Plastagnir finnast í vatni á flöskum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2018 11:02 Vatn frá vatnsrisanum Evian var meðal annars rannsakað. vísir/getty Tilraunir sem gerðar voru á drykkjarvatni frá ellefu stórum vörumerkjum sem selja vatn á flöskum sýna að örsmáar plastagnir var að finna í vatninu í nær öllum tilfellum. Rannsóknin er sú stærsta sinnar tegundar til þessa en áður hefur verið fjallað um plastagnir sem finna má í kranavatni víða um heim, til dæmis á Íslandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hyggst rannsaka nánar hvaða áhrif plastagnir í drykkjarvatni geta haft á heilsu fólks.Sjá einnig:Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Í frétt BBC um málið kemur fram að vatn úr 250 flöskum frá níu löndum hafi verið rannsakað en rannsóknin var leidd af blaðamannasamtökunum Orb Media.Að meðaltali ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni Að meðaltali fannst ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni og var hver ögn stærri að breidd en eitt mannshár. Tilraunirnar í rannsókninni voru gerðar af State University of New York í Fredonia. „Við fundum plast í hverri flöskunni á fætur annarri og frá hverju vörumerkinu á fætur öðru. Þetta snýst ekki um að benda á tiltekin vörumerki heldur snýst þetta um að sýna að plast er alls staðar. Plast er efni sem gegnsýrir allt okkar samfélag, það er að gegnsýra vatnið okkar, og allar þessar vörur sem við notum dags daglega,“ segir Sherri Mason, prófessor í efnafræði við State University of New York, sem gerði tilraunirnar. Engar sannanir eru fyrir því að plastagnir geti haft skaðleg áhrif á heilsu fólks en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vill kanna það betur. Vill stofnunin aðallega reyna að svara þeirri spurningu hvort að það að borða eða drekka plastagnir óbeint yfir alla ævina geti haft áhrif á heilsuna.Vatn frá Evian, Dasani og San Pellegrino rannsakað Rannsóknin tók til eftirfarandi vörumerkja sem selja drykkjarvatn á flöskum: Aquafina, Dasani, Evian, Nestle Pure Life, San Pellegrino, Aqua (í Indónesíu), Bisleri (í Indlandi), Epura (í Mexíkó), Gerolsteiner (í Þýskalandi), Minalba (í Brasilíu) og Wahaha (í Kína). Fyrirtækin segja að í verksmiðjum þeirra sé fyllsta öryggis gætt þegar vatninu er tappað á flöskurnar. Nánar má lesa um málið á vef BBC, annars vegar hér og hins vegar hér. Umhverfismál Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57 Örplastið einnig að finna í neysluvatni hér á landi Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. 9. febrúar 2018 14:09 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Tilraunir sem gerðar voru á drykkjarvatni frá ellefu stórum vörumerkjum sem selja vatn á flöskum sýna að örsmáar plastagnir var að finna í vatninu í nær öllum tilfellum. Rannsóknin er sú stærsta sinnar tegundar til þessa en áður hefur verið fjallað um plastagnir sem finna má í kranavatni víða um heim, til dæmis á Íslandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hyggst rannsaka nánar hvaða áhrif plastagnir í drykkjarvatni geta haft á heilsu fólks.Sjá einnig:Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Í frétt BBC um málið kemur fram að vatn úr 250 flöskum frá níu löndum hafi verið rannsakað en rannsóknin var leidd af blaðamannasamtökunum Orb Media.Að meðaltali ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni Að meðaltali fannst ein plastögn í hverjum tíu lítrum af vatni og var hver ögn stærri að breidd en eitt mannshár. Tilraunirnar í rannsókninni voru gerðar af State University of New York í Fredonia. „Við fundum plast í hverri flöskunni á fætur annarri og frá hverju vörumerkinu á fætur öðru. Þetta snýst ekki um að benda á tiltekin vörumerki heldur snýst þetta um að sýna að plast er alls staðar. Plast er efni sem gegnsýrir allt okkar samfélag, það er að gegnsýra vatnið okkar, og allar þessar vörur sem við notum dags daglega,“ segir Sherri Mason, prófessor í efnafræði við State University of New York, sem gerði tilraunirnar. Engar sannanir eru fyrir því að plastagnir geti haft skaðleg áhrif á heilsu fólks en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vill kanna það betur. Vill stofnunin aðallega reyna að svara þeirri spurningu hvort að það að borða eða drekka plastagnir óbeint yfir alla ævina geti haft áhrif á heilsuna.Vatn frá Evian, Dasani og San Pellegrino rannsakað Rannsóknin tók til eftirfarandi vörumerkja sem selja drykkjarvatn á flöskum: Aquafina, Dasani, Evian, Nestle Pure Life, San Pellegrino, Aqua (í Indónesíu), Bisleri (í Indlandi), Epura (í Mexíkó), Gerolsteiner (í Þýskalandi), Minalba (í Brasilíu) og Wahaha (í Kína). Fyrirtækin segja að í verksmiðjum þeirra sé fyllsta öryggis gætt þegar vatninu er tappað á flöskurnar. Nánar má lesa um málið á vef BBC, annars vegar hér og hins vegar hér.
Umhverfismál Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57 Örplastið einnig að finna í neysluvatni hér á landi Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. 9. febrúar 2018 14:09 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22
Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57
Örplastið einnig að finna í neysluvatni hér á landi Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. 9. febrúar 2018 14:09
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“