Var 17 ára þegar fjölskyldan snéri við honum baki vegna kynhneigðar hans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. mars 2018 19:30 Tuttugu og átta ára flóttamaður frá Úganda sem hefur þurft að þola miklar ofsóknir í heimalandi sínu vonast til þess að eiga framtíð hér á landi. Fjölskylda hans afneitaði honum og þá hefur hann verið beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hakim kom sem flóttamaður hingað til lands fyrr í mánuðinum ásamt níu öðrum í hópi hinseginflóttamanna frá Úganda. Hakim á merkilega sögu en þegar hann var 17 ára gamall snéri fjölskylda hans við honum baki þegar hún komst að því að hann væri samkynhneigður. „Ég fór að heiman en hafði engan samastað svo ég bjó á götunni. Seinna reyndi ég að tala við eina frænku mína. Ég fór til hennar og útskýrði allt. Hún skildi mig að lokum og sagði að ég ætti kannski að búa hjá henni,“ segir Hakim í samtali við Stöð 2. Frænka hans og maðurinn hennar veittu honum þak yfir höfuðið og hjálpuðu honum að greiða skólagjöld en Hakim var enn námsmaður þegar fjölskyldan afneitaði honum. Ekki leið þó á löngu þar til maður frænkunnar tók að misnota hann. „Hann fór þá að koma inn í herbergið mitt til að.. þú veist. Bað mig að... Ég reyndi að neita, því ég vissi hverjar afleiðingarnar yrðu. En hann sagði að ef ég neitaði myndi hann hætta að borga skólagjöldin. Svo ég hafði ekkert val.“Missti ástina í slysi Einn daginn komst upp um málið og maður frænkunnar stakk af en sjálfur lenti Hakim í fangelsi þar sem hann dvaldi í tvo mánuði. Þar sem hann var undir lögaldri var honum útvegaður lögfræðingur sem hjálpaði honum að losna úr fangelsi en ekki tók betra við. Eftir nokkurn tíma á götunni kynntist hann erlendum blaðamanni sem reyndist honum afar vel og þeir byrjuðu að búa saman. „Ég elskaði hann. Við elskuðum hvor annan. Hann var bjargvættur minn,“ segir Hakim. Og áföllin héldu áfram að dynja á en nokkru síðar lést kærastinn í slysi. Upp frá því hóf Hakim að beita sér í réttindabaráttu samkynhneigðra og stofnaði meðal annars hjálparsamtök í þeim tilgangi. Árið 2014 voru sett lög gegn samkynhneigð í Úganda sem gerði líf hinsegin fólks, sem þó var erfitt fyrir, enn erfiðara. Hakim lagði á flótta til Kenía árið 2016 þar sem hann dvaldi í tvö ár en er nú kominn til Íslands þar sem hann hlakkar til að hefja nýtt líf og hann kveðst þakklátur íslensku þjóðinni og stjórnvöldum fyrir tækifærið. Í næsta mánuði byrjar hann að læra íslensku en í framtíðinni dreymir hann um að vinna í tískubransanum eða við tónlistar- eða sjónvarpsframleiðslu. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Tuttugu og átta ára flóttamaður frá Úganda sem hefur þurft að þola miklar ofsóknir í heimalandi sínu vonast til þess að eiga framtíð hér á landi. Fjölskylda hans afneitaði honum og þá hefur hann verið beittur líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hakim kom sem flóttamaður hingað til lands fyrr í mánuðinum ásamt níu öðrum í hópi hinseginflóttamanna frá Úganda. Hakim á merkilega sögu en þegar hann var 17 ára gamall snéri fjölskylda hans við honum baki þegar hún komst að því að hann væri samkynhneigður. „Ég fór að heiman en hafði engan samastað svo ég bjó á götunni. Seinna reyndi ég að tala við eina frænku mína. Ég fór til hennar og útskýrði allt. Hún skildi mig að lokum og sagði að ég ætti kannski að búa hjá henni,“ segir Hakim í samtali við Stöð 2. Frænka hans og maðurinn hennar veittu honum þak yfir höfuðið og hjálpuðu honum að greiða skólagjöld en Hakim var enn námsmaður þegar fjölskyldan afneitaði honum. Ekki leið þó á löngu þar til maður frænkunnar tók að misnota hann. „Hann fór þá að koma inn í herbergið mitt til að.. þú veist. Bað mig að... Ég reyndi að neita, því ég vissi hverjar afleiðingarnar yrðu. En hann sagði að ef ég neitaði myndi hann hætta að borga skólagjöldin. Svo ég hafði ekkert val.“Missti ástina í slysi Einn daginn komst upp um málið og maður frænkunnar stakk af en sjálfur lenti Hakim í fangelsi þar sem hann dvaldi í tvo mánuði. Þar sem hann var undir lögaldri var honum útvegaður lögfræðingur sem hjálpaði honum að losna úr fangelsi en ekki tók betra við. Eftir nokkurn tíma á götunni kynntist hann erlendum blaðamanni sem reyndist honum afar vel og þeir byrjuðu að búa saman. „Ég elskaði hann. Við elskuðum hvor annan. Hann var bjargvættur minn,“ segir Hakim. Og áföllin héldu áfram að dynja á en nokkru síðar lést kærastinn í slysi. Upp frá því hóf Hakim að beita sér í réttindabaráttu samkynhneigðra og stofnaði meðal annars hjálparsamtök í þeim tilgangi. Árið 2014 voru sett lög gegn samkynhneigð í Úganda sem gerði líf hinsegin fólks, sem þó var erfitt fyrir, enn erfiðara. Hakim lagði á flótta til Kenía árið 2016 þar sem hann dvaldi í tvö ár en er nú kominn til Íslands þar sem hann hlakkar til að hefja nýtt líf og hann kveðst þakklátur íslensku þjóðinni og stjórnvöldum fyrir tækifærið. Í næsta mánuði byrjar hann að læra íslensku en í framtíðinni dreymir hann um að vinna í tískubransanum eða við tónlistar- eða sjónvarpsframleiðslu.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira