haltu svo þína leið. Þetta eru fín viðbrögð þegar þú mætir Fjörulallanum en á þetta við þegar enn einn draugurinn verður á vegi þínum?
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar