Tokens gjaldmiðillinn á Sónar Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2018 16:00 Sónar hefst á föstudaginn í Hörpunni. Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram með pompi og prakt í Hörpu dagana 16. og 17. mars. Það fer því heldur betur að styttast í herlegheitin en alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík en Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Underworld, Danny Brown, Nadia Rose og TOKiMONSTA auk fjölda annarra innlendra og erlendra listamanna. Til þess að þjónusta gesti hátíðarinnar enn betur hefur verið brugðið á það ráð að taka upp nýjan gjaldmiðil á hátíðinni, svokölluð token. „Við náðum samkomulagi við Hörpu og KH veitingar að taka upp nýtt fyrirkomulag á veitingasölunni á meðan á hátíðinni stendur. Þetta er gert með það að augnamiði að stytta afgreiðslutíma í Hörpu þegar kemur að veitingum umtalsvert,” segir Ásgeir Guðmundsson framkvæmdarstjóri Sónar Reykjavík. „Það er okkur mikilvægt að gestir Sónar Reykjavík eyði sem allra minnstum tíma í það að bíða eftir eins einum bjór og nýti sem mestan tíma í að fylgjast með þeim frábæru atriðum sem hátíðin býður upp á og njóta.”Ekki verið áberandi hér á landi Fyrirkomulagið sem um ræðir eru hin fyrrnefndu token og segir Ásgeir að fólk sem sótt hefur hátíðir og ráðstefnur ætti að kannast við fyrirkomulagið þrátt fyrir að það hafi kannski ekki verið eins áberandi hér á landi. Sala á tokenum verður á sama stað og afhending armbanda í Hörpu og því fleiri token sem keypt eru í einu því lægra er verðið. „Við mælum við auðvitað með því að byrgja sig upp á sama tíma og armböndin eru sótt. En auk þess að afgreiða token hjá afhendingu armbanda verðum við líka með þrjár sölustöðvar á hátíðarsvæðinu í Hörpu þar sem fólk getur keypt meira.” Eina leiðin til þess að versla veitingar á hátíðarsvæðinu verður með fyrrnefndum hætti og segir Ásgeir það því eiga að heyra sögunni til að gestir hátíðarinnar þurfi að bíða lengi eftir afgreiðslu á börum Hörpu. „Þetta eru náttúrulega bara almannahagsmunir, það er engin spurning um það,” segir Ásgeir og hlær.Íslendingar ekki sérlega þolinmóðir „Það er kannski að einhverju leyti skrítið að þetta hafi ekki verið tekið upp á hátíðum hér á Íslandi fyrr því ef ég þekki hinn venjulega Íslending rétt þá er hann ekki sérlega þolinmóður þegar kemur að því að bíða í röðum heldur vill hann frekar eyða tíma með vinum sínum að dansa við góða tónlist. Og það skil ég svosem ósköp vel.” Líkt og fyrr segir hefst Sónar Reykjavík í Hörpu næstkomandi föstudag og byrja fyrstu tónleikarnir klukkan 19.00. „Þá er kannski líka ágætt að minna fólk á að Sónar Center, sala á token og varningi tengdum hátíðinni hefst í Hörpu á morgun, miðvikudag, klukkan 14.00 og er opið til 20.00. Það sama á við um fimmtudag en svo á föstudag og laugardag opnar fyrr og er opið enn lengur. En við hvetjum auðvitað fólk til þess að mæta snemma og ná í armböndin, kaupa token og fara svo áhyggjulaust á djammið.” Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðu Sónar Reykjavík og miðasala fer fram á midi.is. Sónar Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram með pompi og prakt í Hörpu dagana 16. og 17. mars. Það fer því heldur betur að styttast í herlegheitin en alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík en Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Underworld, Danny Brown, Nadia Rose og TOKiMONSTA auk fjölda annarra innlendra og erlendra listamanna. Til þess að þjónusta gesti hátíðarinnar enn betur hefur verið brugðið á það ráð að taka upp nýjan gjaldmiðil á hátíðinni, svokölluð token. „Við náðum samkomulagi við Hörpu og KH veitingar að taka upp nýtt fyrirkomulag á veitingasölunni á meðan á hátíðinni stendur. Þetta er gert með það að augnamiði að stytta afgreiðslutíma í Hörpu þegar kemur að veitingum umtalsvert,” segir Ásgeir Guðmundsson framkvæmdarstjóri Sónar Reykjavík. „Það er okkur mikilvægt að gestir Sónar Reykjavík eyði sem allra minnstum tíma í það að bíða eftir eins einum bjór og nýti sem mestan tíma í að fylgjast með þeim frábæru atriðum sem hátíðin býður upp á og njóta.”Ekki verið áberandi hér á landi Fyrirkomulagið sem um ræðir eru hin fyrrnefndu token og segir Ásgeir að fólk sem sótt hefur hátíðir og ráðstefnur ætti að kannast við fyrirkomulagið þrátt fyrir að það hafi kannski ekki verið eins áberandi hér á landi. Sala á tokenum verður á sama stað og afhending armbanda í Hörpu og því fleiri token sem keypt eru í einu því lægra er verðið. „Við mælum við auðvitað með því að byrgja sig upp á sama tíma og armböndin eru sótt. En auk þess að afgreiða token hjá afhendingu armbanda verðum við líka með þrjár sölustöðvar á hátíðarsvæðinu í Hörpu þar sem fólk getur keypt meira.” Eina leiðin til þess að versla veitingar á hátíðarsvæðinu verður með fyrrnefndum hætti og segir Ásgeir það því eiga að heyra sögunni til að gestir hátíðarinnar þurfi að bíða lengi eftir afgreiðslu á börum Hörpu. „Þetta eru náttúrulega bara almannahagsmunir, það er engin spurning um það,” segir Ásgeir og hlær.Íslendingar ekki sérlega þolinmóðir „Það er kannski að einhverju leyti skrítið að þetta hafi ekki verið tekið upp á hátíðum hér á Íslandi fyrr því ef ég þekki hinn venjulega Íslending rétt þá er hann ekki sérlega þolinmóður þegar kemur að því að bíða í röðum heldur vill hann frekar eyða tíma með vinum sínum að dansa við góða tónlist. Og það skil ég svosem ósköp vel.” Líkt og fyrr segir hefst Sónar Reykjavík í Hörpu næstkomandi föstudag og byrja fyrstu tónleikarnir klukkan 19.00. „Þá er kannski líka ágætt að minna fólk á að Sónar Center, sala á token og varningi tengdum hátíðinni hefst í Hörpu á morgun, miðvikudag, klukkan 14.00 og er opið til 20.00. Það sama á við um fimmtudag en svo á föstudag og laugardag opnar fyrr og er opið enn lengur. En við hvetjum auðvitað fólk til þess að mæta snemma og ná í armböndin, kaupa token og fara svo áhyggjulaust á djammið.” Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðu Sónar Reykjavík og miðasala fer fram á midi.is.
Sónar Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira