Íslensk ferðaskrifstofa er með yfir 100 miða á Argentínuleikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2018 16:15 Það er enn möguleiki að komast á Argentínuleikinn í Moskvu en það er dýrt. vísir/getty Ferðaskrifstofan Tripical segist stefna á að setja yfir 100 miða á leik Íslands og Argentínu á HM í sölu í dag. „Við erum að selja ferðir til Rússlands og höfum verið að kaupa hótelherbergi af FIFA. Þar af leiðandi hefur okkur boðist að kaupa pakkadíla af FIFA sem eru miðar á leikina með mat, drykk og fleiru,“ segir Styrmir Elí Ingólfsson hjá Tripical en miðarnir eru á svokölluðu Category 1 svæði. „Miðaverðið er 79 þúsund krónur. Við erum með 100 miða eins og er á þessu verði. Svo erum við líka með dýrari VIP-miða. Það er ekki komið verð á þá miða en fer eftir fyrirspurnum í miðana. Þeir eru mjög dýrir eða á um annað hundrað þúsund krónur.“Ekki hægt að kaupa staka pakka Tripical hefur verið með í sölu hópferðir til Rússlands og þar á meðal á þennan leik í Moskvu. Inn í þeim pakka er miði ekki innifalinn og stendur að miðann þurfi fólk að kaupa hjá FIFA. „Það er einungis hægt að kaupa þessa miða hjá okkur ef fólk er búið að kaupa miða í hópferðina. Það er ekki bara hægt að kaupa staka miðapakka hjá okkur,“ segir Styrmir Elí og bætir við að ferðaskrifstofan hafi aðgengi að um 120 miðum á leikinn.Það vilja margir komast á leikinn í Moskvu.vísir/gettyEru lúxuspakkar Nú segir á heimasíðu FIFA að eingöngu sé hægt að kaupa miða á HM í gegnum heimasíðu FIFA. Miðar sem keyptir séu eftir öðrum leiðum verði gerðir ógildir. Í reglum FIFA um miðasöluna er einnig talað um sölu á svokölluðum „Official hospitality“ pakka sem er sérpakki. Lúxuspakki sem fyrirtæki og einstaklingar geta keypt. Tripical segist vera að selja þá pakka. „Í gegnum okkar viðskipti við FIFA var okkur bent á að við gætum keypt þessa pakka með miðum, mat, drykkjum, bílastæði og fleira. Pakkarnir eru keyptir á nöfn starfsmanna og má kaupa upp í 40 pakka á hvern einstakling. Starfsmennirnir eru með miðana á sínu nafni og síðan getum við ráðstafað miðunum á okkur kúnna,“ segir Styrmir Elí og bætir við að fólk geti verið öruggt um að miðarnir séu löglegir.Allt er rétt og löglegt „Fólk getur verið öruggt um það. Við erum í beinum samskiptum við FIFA og þetta eru þær upplýsingar sem þeir gefa okkur. Við förum bara eftir þeirra leiðbeiningum og pössum upp á að allt sé gert rétt og löglegt.“ Styrmir segir að ferðaskrifstofan sé þegar farin að bjóða þeim sem keyptu ferð út með þeim miða á leikinn. Hann fagni öllum fyrirspurnum frá áhugasömum kaupendum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið Enn einn miðasöluglugginn á HM verður opnaður í fyrramálið og nú er það fyrstur kemur, fyrstur fær. 12. mars 2018 10:00 Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Framkvæmdastjóri KSÍ er svekkt með lítið upplýsingaflæði Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 13. mars 2018 10:00 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Ferðaskrifstofan Tripical segist stefna á að setja yfir 100 miða á leik Íslands og Argentínu á HM í sölu í dag. „Við erum að selja ferðir til Rússlands og höfum verið að kaupa hótelherbergi af FIFA. Þar af leiðandi hefur okkur boðist að kaupa pakkadíla af FIFA sem eru miðar á leikina með mat, drykk og fleiru,“ segir Styrmir Elí Ingólfsson hjá Tripical en miðarnir eru á svokölluðu Category 1 svæði. „Miðaverðið er 79 þúsund krónur. Við erum með 100 miða eins og er á þessu verði. Svo erum við líka með dýrari VIP-miða. Það er ekki komið verð á þá miða en fer eftir fyrirspurnum í miðana. Þeir eru mjög dýrir eða á um annað hundrað þúsund krónur.“Ekki hægt að kaupa staka pakka Tripical hefur verið með í sölu hópferðir til Rússlands og þar á meðal á þennan leik í Moskvu. Inn í þeim pakka er miði ekki innifalinn og stendur að miðann þurfi fólk að kaupa hjá FIFA. „Það er einungis hægt að kaupa þessa miða hjá okkur ef fólk er búið að kaupa miða í hópferðina. Það er ekki bara hægt að kaupa staka miðapakka hjá okkur,“ segir Styrmir Elí og bætir við að ferðaskrifstofan hafi aðgengi að um 120 miðum á leikinn.Það vilja margir komast á leikinn í Moskvu.vísir/gettyEru lúxuspakkar Nú segir á heimasíðu FIFA að eingöngu sé hægt að kaupa miða á HM í gegnum heimasíðu FIFA. Miðar sem keyptir séu eftir öðrum leiðum verði gerðir ógildir. Í reglum FIFA um miðasöluna er einnig talað um sölu á svokölluðum „Official hospitality“ pakka sem er sérpakki. Lúxuspakki sem fyrirtæki og einstaklingar geta keypt. Tripical segist vera að selja þá pakka. „Í gegnum okkar viðskipti við FIFA var okkur bent á að við gætum keypt þessa pakka með miðum, mat, drykkjum, bílastæði og fleira. Pakkarnir eru keyptir á nöfn starfsmanna og má kaupa upp í 40 pakka á hvern einstakling. Starfsmennirnir eru með miðana á sínu nafni og síðan getum við ráðstafað miðunum á okkur kúnna,“ segir Styrmir Elí og bætir við að fólk geti verið öruggt um að miðarnir séu löglegir.Allt er rétt og löglegt „Fólk getur verið öruggt um það. Við erum í beinum samskiptum við FIFA og þetta eru þær upplýsingar sem þeir gefa okkur. Við förum bara eftir þeirra leiðbeiningum og pössum upp á að allt sé gert rétt og löglegt.“ Styrmir segir að ferðaskrifstofan sé þegar farin að bjóða þeim sem keyptu ferð út með þeim miða á leikinn. Hann fagni öllum fyrirspurnum frá áhugasömum kaupendum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30 Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið Enn einn miðasöluglugginn á HM verður opnaður í fyrramálið og nú er það fyrstur kemur, fyrstur fær. 12. mars 2018 10:00 Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Framkvæmdastjóri KSÍ er svekkt með lítið upplýsingaflæði Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 13. mars 2018 10:00 Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Ekki uppselt á leikinn gegn Argentínu FIFA hefur svarað fyrirspurn KSÍ og varar við misskilningi á orðalagi. 13. mars 2018 09:30
Þá sem vantar miða á HM fá annan séns í fyrramálið Enn einn miðasöluglugginn á HM verður opnaður í fyrramálið og nú er það fyrstur kemur, fyrstur fær. 12. mars 2018 10:00
Klara: „FIFA er þyngra en nokkuð skrifræðisbákn sem við höfum komist í tæri við“ Framkvæmdastjóri KSÍ er svekkt með lítið upplýsingaflæði Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 13. mars 2018 10:00
Engir miðar lengur í boði á leik Íslands og Argentínu Lengi getur vondur fótboltadagur versnað hjá stuðningsmönnum íslenska fótboltalandsliðsins. Nú hefur komið í ljós að ekki verður hægt að kaupa miða á leik Íslands og Argentínu á HM á morgun líkt og margir höfðu vonað. 12. mars 2018 14:24