Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 09:57 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, boðar áður óséð átök verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. vísir/anton brink Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann boðar jafnframt átök á vinnumarkaði sem ekki hafa sést áður. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint var frá því að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, hefði hækkað í launum á liðnu ári um sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Upplýsingarnar eru fengnar úr ársreikningi N1 þar sem kemur fram að laun og hlunnindi Eggerts Þórs hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna eða um 5,9 milljónum króna á mánuði. Árið áður, 2016, voru árslaun hans og hlunnindi 58,4 milljónir króna, eða sem nemur 4,8 milljónum króna á mánuði. Launahækkun hans á milli ára er því í heildina 12,1 milljón króna eða rúm milljón á mánuði. Vilhjálmur segir að þetta sýni að sjálftaka og græðgi stjórnenda íslenskra fyrirtækja haldi áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Þá lætur hann þess getið að lífeyrissjóðir launafólks eigi upp undir helming í N1. „[...] það það er líka rétt að geta þess að það þarf 22 afgreiðslumenn á launatöxtum sem gilda fyrir afgreiðslufólk á bensínstöðvum til að ná mánðarlaunum forstjórans. Ég vil tala tæpitungulast við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, stjórnvalda og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna: þið skulið búa ykkur undir átök verkafólks sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn! Að gefnu tilefni bið ég alla um að skammast ekki í afgreiðslufólkinu hjá N1 því þau geta alls ekkert gert að þessu og þeim er líka misboðið yfir þessari skefjalausu græðgi forstjórans og lykilstjórenda eins og öðrum í þessu þjóðfélagi,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni. Kjaramál Tengdar fréttir Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. 28. febrúar 2018 18:30 Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannsfundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. 3. mars 2018 18:45 Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann boðar jafnframt átök á vinnumarkaði sem ekki hafa sést áður. Tilefnið er frétt Fréttablaðsins þar sem greint var frá því að Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, hefði hækkað í launum á liðnu ári um sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Upplýsingarnar eru fengnar úr ársreikningi N1 þar sem kemur fram að laun og hlunnindi Eggerts Þórs hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna eða um 5,9 milljónum króna á mánuði. Árið áður, 2016, voru árslaun hans og hlunnindi 58,4 milljónir króna, eða sem nemur 4,8 milljónum króna á mánuði. Launahækkun hans á milli ára er því í heildina 12,1 milljón króna eða rúm milljón á mánuði. Vilhjálmur segir að þetta sýni að sjálftaka og græðgi stjórnenda íslenskra fyrirtækja haldi áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Þá lætur hann þess getið að lífeyrissjóðir launafólks eigi upp undir helming í N1. „[...] það það er líka rétt að geta þess að það þarf 22 afgreiðslumenn á launatöxtum sem gilda fyrir afgreiðslufólk á bensínstöðvum til að ná mánðarlaunum forstjórans. Ég vil tala tæpitungulast við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, stjórnvalda og forsvarsmenn lífeyrissjóðanna: þið skulið búa ykkur undir átök verkafólks sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn! Að gefnu tilefni bið ég alla um að skammast ekki í afgreiðslufólkinu hjá N1 því þau geta alls ekkert gert að þessu og þeim er líka misboðið yfir þessari skefjalausu græðgi forstjórans og lykilstjórenda eins og öðrum í þessu þjóðfélagi,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni.
Kjaramál Tengdar fréttir Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. 28. febrúar 2018 18:30 Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannsfundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. 3. mars 2018 18:45 Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. 28. febrúar 2018 18:30
Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannsfundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. 3. mars 2018 18:45
Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00