Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 79-82 | Breiðablik batt enda á sigurgöngu Hauka Skúli Arnarson skrifar 17. mars 2018 20:00 Haukarnir lyftu deildarmeistaratitlinum eftir leik í dag. vísir/Bára Það fór fram háspennuleikur í Schenker-höllinni í dag þegar Breiðablik lagði Hauka að velli með 82 stigum gegn 79. Þar með lauk 14 leikja sigurgöngu Hauka sem tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í vikunni með sigri gegn Val. Að leik loknum lyftu Haukarnir svo deildarmeistarabikarnum við mikinn fögnuð áhorfenda. Haukarnir byrjuðu leikinn frábærlega og voru komnar í 26-6 forystu þegar um tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og virtist sem leikurinn ætlaði að vera erfiður fyrir Blika. Blikarnir bitu þá aðeins frá sér og skoruðu síðustu sex stig fyrsta leikhluta. Blikarnir byrjuðu annan leikhluta eins og þær enduðu þann fyrsta. Blikar skoruðu fyrstu sjö stigin í öðrum leikhluta og allt í einu var leikurinn orðinn spennandi. Blikarnir unnu annan leikhlutann 24-16 og munurinn í hálfleik aðeins sex stig, 42-36. Með Whitney Knight fremsta í fylkingu héldu Blikarnir áfram að þjarma að Haukunum í þriðja leikhluta. Þegar rétt um 4 mínútur voru búnar af seinni hálfleik tóku við erfiðar tvær mínútur fyrir Hauka. Fyrst fór Þóra Kristín í sniðskot þar sem hún lenti illa og virtist hafa slasast nokkuð. Hún var borin af velli en kom aftur inn á í fjórða leikhluta. Einungis nokkrum sekúndum síðar skullu þær Ísabella úr Blikum og Helena Sverrisdóttir saman og Helena hrundi í gólfið. Fossblæddi úr Helenu og þurfti að fara með hana inn í klefa þar sem hún var saumuð saman en ekki er vitað að svo stöddu hversu alvarleg meiðsli hennar eru. Þriðji leikhluti fór aftur af stað og það var mikið jafnræði með liðunum allan leikhlutann. Að loknum þremur leikhlutum var staðan 62-59 fyrir Hauka. Í fjórða leikhluta spiluðu Blikar mjög vel og hittu úr mikilvægum skotum. Eftir um fjórar mínútur í fjórða leikhluta komust Blikar yfir í stöðunni 66-67 þegar Telma Lind, sem var drjúg fyrir Breiðablik, skoraði þrjú af 14 stigum sínum. Þetta var í fyrsta sinn sem Blikar komust yfir frá því að staðan var 0-2. Blikar héldu þessari forystu það sem eftir lifði leiks en lokamínúturnar voru æsispennandi. Þegar um 5 sekúndur voru eftir af leiknum skoraði Whitney Frazier glæsilega þriggja stiga körfu og minnkaði muninn niður í eitt stig, 79-80. Haukar reyndu að fiska boltann í síðustu sókn Blika og voru alltof lengi að brjóta. Blikarnir fengu loks 2 víti þegar aðeins 3 sekúndubrot voru eftir af leiknum og úrslitin þar með ráðin. Blikar sigruðu að lokum 79-82 og stöðvuðu þar með magnaða 14 leikja sigurgöngu Hauka sem vilja að öllum líkindum vinna síðustu tvo leiki sína fyrir úrslitakeppnina þar sem þær mæta annað hvort Stjörnunni eða Skallagrími. Blikar lyftu sér upp í sjötta sæti Dominos deildarinnar með sigrinum í dag.Vísr/BáraAf hverju vann Breiðablik? Blikar spiluðu einfaldlega mjög vel eftir að hafa lent 20 stigum undir snemma leiks. Það hjálpaði til að Helena fór meidd af velli um miðjan þriðja leikhluta en það verður ekkert tekið af Blikastelpum sem stóðu sig frábærlega í dag. Vítanýting Blika var til fyrirmyndar í dag en þær hittu 19 af 20 vítum sínum í dag og voru mörg þeirra undir mikilli pressu á lokamínútunum.Hverjar stóðu upp úr? Whitney Knight var frábær í liði Breiðabliks í dag og skoraði 36 stig, tók 11 fráköst og varði 5 skot. Einnig skoraði hún úr öllum 13 vítum sínum í dag. Telma Lind skoraði 14 stig í dag og stal boltanum 5 sinnum fyrir Blika. Í liði Hauka voru það Helena og Whitney Frazier sem voru atkvæðamestar en Helena var komin með 21 stig og 7 stoðsendingar þegar hún fór meidd útaf í þriðja leikhluta. Frazier skoraði 21 stig, var með 10 fráköst og 7 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Haukarnir áttu í miklum erfiðleikum varnarlega með Knight og brutu átta sinnum á henni í leiknum sem gaf Blikum 13 stig af vítalínunni. Varnarleikur Hauka gekk erfiðlega eftir fyrsta leikhlutann. Haukar fengu aðeins á sig 12 stig í fyrsta leikhluta en þær fengu á sig 70 stig í hinum þremur leikhlutunum sem er alltof mikið fyrir lið eins og Hauka. Ingvar Þór: Tapið er komið, pressan er farin„Það er alltaf leiðinlegt að tapa en við fórum inn í þennan leik með öðruvísi áherslum og ætluðum að prófa nýja hluti í dag,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í dag. „Síðan lendum við í áföllum, Þóra meiðist og svo Helena, þannig að ég hef engar áhyggjur af þessu. Tapið er komið, pressan er farin af okkur og við komum sterkar til baka eftir þetta.“ Ingvar tók undir það að það væri mikilvægt að ná góðum úrslitum í síðustu tveimur deildarleikjum tímabilsins til að koma á flugi inn í úrslitakeppnina. „Við viljum að sjálfsögðu koma á góðu skriði inn í úrslitakeppnina og við förum í alla leiki til að vinna þá.“ „Helena fór og lét loka sárinu, það blæddi töluvert og það þarf að kanna hvort að það sé eitthvað brotið. Hún kemur örugglega og fagnar með okkur á eftir,“ sagði Ingvar um meiðsli Helenu sem eru vonandi ekki alvarleg. Ingvari var sama hvaða liði Haukarnir mæta í undanúrslitum. „Það skiptir engu máli hvort við fáum Skallagrím eða Stjörnuna, það er bara betra liðið sem nær fjórða sætinu.“ Frazier: Vil halda sigurgöngunni áframWhitney Frazier, leikmaður Hauka var ekki ánægð með frammistöðu liðsins í dag. „Við vorum lélegar í dag og tvær af okkar bestu leikmönnum meiddust. Breiðablik vildi sigurinn meira en við. Við vorum að missa af leikmönnunum okkar í vörn og þær voru að taka fleiri fráköst en við.“ Frazier fannst skrýtið að vera að fagna titlinum rétt eftir tapleik. „Það eru hrikalega blendnar tilfinningar. Við erum að fagna en samt vildi ég ekki tapa leiknum í dag. Ég vildi halda sigurgöngunni áfram.“ „Þessir síðustu tveir leikir sem eftir eru af deildarkeppninni eru gífurlega mikilvægir fyrir okkur. Ef við komumst á skrið hef ég engar áhyggjur,“ sagði Whitney Frazier að lokum. Dominos-deild kvenna
Það fór fram háspennuleikur í Schenker-höllinni í dag þegar Breiðablik lagði Hauka að velli með 82 stigum gegn 79. Þar með lauk 14 leikja sigurgöngu Hauka sem tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í vikunni með sigri gegn Val. Að leik loknum lyftu Haukarnir svo deildarmeistarabikarnum við mikinn fögnuð áhorfenda. Haukarnir byrjuðu leikinn frábærlega og voru komnar í 26-6 forystu þegar um tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og virtist sem leikurinn ætlaði að vera erfiður fyrir Blika. Blikarnir bitu þá aðeins frá sér og skoruðu síðustu sex stig fyrsta leikhluta. Blikarnir byrjuðu annan leikhluta eins og þær enduðu þann fyrsta. Blikar skoruðu fyrstu sjö stigin í öðrum leikhluta og allt í einu var leikurinn orðinn spennandi. Blikarnir unnu annan leikhlutann 24-16 og munurinn í hálfleik aðeins sex stig, 42-36. Með Whitney Knight fremsta í fylkingu héldu Blikarnir áfram að þjarma að Haukunum í þriðja leikhluta. Þegar rétt um 4 mínútur voru búnar af seinni hálfleik tóku við erfiðar tvær mínútur fyrir Hauka. Fyrst fór Þóra Kristín í sniðskot þar sem hún lenti illa og virtist hafa slasast nokkuð. Hún var borin af velli en kom aftur inn á í fjórða leikhluta. Einungis nokkrum sekúndum síðar skullu þær Ísabella úr Blikum og Helena Sverrisdóttir saman og Helena hrundi í gólfið. Fossblæddi úr Helenu og þurfti að fara með hana inn í klefa þar sem hún var saumuð saman en ekki er vitað að svo stöddu hversu alvarleg meiðsli hennar eru. Þriðji leikhluti fór aftur af stað og það var mikið jafnræði með liðunum allan leikhlutann. Að loknum þremur leikhlutum var staðan 62-59 fyrir Hauka. Í fjórða leikhluta spiluðu Blikar mjög vel og hittu úr mikilvægum skotum. Eftir um fjórar mínútur í fjórða leikhluta komust Blikar yfir í stöðunni 66-67 þegar Telma Lind, sem var drjúg fyrir Breiðablik, skoraði þrjú af 14 stigum sínum. Þetta var í fyrsta sinn sem Blikar komust yfir frá því að staðan var 0-2. Blikar héldu þessari forystu það sem eftir lifði leiks en lokamínúturnar voru æsispennandi. Þegar um 5 sekúndur voru eftir af leiknum skoraði Whitney Frazier glæsilega þriggja stiga körfu og minnkaði muninn niður í eitt stig, 79-80. Haukar reyndu að fiska boltann í síðustu sókn Blika og voru alltof lengi að brjóta. Blikarnir fengu loks 2 víti þegar aðeins 3 sekúndubrot voru eftir af leiknum og úrslitin þar með ráðin. Blikar sigruðu að lokum 79-82 og stöðvuðu þar með magnaða 14 leikja sigurgöngu Hauka sem vilja að öllum líkindum vinna síðustu tvo leiki sína fyrir úrslitakeppnina þar sem þær mæta annað hvort Stjörnunni eða Skallagrími. Blikar lyftu sér upp í sjötta sæti Dominos deildarinnar með sigrinum í dag.Vísr/BáraAf hverju vann Breiðablik? Blikar spiluðu einfaldlega mjög vel eftir að hafa lent 20 stigum undir snemma leiks. Það hjálpaði til að Helena fór meidd af velli um miðjan þriðja leikhluta en það verður ekkert tekið af Blikastelpum sem stóðu sig frábærlega í dag. Vítanýting Blika var til fyrirmyndar í dag en þær hittu 19 af 20 vítum sínum í dag og voru mörg þeirra undir mikilli pressu á lokamínútunum.Hverjar stóðu upp úr? Whitney Knight var frábær í liði Breiðabliks í dag og skoraði 36 stig, tók 11 fráköst og varði 5 skot. Einnig skoraði hún úr öllum 13 vítum sínum í dag. Telma Lind skoraði 14 stig í dag og stal boltanum 5 sinnum fyrir Blika. Í liði Hauka voru það Helena og Whitney Frazier sem voru atkvæðamestar en Helena var komin með 21 stig og 7 stoðsendingar þegar hún fór meidd útaf í þriðja leikhluta. Frazier skoraði 21 stig, var með 10 fráköst og 7 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Haukarnir áttu í miklum erfiðleikum varnarlega með Knight og brutu átta sinnum á henni í leiknum sem gaf Blikum 13 stig af vítalínunni. Varnarleikur Hauka gekk erfiðlega eftir fyrsta leikhlutann. Haukar fengu aðeins á sig 12 stig í fyrsta leikhluta en þær fengu á sig 70 stig í hinum þremur leikhlutunum sem er alltof mikið fyrir lið eins og Hauka. Ingvar Þór: Tapið er komið, pressan er farin„Það er alltaf leiðinlegt að tapa en við fórum inn í þennan leik með öðruvísi áherslum og ætluðum að prófa nýja hluti í dag,“ sagði Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í dag. „Síðan lendum við í áföllum, Þóra meiðist og svo Helena, þannig að ég hef engar áhyggjur af þessu. Tapið er komið, pressan er farin af okkur og við komum sterkar til baka eftir þetta.“ Ingvar tók undir það að það væri mikilvægt að ná góðum úrslitum í síðustu tveimur deildarleikjum tímabilsins til að koma á flugi inn í úrslitakeppnina. „Við viljum að sjálfsögðu koma á góðu skriði inn í úrslitakeppnina og við förum í alla leiki til að vinna þá.“ „Helena fór og lét loka sárinu, það blæddi töluvert og það þarf að kanna hvort að það sé eitthvað brotið. Hún kemur örugglega og fagnar með okkur á eftir,“ sagði Ingvar um meiðsli Helenu sem eru vonandi ekki alvarleg. Ingvari var sama hvaða liði Haukarnir mæta í undanúrslitum. „Það skiptir engu máli hvort við fáum Skallagrím eða Stjörnuna, það er bara betra liðið sem nær fjórða sætinu.“ Frazier: Vil halda sigurgöngunni áframWhitney Frazier, leikmaður Hauka var ekki ánægð með frammistöðu liðsins í dag. „Við vorum lélegar í dag og tvær af okkar bestu leikmönnum meiddust. Breiðablik vildi sigurinn meira en við. Við vorum að missa af leikmönnunum okkar í vörn og þær voru að taka fleiri fráköst en við.“ Frazier fannst skrýtið að vera að fagna titlinum rétt eftir tapleik. „Það eru hrikalega blendnar tilfinningar. Við erum að fagna en samt vildi ég ekki tapa leiknum í dag. Ég vildi halda sigurgöngunni áfram.“ „Þessir síðustu tveir leikir sem eftir eru af deildarkeppninni eru gífurlega mikilvægir fyrir okkur. Ef við komumst á skrið hef ég engar áhyggjur,“ sagði Whitney Frazier að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum